Kvennalistinn í Kópavogi - 01.05.1990, Page 5
„Alltmittlíf erævintýri
og saga,“
segir Rannveig Löve, ,,heiöursborgarinn“ á Kvennalistanum.
Hún tekur á móti mér í fall-
egri íbúð sinni, einni af iitlu
íbúðunum sem reistar hafa
verið fyrir aldraða á Voga-
tungureitnum svokallaða.
Þar hefur hún búið í rúmt ár
en bjó áður lengi í Hraun-
tungu. Rannveig er kennari
að mennt, kenndi við Mela-
skólann í 30 ár og kom þar
upp fyrsta íslenska lesverinu
að sænskri fyrirmynd. Þegar
hún varð 55 ára fékk hún af-
slátt á kennslu en þá varð
hún í vandræðum með tím-
ann og dreif sig í Háskólann
og tók BA-próf í dönsku og
almennri bókmenntafræði.
Nú vinnur hún á Fræðslu-
skrifstofu Reykjanesum-
dæmis við gerð könnunar-
prófa fyrir börn; litlu börnin
sem eiga erfitt með að fóta sig
á námsbrautinni. Og ekki
nóg með það, Rannveig hefur
verið ötul síðustu vikurnar
að vinna fyrir Kvennalistann
í Kópavogi og skipar heiðurs-
sætið á listanum. Rannveig
er því ,,heiðursborgari“
okkar kvennanna en hún seg-
ist vilja vera það í fleiri en
einum skilningi. Er það satt,
Rannveig?
,,Já ég vil verða heiðurs-
borgari. Ég vil að bæjarfélagið
heiðri þá sem komnir eru á
minn aldur og segi við okkur:
,,Nú skuluð þið sjálf fá að ráða
hvað þið gerið við peningana
ykkar á meðan þið eruð enn
heil heilsu og getið notið lífs-
ins. Við viljum láta ykkur njóta
þess hvað þið hafið verið góðir
borgarar áratugum saman, ver-
ið skilvís og greitt samvisku-
samlega ykkar hlut til samfé-
lagsins." Þetta vil ég að bæjar-
stjórinn segi við okkur. Ég er
ekkert að setja út á það sem
gert er fyrir gamla fólkið í
bænum en ég vil ekki láta mata
okkur eða tala við okkur eins
og börn. Hins vegar á að skapa
okkur tækifæri til að velja
sjálf. Mig langar til að ferðast,
mig langar til að sjá allan heim-
inn en ég hef ekki efni á því þó
að ég hafi fremur góð laun.“
Það er greinilegt að þú ert
ekkert á því að setjast í helgan
stein á nœstunni, jajhvel þó að
þú verðir 'ekki , ,heiðursborg-
ari“. En segðu mér svolítið jrá
foreldrum þínum og uppvexti.
„Foreldrar mínir hétu Eirík-
ur Einarsson og Sigrún Bene-
dikta Kristjánsdóttir og ég er
elst af 15 börnum þeirra, 15
systrum sem allar lifa nema
tvær. Ég er fædd á Bíldudal, þó
bjuggum við í Reykjavík í
nokkur ár áður en faðir minn
gerðist bóndi en það var það
sem hugur hans stóð til. Þess
vegna fluttist fjölskyldan suður
með sjó þegar ég var 7 ára. Þar
vorum við til ársins 1935 en þá
keyptu foreldrar mínir nýbýlið
Réttarholt í Sogamýri. Ég er
því í rauninni sveitabarn og hef
alltaf kunnað best við mig í ró-
legu og persónulegu umhverfi.
Þess vegna leið mér strax svo
vel í Kópavogi. Sumum finnst
þetta vera svefnbær og ekki
nógu mikið um að vera en mér
finnst það gott. Kópavogur er
góð sveit.“
Nú gekkst þú menntaveginn
eins og sagt er, fékkstu til þess
hvatningu frá foreldrum þín-
um?
,,Ef ég hefði mátt ráða hefði
ég farið í MR en um það var
ekki að ræða, það var alltof
fjarlægt — og fjarstæða fyrir
stelpur að láta sig dreyma um
það. Þær fengu í besta falli að
fara í gagnfræðaskóla. Ég var
einn vetur í Flensborg, það var
meðan við vorum suður með
sjó en eftir að við komum til
Reykjavíkur var ekkert gert til
þess að ég færi í skóla. Ég var
samt alltaf ákveðin í því að
læra eitthvað sem ég gæti lifað
af. Ég vildi ekki verða eins og
konurnar sem ég sá allt um
kring. Þær voru svo sem ekkert
óánægðar en þær litu aldrei
upp í bókstaflegri merkingu.
Það var barn á hverju ári og
þær gátu aldrei um frjálst höf-
uð strokið. Ég vildi verða eins
og kennslukonan mín góða,
Viktoría Guðmundsdóttir frá
Gýjarhóli. Hún var allt öðru-
vísi en hinar konurnar, teinrétt
og fallega búin. Hún rabbaði
við alla og var ákaflega vel lát-
in. Hún var vel menntuð og vel
lesin, kunni erlend tungumál,
t.d. las hún fyrir okkur úr
sænskri bók um merkan land-
könnuð. Hún las eins og það
væri íslenska, ekkert hik eða
hnökrar í málinu. Þetta ætlaði
ég að gera, verða landkönnuð-
ur eða fornleifafræðingur. Ég
varð raunar hvorugt en komst
nálægt því að láta drauminn
rætast þegar ég fór í þjóðfræði
í Háskólanum 55 ára gömul.
Það var mikið ævintýri,
kennsluskyldan hafði lækkað
um nokkra tíma á viku og þá
vissi ég ekkert hvað ég átti að
gera við allan þennan tíma.“
Varstu þá orðin kvenrétt-
indakona strax á barnsaldri?
,,Ég hlýt að hafa verið það
þó að ég hafi ekki gert mér
grein fyrir því. Og þó, ég veit
að ég var það. Ég ætlaði að lifa
sjálfstæðu lífi og standa karl-
mönnum jafnfætis."
En þegar þú giftist, hvernig
fór þá með sjálfstæðisdraum-
inn?
,,Það var óumflýjanlegt á
þeim tíma að laga sig að hefð-
inni og aðstæðum. Konan hef-
ur verið þjálfuð í því í gegnum
aldirnar. T.d. kom ekki til
greina að gift kona og móðir
héldi áfram námi, hún varð að
hætta eða fresta námi. Það á
samt að vera hægt að lifa sjálf-
stæðu og athafnasömu lífi í
hjónabandi og það gerði ég
þegar mér óx þroski og þrek.
Nú ert þú komin á kafí kosn-
ingastarf jyrir Kvennalistann
hér í bœ, ertu kannski að byrja
á nýju ævintýri?
,,Já, kannski er ég að því og
satt að segja finnst mér allt mitt
líf vera ævintýri og saga. Ég er
svo sem ekki á kafi í kvenna-
starfi en ég hef fylgst með
Kvennalistanum frá fyrstu tíð
og ég dáist að þessum hug-
rökku og staðföstu konum sem
láta hvorki ógna sér né hræða
og hvika ekki frá trú sinni á
góðan málstað.“
Ég kveð þessa skemmtilegu
konu og óska þess að hún geti
látið ferðadrauminn rætast.
Kannski finnur hún ekki nýjar
álfur, hún þarf þess ekki, ætli
innri auðurinn — arfurinn frá
móður hennar, beri hana ekki
um víðar lendur enn um sinn
og færi henni ný ævintýri og
nýjar sögur.
Helga.
5