Fréttablaðið - 03.04.2017, Blaðsíða 4
Heilbrigðismál Hugrenningatengsl
almennings við Klepp eru of nei-
kvæð og mikilvægt að hætta notkun
nafnsins. Hugmyndir almennings
um Klepp eru litaðar af Englum
alheimsins sem er kennd í grunn-
skólum landsins og er dragbítur á
starf stofnunarinnar.
„Að skipta út nafninu er einn
þeirra hluta sem þarf að gera til að
leysa þau hugrenningatengsl sem
eru til í samfélaginu gagnvart stofn-
uninni,“ segir Manda Jónsdóttir,
deildarstjóri á sérhæfðri endur-
hæfingargeðdeild Landspítala, öðru
nafni Kleppsspítala.
Hún nefnir að orðið hafi verið
notað lengi í neikvæðri merkingu
og sjúklingar upplifa Klepp eins
og endastöð þar sem bati sé mjög
ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt
önnur, hér er meðallengd innlagnar
í kringum þrjá til sex mánuði og
meðalaldur sjúklinga ekki nema 24
ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir
Manda. „Margir telja þetta vera hæli
þar sem allir eru vistmenn og dæmi
eru um að sjúklingar afþakki endur-
hæfingarinnlögn til okkar vegna
hræðslunnar við að vera „klepp-
arar“.“
Hún ræddi stöðu Kleppsspítala
á ráðstefnu um geðheilbrigðismál
í gær. Yfirskrift málþingsins var
„Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“.
Manda telur þetta orðalag óheppi-
legt. „Við myndum aldrei halda ráð-
stefnu um fötlun með yfirskriftinni
að við værum öll þroskaheft á sam-
býli til að mynda.“
Ein frægasta sagan um Klepps-
spítala er skáldsaga Einars Más
Guðmundssonar, Englar alheims-
ins. Manda telur bókina gera starfið
hennar mun erfiðara. „Bókin er
kennd öllum grunnskólabörnum og
býr til neikvæð hugrenningatengsl
þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég
er mjög hrifin af bókinni en hún er
dragbítur á mitt starf,“ segir Manda
en gamlar og úreltar lækningaað-
ferðir eru viðhafðar í skáldsögunni.
„Við myndum aldrei kenna skáld-
sögu um eldgamlar sykursýkislækn-
ingar þar sem allir missa útlimi vit-
andi að fjölmargir nemendur myndu
fá sykursýki seinna á ævinni.“
Hún telur rétt að íhuga það að
breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn
gæti verið Landspítalinn við Elliðaár-
vog. sveinn@frettabladid.is
Vill losna við Klepps-nafnið
Dæmi eru um að sjúklingar neiti að leggjast inn á Klepp vegna þeirra hugrenningatengsla að um gamaldags
geðveikrahæli sé að ræða. Deildarstjóri endurhæfingardeildar spítalans vill skoða möguleikann á að breyta
nafninu. Öll börn landsins lesa Engla alheimsins í grunnskóla og drekka í sig bjagaða mynd af stofnuninni.
samfélag Skuldavandi Langholts-
kirkju varð til þess að Árna Heiðari
Karlssyni, organista í Langholtskirkju,
var sagt upp störfum. Áformað er að
gera breytingar á tónlistarstörfum
kirkjunnar. „Þar eru rekstrarlegar
ástæður að baki,“ segir Jóhanna Gísla-
dóttir, settur sóknarprestur. Hún segir
engar ákvarðanir hafa verið teknar
um framtíðarlausn en það sé verkefni
sóknarnefndar að móta þá lausn.
Fréttablaðið hefur áður fjallað
um skuldavanda kirkjunnar, sem
er vegna orgelkaupa og viðgerða á
kirkjunni. Skuldirnar eru frá því um
síðustu aldamót og árið 2013 sagði
Björg Dan Róbertsdóttir, formaður
sóknarnefndarinnar, frá því að þær
væru yfir 100 milljónir króna. Söfn-
uðurinn fékk lánað með veði í safn-
aðarheimilinu, en ekki er heimilt að
veðsetja kirkjuna sjálfa.
Björg vildi lítið tjá sig um skulda-
stöðuna þegar Fréttablaðið náði tali af
henni. Ég sé ekki að ég ætli að fara að
útskýra það fyrir blaðamanni,“ sagði
Björg. „Við erum í samningaviðræðum
við bankann eins og stendur og ég
ætla ekki að tjá mig um það núna. Það
er ekki komin lausn á því,“ segir Björg.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins kom uppsögn Árna Heiðars
kór Langholtskirkju í opna skjöldu.
Honum var ekki gert að vinna upp-
sagnarfrest sinn. Jóhanna segir þó
að árlegir vortónleikar kórsins fari
fram samkvæmt áætlun. Garðar
Cortes mun stýra kórnum á vortón-
leikum. - jhh
Organistinn í Langholtskirkju rekinn vegna mikils rekstrarvanda
Manda Jónsdóttir , deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Fréttablaðið/Ernir
Skuldir langholtskirkju hafa verið að
sliga söfnuðinn. Fréttablaðið/GVa
Að skipta út nafn-
inu er einn þeirra
hluta sem þarf að gera til að
leysa þau hugrenningatengsl
sem eru til í samfélaginu
gagnvart stofnuninni.
Manda Jónsdóttir deildarstjóri
Við erum í samn-
ingaviðræðum við
bankann eins og stendur og
ég ætla ekki að tjá mig um
það núna.
Björg Dan
Róbertsdóttir
umHverfismál Veiði- og stang-
veiðifélög við Eyjafjörð, átta talsins,
mótmæla harðlega áætlun Arnarlax
um framleiðslu á 10.000 tonnum af
frjóum eldislaxi af norsku kyni í Eyja-
firði, en Arnarlax gaf nýlega út drög
tillögu að matsáætlun sjókvíaeldis
í firðinum. Nái hún fram að ganga
gætu orðið að jafnaði fimm milljónir
frjórra laxa í sjókvíum í Eyjafirði.
Augljós hætta stafar af slíku eldi
fyrir veiðiár í Eyjafirði sem og nátt-
úruna í heild, segir í tilkynningu
félaganna.
Þar segir jafnframt að viðurkennt
sé að einn lax sleppi fyrir hvert tonn
af laxi sem framleitt er. Samkvæmt
því munu um 10.000 laxar sleppa úr
kvíum Arnarlax í Eyjafirði á hverju ári
sem er tíu til tuttugufalt fleiri laxar en
ganga í Fnjóská á hverju ári. Líkurnar
á því að laxastofninn í Fnjóská þoli
slíkt álag frá framandi stofni eru
engar. „Þá stefnir þetta eldi einnig
öðrum ám í verulega hættu. Má þar
nefna Laxá í Aðaldal, Skjálfandafljót,
Fljótaá, Blöndu, Vatnsdalsá og Víði-
dalsá.“
Veiði- og stangveiðifélögin í Eyja-
firði hvetja stjórnvöld til að hafna
þessum áformum. Jafnframt hvetja
þau sveitarfélög, veiðifélög, smá-
bátasjómenn, veiðimenn og nátt-
úruunnendur til að mótmæla þessum
áformum á öllum stigum.
„Fram undan er hörð barátta til
verndar náttúrunni í Eyjafirði,“ segir
í niðurlagi tilkynningarinnar. - shá
Veiðifélög
fordæma
fiskeldisáform
Eyjafjarðará fóstrar einstakan stofn
bleikju – honum er sögð stafa hætta
af laxeldi. Mynd/StEFánJónHaFStEin
3 . a p r í l 2 0 1 7 m á N u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
7
-0
D
9
0
1
C
9
7
-0
C
5
4
1
C
9
7
-0
B
1
8
1
C
9
7
-0
9
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K