Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 4

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 4
4 PILSAPYTUR Brot úr kvenkynssögu Sagnfræðingar á seinni hluta 19. aldar ætluðu sér þá dul að segja söguna nákvæmlega eins og hún gerðist. Sömu menn hik- uðu ekki við að skrifa kven- mannslausa mannkynssögu. Þrátt fyrir að talsvert hafi verið gert til þess að leiðrétta þessa skökku mynd, og saga formæðra okkar og samtíðarkvenna sé nú smám saman að koma í ljós, þá er enn langt í land að konur eigi sinn sess í mannkynssögunni. Því hefur saga kvenna verið rann- sökuð sérstaklega og skrifuð hef- ur verið nokkurs konar kven- kynssaga til þess að taka af mestu slagsíðuna. 1 framtíðinni hlýtur það hins vegar að vera krafa okkar allra að börnum verði kennd saga sem mismunar ekki kynjum. Sagnfræðingar nútfmans eru meðvitaðri en forverar þeiira um að söguritun hlýtur alltaf að snúast um val. Val á heimildum, val á því hvað telst markvert, val á því hvernig efnið er sett fram, á hvaða tíma sagan er skráð og hver skráir hana. Hafa konur alltaf verið áhrifalausar? Mannkynssagan er saga karla, valda þeirra og áhrifa en á vissum skeiðum sögunnar hafa konur engu að síður komist til áhrifa. Þekktasta dæmi um slfkt er hálf- akuryrkjustigið, en dærni um það er m.a. frá Krít á tímabilinu frá 2000-1500 f. Krist. Þá voru karl- mennirnir enn á veiðimannastigi að veiða bráð og færa björg í bú, en heirna voru konurnar farnar að rækta akra sína og þeirra ræktun vóg mun þyngra í búskapnum en veiði karlanna. Þetta færði kon- um völd og það sést á því m.a. að gyðjur voru tilbeðnar en ekki katikyns goð. Konur nutu virð- ingar og frelsis. Mýtan um sterku fornkonuna Islendingar hafa gjarnan stært sig af sjálfstæði fornkvenna sinna. Fáir Islendingar eru af- stöðulausir gagnvart konum eins og'Hallgerði langbrók og enn eru ferskar ritdeilur ufn eðli hennar og kvenfrelsi. Kenningar þær sem Helga Kress setur fram í bók sinni: Máttugar meyjar, vaipa nýju I jósi á þessa eldgömlu deilu. Þar heldur hún því fram að. kvennamenning hafi alltaf verið til staðar, ekki síst á söguöld á Greinarhöfundur, Anna Ólafsdóttir Björnsson. Það hefur lengi verið trú flestra að góð menntun vceri lykill kvenna að auknum áhrifum í samfélaginu, og vonandi mun sú verða raunin á endanum, þótt niargar konur séu orðnar langþreyttar á biðinni eftir að menntunin skili sér í launum. Islandi. Hún hafi hins vegar verið þögguð niður og því gerð ósýni- Ieg. Konur fornsagnanna hafi verið sterkar en ekki frjálsar. Sums staðar í sögunum verður hlutverk kvennanna sýnilegt og túlkun Helgu á Hallgerði í hlut- verki skáldskapargyðjunnar er ó- neitanlega nýstárleg. Þessari konu þurfti að þagga niður í, eins og fleiri konum, svo karlar gætu áfram stýrt sögunni og mótað hana. Konur á íslandi krefjast menntunar, frelsis og valda A Islandi örlar fyrst á hug- Ruth Chinamano þingkona í myndum um jafnan rétt kvenna og karla þegar sett voru lög unt jafnan erfðarétt dætra og sona, 1850. Sams konar réttarbót náðist fimm árum fyrr í Danmörku. Næstu viðburðir í réttindasögu kvenna á Islandi voru er Vil- helmína Lever kaus fyrst kvenna til bæjarstjórnar, á Akureyri 1863 og 1866. Árið 1882 fengu svo ekkjur og ógiftar konur eldri en 25 ára, sem áttu með sig sjálfar - eins og það var orðað - kosn- ingarétt til sveitarstjórna, sýslu- nefnda og sóknarnefnda. Umræða um réttindamál kvenna var að komast á skrið um þessar mundir. I byrjun voru það karlarnir sem fjölluðu um málin en árið 1887 flutti Bríet Bjarn- héðinsdóttir fyrst íslenskra kvenna opinbert erindi og fjallaði um réttindi og hag íslenskra kvenna. Það hefur lengi verið trú flestra að góð menntun væri lykill kvenna að auknum áhrifum í samfélaginu, og vonandi mun sú verða raunin á endanum, þótt margar konur séu orðnar lang- þreyttar á biðinni eftir að mennt- unin skili sér í launum. Stofnun Kvennaskólans í Reykjavík, 1874, var mikilvægur þáttur í kvenfrelsisbaráttu á síðari hluta 19. aldarinnar því með stofnun hans opnaðist konum í fyrsta sinn leið til framhaldsmenntunar. Áður hafði menntun stúlkna um- fram fermingarundirbúninginn verið háð vilja og efnahag for- eldra með fáeinum undantekn- ingum þó. Hausastaðaskóli, sein starfræktur var á árunum 1791 til 1812 fyrir félítil börn úr nær- liggjandi sýslum var ætlaður jafnt stúlkum sem piltum. Barnaskóli var stofnaður í Reykjavík 1830 Zimbabwe. og var einnig fyrir bæði kynin. Fljótlega voru stofnaðir fleiri kvennaskólar víða um landið. Menntaskólinn í Reykjavfk, var ekki opnaður stúlkum fyrr en árið 1904, en fyrsta stúlkan sern tók stúdentspróf hér á landi var Elín- borg Jakobsen, 1897, og tók hún prófið utan skóla. Pilsaþytur Helsta baráttumál kvenna hér á landi sem annars staðar varð tljótlega kosningaréttur og kjör- gengi allra kvenna til sveita- stjórna og alþingis. Samþykkt var árið 1907 að giftar konur í Reykjavfk og Hafnarfirði fengju rétt til að kjósa til sveitastjórna og tók samþykktin gildi 1908. Það sama ár buðu konur fram kvennalista til bæjarstjórnar í Reykjavík og unnu stórsigur. Þær fengu fjórar konur í bæjarstjórn, allar þær sem á listanum voru. Þetta var meðal annars var ort í tilefni sigursins. Kveðskapurinn er varla framúrskarandi en hefur ákveðna skírskotun við sögu seinni tíma: Pilsaþytur bersl um bœinn blær um kyrrlátt fólk. Prestóla Guðrún elur allt sitt atkvœðalið á mjólk. Sumum þykir feikna fas á fagrci kyninu. Lœknirinn sá hvar sýkin var og sendi þeim Katrínu. Bríet heitir borgarstjórinn, sem bœrinn á aðfá. Konurnar sem upp eru taldar hlutu kjör í bæjarstjórnina en þær voru Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. I kjöl- farið fylgdu kvennalistar á Seyð- isfirði 1910 og Akureyri 1911. Kosningarétturinn og ótti karlmanna Baráttan fyrir kosningarétti og kjörgengi til alþingis reyndist erfiðari. Miklar umræður áttu sér stað áður en loks var samþykkt að veita. konum kosningarétt og kjörgengi til alþingis. í upphafí var rétturinn bundinn við konur 40 ára og eldri. Meðal stuðnings- manna kosningaréttar kvenna var Hannes Hafstein en rótgrónar hugmyndir sumra þingmanna um hlutverþ kvenna komu einnig í Ijós. Jón Jónsson úr Norður- Múlasýslu sagði m.a. í þingræðu árið 1911: „Eg álít," að karlmenn

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.