Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna - 01.03.1930, Page 7
-7-
3. -umræðuefni frá Danmörk var: "Aðstaða
hjúkrunarkvenna viðvíkjandi lögákvæðishreyf-
ingunni innan sjúkrahúsanna". Frk. Munck
ha.fð'’ framsögu og flestar fundarkonur tóku
til máls.
Mánudagskvöldið var notað til að fara til
Testrup lýðháskóla. Farið var af stað kl. 5
e. m. Skólastofurnar ásamt bústöðum og samkomi.
sölum nemanna voru skoðuð. Nemarnir voru látr
ir leggja umbúðir og búa um sjúkrasængur.
Því næst var kenslustund og nokkrir nemar yf-
irheyrðir, og að siðustu sýndu Þeir leikfimi
og útileiki. Eftir að kvöldverðar hafði ver-
ið neytt, landir söng og ræðuhöldum,var hald-
ið frá Testrup kl. 10 að kvöldi.
Þegar fundur byrjaði aftur á Þriðjudaginn
var, að gefnu tilefni, tekin til umræðu að-
staða varafulltrúanna, Þegar Þeir væri ekki
i stað aðalfulltrúanna. Að loknum umræðum
ákvað nefndin að varafulltrúar hefðu ekki að-
eins tillögurjett, heldur skyldu frumvcrp
frá Þeim vera jafn rjetthá frumvörpum aðal-
fulltrúanna. Sömuleiðis var ákveðið, að gll-
um nýjum eða sjerstæðum frumvörpum, sjer-
staklega Þeim, sem væru mjög Þýðingarmikil,
skyldi visað til undirbúnings stjórnarinnar
áður en tekin væri endanleg ákvörðun um Þa.u.
Frk. Helmi Dahlström og frk. Lyyli Swan byrj-
uðu siðan umræður um: "Kensluaðferðir við
hjúkrunarstarfið", a) "Hvaða kröfur má gera
til deildarhjúkrunarkvenna, sem hafa á hendi
kenslu hjúkrunamema" ?- Eftir nokkrar umræð-
ur var seinni hlutinn tekinn til meðferðar:
b) "Eru framhaldsnámskeiðin, eins og Þau eru
nú, fullnægjanöi viðvikjandi Þessu?'*. Umiæð-
ur um Þetta málefni hófust með Þvi, að frk.
Dahlstrcm las upp framsöguræðu skrifaða eft-
ir frk. Rachel Edgren. Málalokin urðu Þau,að
ákveðið var að taka Þessi efni til frekari
meðferðar á næsta norrasna hjúkrunarkvenna-
Þingi.
Systir Bertha Sönberg hafði framsögu í
næsta málefni: "Skiljum við hina. yngri kyn-
slóð hjúkrunarkvenna, og hvernig getoom við
orðið við kröfum Þeirra viðvíkjandi ýmsu fyr-
irkomulagi Þeirra?". 1 sambandi við mál Þetta
og umræður Þær, er út af Því urðu,ákvað sam-
■'/innunefndin að senda bókasöfnum hjúkrunar-
kvennaskólanna "Nordiske Sange" ásamt al-
Þjóða Þingskýrslum, sömuleiðis að
endur skólanna að að útskýra vel við kensluna
sögulega framÞróun sjúkrahjúkrunarinnar og
hjúkrunarkvennastjettarinnar fram til vorra
daga. 0g vekja jafnframt eftirtekt á Þvi,hve
hjúkrunarkvennaf jelög hverrar Þjóðar hafa
tekið mikinn Þátt i Þessu og Þar af leiðandi
verið áhrifarik á Þessu sviði.
Systir Bertha Mueller hafði framsögu og
systir Bertha Wellin útskýrði nánar eftir-
farandi mál: "Hvemig verður spumingunni
um byggingu og útbúnað (inventar) sjúkra-
húsa best svaraö, með tilliti til námsins?-
Á hvaða timabili er best að veita tilsögn
i sliku?" Eftir talsverðar umræður var á-
_ kveðið að láta. málefni Þetta biðar frekari
_ ákveðinnar úrlausnar.
Systir Bettha Wellin flutti stutt er-
indi um sænsku geðveikralögin frá 1929
Opinberi fundurinn.
Þriðjudaginn 29. ágúst var haldinn opin-
ber fundur i sönghöllinni, Þa.r var saman-
komið um 400 manns.
Frk. Munck bauð gestina velkomna og
lýsti yfir ánægju, fyrir hönd D. 3. R. yfir
Þvi hve margir hefðu getað Þáð boð Þess.
Frk. Munck gerði grein fyrir efni Þvi,
er valið hafði verið til fyrirlestra. á
Þessiom fundi, sem var: "Vjer og starf vorti'
Frú Sigriður Eiriksdóttir frá íslandi
var Þvi næst veitt orðið, og talaði hún um:
"Starf og manngildi". Svo talaði frú Lack-
ström frá Finnlandi, um: "Hju'runarkonan
sem uppeldisfræðingur". Systir Bergljot
Larsson frá Noregi, um: "Þol og trúmenska
i starfinuj Siðan systir Bertha Wellin,frá
SviÞjóð, \om: "St^rfum við mennirnir til a.ð
lifa, eða lifum við til að sta.rfa?"’.
Frk. Munck sleit fundinum með Þvi að
Þakka ayrirLesurunum mjög vel fyrir erind-
in, og ljet hún i ljósi ánægju sina yfir
Þvi, aö háleitar hugsjónir skipi altaf önd-
vegi hjá hjúkrunarkonum.
Miðvikudaginn,byrjuðu fundir að morgni
með Þvi að systir Bergljot Larsson hóf
máls á a.-lið 1. norska umræðuefnisins: "Al-
Þjóðahjúkrunarkvennasambandið og Þýöing
Þess fyrir framÞróun hjúkrunarinnar á Norð-
urlöndum". Frk. Munck las upp brjef frá
danskri hjúkrunarkonu, sem tekið hafið
Þátt i alÞjóðaÞinginu i Montreal og fjall-
aði um mál Þetta. Að Því loknu urðu fjörug-
ar umræður. Þvi næst talaði systir Bergljot
Larsson um b-lið- sama efnis: "G-etur, eða
á Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum,
Þjóðlegum málefnum?" Um Það urðu fjörugar
umræður. Á fundi um eftirmiðdaginn gerði
frk. Munck grein fyrir gerðum stjórnarinn-
ar viðvíkjandi styrkveiting’am Þeim,er henni
hafði verið falið að undirbúa.. Stjómin
lagði til, að 3 styrkir, 150 kr. hver,væru
veittir hverju fjelagi í Danmörku, Noregi
eggja. stjóri-að mynda sameiginlegaafctöðu gagnvart al-