Fréttablaðið - 03.04.2017, Blaðsíða 2
H V Í T T S Ú K K U L A Ð I E G G
Falafel og hummus í fermingarveislunni
Fermingarbarnið Áróra Elí Vigdísardóttir stendur yfir veisluborði sem svignar undan sýrlenskum kræsingum. Í stað þess að bjóða upp á hinn hefðbundna
heita brauðrétt og kransaköku ákvað Áróra, í samráði við móður sína, að fá sýrlenska flóttamenn til að bjóða upp á veitingar frá þeirra heimalandi. Hug-
myndin kviknaði þegar mæðgurnar stóðu vaktina í Ráðhúsi Reykjavíkur á gamlárskvöld þar sem eldað var fyrir flóttamenn hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Veður
Sunnan strekkingur og vætusamt, en
suðvestlægari um landið vestanvert
fyrir hádegi og kólnar með slyddu og
síðar éljum. Þurrt og milt austantil
fram á kvöld. sjá síðu 18
sAMFÉLAG Jón Þór Ólafsson, þing-
maður Pírata, segir að það væri
óeðlilegt ef starf hans myndi skerða
rétt maka síns til búsetu á stúdenta-
görðum.
Sem kunnugt er náði Jón Þór
kjöri sem þingmaður í alþingis-
kosningunum 2013 en sagði af sér
þingmennsku þegar kjörtímabilið
var hálfnað. Eftir að hann hætti á
þingi komst kona hans inn á stúd-
entagarða en hún stundar nám við
Háskóla Íslands.
„Það er konan mín sem leigir
íbúðina en ekki ég. Það er hluti af
hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð
og ekki hægt að spyrða það við
manninn hennar,“ segir Jón Þór. Á
kjördag síðasta haust kvað kjararáð
upp úrskurð um kjör þingmanna en
laun þeirra eru rúmlega 1,1 milljón
króna. Jón Þór er þriðji varaforseti
Alþingis og nýtur því 15 prósenta
álags á þingfararkaupið. Hann er því
með rúmlega 1,26 milljónir í laun.
„Eftir að ég komst á þing aftur
vorum við ekkert að spá í því að
róta upp fjölskyldunni. Ég veit ekki
einu sinni hvað ég ætla að vera
lengi á þingi,“ segir Jón Þór. „Þetta
er hennar réttur og í raun partur af
stærri umræðu. Eiga réttindi fólks
að tengjast eða skerðast út af maka
þínum? Fólk verður að geta verið
sjálfstætt þótt það eigi maka.“
„Tekjur maka eru ekki teknar með
í reikninginn eins og úthlutunar-
reglurnar eru núna,“ segir Rebekka
Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi
Félagsstofnunar stúdenta (FS). Hún
segir að ákvarðanir um breytingar á
úthlutunarreglunum séu teknar af
stjórn FS. Við þá vinnu sé haft samráð
við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ).
Með milljón á mánuði
en býr á Görðunum
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans
stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir
króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum.
Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra
stund eftir því að fá íbúð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Röskva vann stórsigur í kosning-
unum til Stúdentaráðs í upphafi
febrúar en nýtt ráð tók við á dög-
unum. Fyrsti fundur ráðsins eftir
skiptafund er á dagskránni næsta
þriðjudag.
„Þetta er komið inn á borð til
okkar í Stúdentaráði og verður til
umræðu á næstu fundum ráðsins,“
segir Ási Þórðarson, varaformaður
SHÍ. „Við munum m.a. fá erindi frá
FS um úthlutunarreglurnar og ráðið
mun taka það til umræðu hvort, og
þá að hvaða leyti, tilefni sé til breyt-
inga á þeim.“ johannoli@frettabladid.is
Þetta er hennar
réttur og í raun
partur af stærri umræðu.
Eiga réttindi fólks að tengjast
eða skerðast út af maka
þínum?
Jón Þór Ólafsson,
þingmaður Pírata
byGGðAMáL Viðræður fulltrúa Akra-
nesbæjar, HB Granda og Faxaflóa-
hafna hefjast formlega í vikunni,
hafa aðilar sæst á. Þá hefst vinna við
að greina það hvort landvinnslu HB
Granda verður haldið áfram á Akra-
nesi á grundvelli bættrar aðstöðu á
staðnum fyrir fjölbreyttan rekstur
fyrirtækisins.
Stórum spurningum þarf að svara.
Ein er sú hvaða breytingar verða á
landvinnslu HB Granda í Reykjavík
verði af uppbyggingu á Akranesi.
Eins og staðan er í dag getur fyrir-
tækið unnið allan sinn fisk í Reykja-
vík, en ekki á Akranesi.
Eins er spurt hvaða útgerðarform
HB Grandi hafi í huga til lengri
framtíðar. Fyrir aðeins þremur
árum ætlaði fyrirtækið að leggja
sérstaka áherslu á landvinnsluna,
en draga úr vægi sjófrystingar.
Fyrirtækið tilkynnti á fimmtu-
dag að það ætlaði að setja smíði nýs
frystitogara í útboð. Skipið er stórt
– hefur lestarrými fyrir um þúsund
tonn af frystum afurðum. Gert er ráð
fyrir að ákvörðun um smíðina liggi
fyrir í byrjun maí og smíðinni ljúki
í árslok 2019. HB Grandi gerir nú út
þrjá frystitogara sem eru byggðir á
árunum 1988-1992. – shá
Hefja
viðræður
í vikunni
Vinnslu á Akranesi verður hætt að
óbreyttu. FRÉTTABLAÐIÐ/EyþóR
sLys Betur fór en á horfðist þegar
rúta með 45 breska unglinga innan-
borðs endaði utan vegar á Þingvalla-
vegi.
Slysið átt sér stað skömmu fyrir
klukkan fjögur síðdegis í gær. Til-
kynning um slysið barst lögreglu
stuttu síðar.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
sluppu allir farþegar ómeiddir eða í
mesta lagi með minniháttar eymsl.
Enginn var fluttur á sjúkrahús vegna
atviksins.
Mesta vinnan fólst í að koma rút-
unni á réttan kjöl en hún hafnaði á
hliðinni. Voru farþegar því innilok-
aðir í bílnum þar sem ekki var unnt
að opna dyr rútunnar. Skemmdir á
bílnum voru minniháttar.
Þ e g a r r ú t a n h a f ð i ve r i ð
tæmd kom annar langferðabíll
á slysstað og flutti fólkið áfram á
leiðarenda. – jóe
Langferðabíll út
af á Þingvöllum
3 . A p r í L 2 0 1 7 M á N u D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð
0
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
6
-F
9
D
0
1
C
9
6
-F
8
9
4
1
C
9
6
-F
7
5
8
1
C
9
6
-F
6
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K