Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 5

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi - 15.06.1995, Blaðsíða 5
PILSMTUR 5 Óþekkt fjölskylda nálægt síðustu aldamótum. Sagan segir okkur að barátta kvenna hafi skilað okkur bœttri menntun kvenna og auknum tœkifœrum til að velja sér lífsfarveg, og auk þess fjölgað konum í áhrifastöðum. Þetta hefur ekki gerst baráttulaust. Sagan kennir okkur ennfremur að ekki dugar minna en hugarfarsbylting til að breyta í raun stöðu kvenna. séu miklu færari um að gæta op- inberra starfa en konur. Konur eiga að vera mæður barna sinna og gæta húsmóðurstarfa á heim- ilinu.“ Baráttan gegn kosninga- rétti kvenna tók á sig ýmsar myndir, m.a. kom út kostuleg skáldsaga árið 1912 eftir St. Daníelsson. Hún tjallar dyggðir heimavinnandi kvenna og vonsku og ógæfu kven- frelsiskvenna sem stukku frá heimilum og fóru jafnvel í hreppsnefnd. 1 niðurlagi bókar- innar segir höfundur: „Með söguþáttum þessum hef ég bent á, hvernig fara muni, ef konur fara að losa sig út úr þeim verka- hring, sem þeim er markaður af náttúrunnar hendi, og þær hafa starfað í með heiðri og sóma í öllum siðuðum löndum síðan sögur hófust.“ Konur nýta kosningaréttinn • íslenskar konur nýttu sér kosningaréttinn við fyrsta tæki- færi og buðu fram kvemialista til alþingis árið 1922. Af listanum var kjörin ein kona, Ingibjörg H. .Bjarnason, en listinn hlaut 22.4 % atkvæða. Á þessum tíma höfðu verið numin úr gildi með stjórn- arskrárbreytingu þau aldursmörk sem konur sættu umfram karla samkvæmt upphaflegum lögum, 1915, en þau ntörk voru konum mikill þyrnir í augum. Ingibjörg sat á þingi til ársins 1930 en var þá komin til liðs við Ihaldsflokk- inn. Hún beitti sér meðal annars gegn því að mæður og börn yrðu aðskilin við hreppaflutninga og var í fjárveitinganefnd allan þann tíma sem hún sat á þingi. Kvennalisti sem boðinn var fram árið 1926 hlaut hins vegar ekki brautargengi, aðeins 3.5 % at- kvæða, en Ingibjörg var endur- kosin. I klóm öryggisins Nokkuð hefur verið reynt að skýra hvers vegna greina má lægð í baráttu kvenna eftir að helsta baráttumálið var í höfn, kosningarétturinn. Þetta gerðist .bæði hér á landi og annars staðar. Á næstu sex áratugum sátu 12 konur á alþingi’ Islendinga en hundrúð karlmanna. Margar skýringar eru án efa á þessu, en nefna má að á þessum árum varð það flokkakerfi til sem ríkt hefur með litlum breytingum lengst af öldina, og stéttir skipuðu fólki í flokka frekar en kynferði, jafnvel í því stéttlausa landi Islandi. Hlutskipti kvenna sem tóku þátt í stjórnmálum var ekki auðvelt, þær voru fáar og unnu oft í ó- vægnu umhverfi. Þó vegur kannski þyngst sú staðreynd að konur hösluðu sér sífellt meira völl á öðrum sviðum, og létu gott af sér leiða, en urðu um leið ó- sýnilegar að mestu. Konur á Is- landi beittu sér fyrir miklu þjóð- þrifamáli, byggingu Landspítalans, og óhætt er að fullyrða að bygging hans er þeim að þakka. Þegar að stjórn spítal- ans kom var konum hins vegar ekki hleypt að. Konur tóku mörg fleiri velferðarmál upp á arma sína en þau verk voru að mestu unnin \ kyrrþey og færðu konum hvorki völd né áhrif. Fáeinar konur ögruðu þó umhverfinu. Katrín Thoroddsen barðist fyrir kynfræðslu, getnaðarvörnum og frjálsum fóstureyðingum. Hún vakti einnig mikla athygli með fyrirlestri um frelsi í kynlífi kvenna, 1931. Kristín Olafsdóttir lauk fyrst íslenskra kvenna emb- ættisprófi í læknisfræði, 1917. Hún leitaði í smiðju anarkista er hún þýddi ævisögu Krapotíkns fursta, sem út kom árið 1942. Þessar tvær konur áttu því eitt- hvað sameiginlegt með kven- frelsiskonunni Emmu Goldman, sem boðaði anarkisma og frjálsar ástir vestan hafs. Konur fara að ókyrrast Víðast hvar á Vesturlöndum má greina svipaða þróun og á fs- landi, lægð í kvenfrelsisbaráttu eftir að kosningaréttur var feng- inn. Það er varla fyrr en á sjöunda áratugnum að konur fara að ó- kyrrast svo um munar. Þá verða miklar samfélagsbreytingar sem meðal annars fólu víða í sér stór- aukna þátttöku kvenna, giftra og ógiftra, á vinnuinarkaðinum. Á árunum 1960-1980 tjölgaði gift- um, útivinnandi konum á Islandi úr 20% í 80%. Árið 1961 voru samþykkt lög um launajafnrétti kvenna og karla, lög sem enn þann dag í dag eru þverbrotin. Á sama áratug færðu bættar getn- aðarvarnir konurn aukið frelsi til að ráða lífi sínu, ekki sísl barna- Ijölda. Síðast en ekki síst hefur sú uppsveifla sem varð í efnahags- lífi heim'sins, hagvöxtur aukinnar neyslu, verið talinn ástæða þess að konur fóru að leita réttar síns t auknum mæli. Kvenfrelsi þegar betur stendur á? . Oft hefur verið taíað um að kvenfrelsishreyfingar eigi ein- ungis auðvelt uppdráttar þegar vel árar í heimi hagvaxtarins. Sagan gerir hvort tveggja að staðfesta þetta og afsanna. Á uppsveifluárum 7. áratugarins var mikil gróska í ýmsum mann- réttindamálum og ruddi þá braut- ina fyrir kvenfrelsishreyfingar. Hér á landi varð Rauðsokka- hreyfingin til 1. maí 1970 er konur fóru í mikla kröfugöngu í Reykjavík til þess að leggja á- herslu á baráttumál sín. Sam- svarandi hreyfingar var að finna í flestum nágrannalöndunum. Á- framhaldandi hagvöxtur, þótt með sveiflum væri, var á næstu árum, og í upphafi kvennaára- tugarS.Þ. 1975 héldu konuráfs- landi kvennafrídag sem vakti heimsathygli. Sama ár voru sam- þykkt lög um þriggja mánaða fæðingarorlof mæðra og árið eftir jafnréttislög. Konur verða sýniiegar Árið 1980 var Vigdís Finn- bogadóttir kjörin forseti Islands en önnur formleg völd voru enn kvenna lítil og þátttaka í sveita- stjórnum og á alþingi ótrúlega rýr, 6% í sveitastjórnum og 5% á alþingi. Annars staðar á Norður- iöndum vegnaði konum mun betur en á Islandi og hlutfall kvenna á þjóðþingum og í sveitastjórnum var frá 20 upp í 35 %. Islenskarkonurgripu til þeirra ráða að endurtaka söguna og buðu fram kvennalista til sveita- stjórna fyrst 1982 og til alþingis 1983. Æ síðan hafa konur átt fulltrúa af kvennalistum í sveita- stjórnum og á alþingi, en upp- sveifla Kvennalistans var mest í alþingiskosningum 1987 og 1991. Bein og óbein áhrif kvennalistanna eru gífurleg, þrátt fyrir að á móti hafi blásið í sein- ustu kosningum. Með tilkomu Kvennalistans hefur hlutur kvenna í sveitastjórnum vaxið úr 6% í 25% í sveitastjórnum á rúmum áratug og úr 5% í 25% á alþingi. Kvennalistakona er borgarstjóri í Reykjavík. Þrýst- ingur Kvennalistans vóg þungt þegar fæðingarorlof var lengt úr þremur mánuðum í sex og barátta Kvennalistakvenna, innan þings og utan, gegn otbeldi hel'ur skilað verulegum árangri. Áherslur Kvennalistans á umhverfismál, launamál kvenna, smáiðnað og ferðaþjónustu eru nú orðnar í orði að minnsta kosti, áherslur annarra flokka. Kjarabaráttan er eftir Það er svartur blettur á flestum vestrænum samfélögum, hve launamunur kynja er enn mikill. Konur hafa að jafnaði aðeins um 60- 70% af launum karla. Margar ástæður eru fyrir þessu en því miður hefur skuldinni stundum verið skellt á kvennahreyfingar,

x

Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans í Vestfjarðakjördæmi
https://timarit.is/publication/1230

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.