Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Page 2
Kvennalistinn — nýr
valkostur í Kópavogi
Ágæti Kópavogsbúi.
Þann 11. þessa mánaðar verður bærinn okkar 35 ára.
Það telst víst ekki hár aldur bæjarfélags. Upphaflega voru
hér eingöngu sveitabæir svo og nokkrir sumarbústaðir. íbú-
um Reykjavíkur fjölgaði ört og voru margar fátækar fjöl-
skyldur í húsnæðisvandræðum. Lóðir í Reykjavík voru og
dýrar. Fluttu þá margir suður í Kópavog og settust að í sum-
arbústöðunum. En fólkinu hér fjölgaði einnig ört svo að
brátt var hægt að stofna hér bæjarfélag. Þeir Kópavogsbú-
ar sem hafa búið hér frá fyrstu tíð hafa séð bæjarfélagið
þróast á stuttum tíma úr óskipulögðu sumarbústaðalandi í
16000 manna bæ.
Bær barnanna — Rödd kvennanna
Kópavogur státar sig af því að vera bær barnanna og mikill
félagsmálabær. Við Kvennalistakonurnar sem hittumst skömmu
eftir áramót og fórum að ræða saman um ástand mála hér vorum
sammála um að svo væri ekki lengur. Vissulega hefur margt gott
verið gert í Kópavogi til þess að hér mætti verða gott mannlíf.
Getur verið að því fólki sem stjórnað hefur bænum undanfarin ár
sé farin að förlast sýn. Hlusta þeir kannski ekki nægilega á kon-
urnar í flokkunum sínum, konurnar sem bera ætíð hag barna
sinna fyrir brjósti. í bæjarstjórn sitja nú ellefu bæjarfulltrúar, þar
af þrjár konur. Greinilegt er að hér eins og annars staðar gætir
áhrifaleysis kvenna við stjórnun bæjarins.
í Kópavogi eru boðnir fram fjórir framboðslistar auk Kvenna-
listans. Á engum þessara lista skipar kona efsta sætið. Hver er
ástæðan? Gæti ástæðan verið sú að þeir fjórir flokkar sem standa
að umræddum listum eru byggðir upp af körlum, að þar er unnið
eftir leikreglum karla og út frá forsendum karla. Nú má enginn
skilja orð okkar svo að sjónarmið og reynsla karla eigi ekki rétt
á sér, það eiga bara sjónarmið og reynsla kvenna líka. Annað get-
ur ekki talist eðlilegt, bæinn byggja jú bæði karlar og konur.
Niðurstaða okkar er því sú að betur má ef duga skal og teljum
við það ábyrgðarleysi að bjóða ekki fram til bæjarstjórnar í næst-
komandi kosningum.
Markmið Kvennalistans
Markmið Kvennalistans er að gera reynslu, viðhorf og menn-
ingu kvenna sýnilega og að stefnumótandi afli í samfélaginu til
jafns við karla. Öll mál koma okkur konum við. Við vinnum ekki
eingöngu fyrir sjálfar okkur, við vinnum fyrir alla, börn, konur
og karla. Hlutverk kvenna er að fæða af sér líf og hefur umönnun
barna, aldraðra og sjúkra svo til eingöngu verið í höndum kvenna.
Kvennalistinn leggur mikfa áherslu á að þessi umönnunarstörf
séu metin að verðleikum.
Fjölskyldumál eru ofarlega í hugum okkar. Undirstaða bæjar-
ins er fólkið sem í honum býr. Til að fólkinu líði vel þarf það að
hafa mannsæmandi aðstæður til að geta byggt upp traust fjöl-
skyldubönd. Fjölskyldan þarf að hafa þau skilyrði að geta haft at-
vinnu, örugga gæslu fyrir börnin sín og haft þak yfir höfuðið án
þess að kollvarpa fjárhagsafkomu sinni.
ÚTGEFANDI:
Samtök um Kvennalista í Kópavogi
Ábyrgð:
Guöbjörg Emilsdóttir, Hulda Haröardóttir
Póstfang:
Hamraborg 20 A, 200 Kópavogur
Setning og prentun:
Prentþjónustan hf., Prentberg hf.
Einnig leggjum við mikla áherslu á atvinnuuppbyggingu í bæn-
um og þá með sérstöku tilliti til atvinnutækifæra fyrir konur.
Umhverfis og skipulagsmál eru ofarlega í hugum okkar og
leggjum við áherslu á að heildaráætlun verði gerð varðandi frá-
gang gatna í bænum, lokið verði við hafin verk og að gerð verði
útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa í öllum hverfum.
Það skiptir máli með hvaða hætti og hvaða ákvarðanir eru tekn-
ar í bænum okkar og því leggjum við áherslu á að stofnuð verði
hverfasamtök og að valddreifing og lýðræði verði aukið.
Vagga barna og blóma
Orð Þorsteins Valdimarssonar ,,Vagga börnum og blómum“
viljum við gera að orðum okkar. Við viljum að bærinn okkar
verði í raun vagga barna og blóma.
Um leið og við óskum Kópavogsbúum gleðilegs sumars, viljum
við hvetja ykkur til að kynna ykkur stefnu og markmið Kvenna-
listans og það sem við höfum fram að færa í málefnum bæjarins.
Kjósandinn á valið, enginn á atkvæðin nema sú eða sá sem stend-
ur með atkvæðaseðilinn í kjörklefanum, það ert þú kjósandi góð-
ur, þitt er valið. Kvennalistinn er einn af valkostunum.
Barnasmiðjan
LEIKTÆKI • LEIKFÖNG
HÚSGÖGN • FÖNDURVÖRUR
KÁRSNESBRAUT108
SfMI 43003
Hjá okkur færðu sumarleikföngin og
leiktækin fyrir öll ,,börn“ á heimilinu.
2