Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 01.04.1987, Side 11
PILSAÞYTUR
11
Við trúum því, að með aukn-
um áhrifum kvenna fáist
mannlegt þjóðfélag.
Raddir kvenna hafa heyrst
alltof lítið og konur eru ekki
hafðar með í ráðum, þegar
mikilsverðar ákvarðanir eru
teknar. Þessu viljum við breyta.
Við setjum á oddinn hugmyndir
um kvenfrelsi, sem fela í sér rétt
kvenna til að vera metnar á
sínum eigin forsendum til jafns
á við karla. Við leggjum til
hliðar hugmyndir um jafnrétti,
sem fela í sér rétt kvenna til þess
að vera eins og karlar.
Konur eru mótaðar af því
hlutverki að ala börn og annast.
Við vinnum önnur störf og bú-
um því yfir annarri reynslu en
karlar. Reynsla kvenna leiðir af
sér annað verðmætamat, önnur
lífsgildi en þau sem ríkja í ver-
öld karla. Konur líta þar af
leiðandi öðrum augum á málin.
Konur hafa ótal margt fram að
færa, sem getur gagnast okkur
til að snúa af vegi eyðingar og
ógnar inn á braut friðar og
frelsis.
Kvennalistinn er nýtt afl í
þjóðfélaginu og kannski ekki
von að fólk sé búið að átta sig
alveg á stefnu hans. Maður
heyrir stundum: „Kvennalisti!
Eru það ekki nokkrar kerlingar
Við verðum að skila
næstu kynslóð betra
þ j óðfélagi
að rífast um fleiri dagheimili?“
Vissulega viljum við fleiri og
betri dagheimili, þar sem starfar
menntað og fjölhæft fólk, því
það bætir hag kvenna og barna.
Kvennalistinn stefnir að samfé-
lagi þar sem virðing fyrir lífi og
samábyrgð situr í öndvegi.
„Kvennalistinn er tíma-
skekkja“ er slagorð, sem oft
heyrist. Það getur vel verið, að
eitthvað sé til í þessu — hann
hefði átt að vera kominn fyrir
löngu fram í okkar þjóðfélagi!
í Kvennalistanum fann ég í
fyrsta sinn hljómgrunn fyrir
mínar pólitísku skoðanir. Kon-
ur verða að komast inn þar sem
þær ákvarðanir eru teknar, sem
skipta máli og hafa afdrifarík
áhrif á líf fólks. Ekki bara líf
okkar, sem lifum í dag, heldur
einnig hinna ófæddu. Við verð-
um að skila næstu kynslóð betra
þjóðfélagi en við búum við í
dag.
Það er ekki gott þjóðfélag,
þar sem börn ráfa um svöng og
köld og karlmenn misþyrma
konum og börnum. Það er eitt-
hvað að. Talað er um góðæri,
velferðarríki, en er það svo?
Ungt fólk menntar sig til
starfa, sem það ætlar að helga
krafta sína, þegar námi lýkur.
Tökum kennara sem dæmi.
Byrjunarlaun þeirra eru um
40.000 þús. kr. á mánuði. Leiga
2—3 herbergja íbúð er 20 — 30
þúsund á mánuði. Þetta dæmi
gengur ekki upp. Það er hægt að
fá miklu hærri laun í einkafyr-
irtæki, t.d. við að tryggja bíla. Er
réttlátt að meta bíla meira en
börn? Við verðum að fá mennt-
að og fjölhæft fólk í uppeldis-
störfin til þess að koma börnum
okkar til þroska. Þau eru það
dýrmætasta sem við eigum. Þess
vegna segi ég við ykkur: Kynnið
ykkur stefnu og vinnubrögð
Kvennalistans. Konur, leggjum
orð í belg. Látum ekki karl-
mennina ráða öllu, verum með í
ráðum.
Konur, ég veit þið eruð flest-
ar ofhlaðnar störfum og eruð
þreyttar. Margar ykkar stunda
eitt til tvö launuð störf auk
heimilisstarfanna. Þar fyrir ut-
an umönnun aldraðra og sjúkra
foreldra, ættingja og vina, sem
dvelja á stofnunum eða í
heimahúsum. Við verðum að fá
vinnuframlag okkar metið, en
við verðum að átta okkur á því,
að það réttir okkur enginn neitt.
Við verðum að berjast fyrir því
sjálfar.
Hver ætli skýringin sé á því,
að þau störf, sem konur eru svo
fjölmennar í, eru svo illa laun-
uð, s.s. hjúkrunarstörf, uppeld-
isstörf, frystihúsavinna og mörg
fleiri sem upp mætti telja?
Það eru karlar, sem meta
störf okkar, það eru yfirleitt
karlar báðum megin við borðið,
þegar gerðir eru samningar um
kaup og kjör. Þetta getur ekki
gengið svona lengur. Við verð-
um að koma okkar sjónarmið-
um, lífsviðhorfum og reynslu að
við samningagerðir.
Hvað ber konan úr býtum,
sem vinnur við undirstöðuat-
vinnuveg þjóðarinnar, konan í
frystihúsinu? Hún vinnur á-
byrgðarmikið og krefjandi starf,
þar sem hvert handtak er vegið
og metið, en laun hennar eru
skammarlega lág.
Ég veit að þið hugsið margar:
„Ég get svo lítið gert, ég get ekki
haldið ræðu á fundum, ekki
látið rödd mína heyrast.“ En í
Kvennalistanum er hlustað á
allar. Þú þarft ekki að vera
þjálfuð í ræðumennsku eða
klædd í tískuföt. Það er hlustað
á innri rödd þína. Við getum
allar komið sjónarmiðum okkar
að í Kvennalistanum.
Konur! Flykkjumst um
Kvennalistann, leggjum af
mörkum. Látum draum okkar
um réttlátara þjóðfélag og betri
heim rætast.
Rósa Hallgrímsdóttir.
Sérverslun með
vandaðar snyrtivörur
Erum með verðtilboð
frá Rochas
V/SA
EUPOCAPD
Hárstudio Ingunnar
Holtabrún 1, Bolungarvík
SS1 7374
Opið:
Virka daga frá kl. 9.00 -18.00
Laugardaga frá kl. 9.00 -13.00
VERIÐ VELKOMIN!