Fréttablaðið - 03.04.2017, Side 12
Valsmenn fagna hér sigri á serbneska félaginu Sloga á Hlliðarenda og þar með sæti í undanúrslitum í Áskorendakeppni Evrópu þar sem Valur mætir liði Turda frá Rúmeníu. FRéTTablaðið/andRi MaRinó
Valur
1979-80
Evrópukeppni
meistaraliða
Tap í úrslitaleik
Slógu út lið frá
Englandi, Svíþjóð
og Spáni.
Þróttur
1981-82
Evrópukeppni
bikarhafa
Undanúrslit
Slógu út lið frá
noregi, Hollandi
og Ítalíu.
FH
1984-85
Evrópukeppni
meistaraliða
Undanúrslit
Slógu út lið frá
noregi, Ungverja-
landi og Hollandi.
Víkingur
1984-85
Evrópukeppni
bikarhafa
Undanúrslit
Slógu út lið frá
Spáni og
Júgóslavíu.
Haukar
2000-01
EHF-bikarinn
Slógu út tvö lið
frá noregi og eitt frá
Portúgal.
ÍBV
2003-04
Áskorendakeppni
kvenna
Slógu út lið frá
búlgaríu, Frakklandi
og Króatíu.
Valur
2005-06
Áskorendakeppni
kvenna
Slógu út lið frá
Grikklandi og Sviss.
Valur
2016-17
Áskorendakeppni
karla
Slógu út lið frá
noregi, Svartfjalla-
landi og Serbíu.
íslensk lið í
undanúrslit
í Evrópu
8
HandBolti Serbneska liðið HC
Sloga Pozega bættist um helgina
í hóp með norska liðinu Haslum
og Svartfellingunum í RK Partizan
1949. Engu þessara liða hefur tekist
að enda Evrópuævintýri Valsmanna
í vetur. Valsmenn fylgdu eftir 30-27
sigri í fyrri leiknum gegn Sloga með
29-26 sigri á Hlíðarenda á laugar-
dagskvöldið. Valsliðið vann því
örugglega 59-53 samanlagt.
„Okkur hentar vel að vera í svona
úrslitaleikjum alltaf, við sýndum
það í bikarkeppninni og ég vona að
þessi reynsla muni nýtast okkur vel
í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“
sagði Anton Rúnarsson, leikmaður
Vals við íþróttadeild 365 eftir leik-
inn en nú þarf HSÍ að stilla upp
úrslitakeppninni í kringum undan-
úrslitaleiki Valsliðsins. Það er þétt
dagskrá fram undan hjá Val.
„Þetta er mikið afrek fyrir strák-
ana, félagið og handboltann á
Íslandi og það geta allir verið stolt-
ir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson,
annar þjálfari Vals, glaður í leikslok,
og bætti við:
„Við erum með ansi laskað lið og
það eru margir leikir fram undan ef
við komust alla leið í úrslitin. Það
verður mikill hausverkur að púsla
þessu saman.“ Valur mætir Turda
frá Rúmeníu í undanúrslitum.
Upplifa allan balkanskagann
„Það verður glæsilegt að upplifa
allan Balkanskagann, ég er búinn að
fara til Serbíu, Svartfjallalands og er
á leiðinni til Makedóníu með lands-
liðinu. Ég fer að fara að tala tungu-
málið og er öllum hnútum kunnug-
ur í tískunni og tónlistinni þarna,“
sagði Óskar léttur við Íþróttadeild
365 í leikslok.
Valsmenn komust fyrstir íslenska
handboltaliða í undanúrslit í
Evrópukeppni fyrir 37 árum og á
laugardaginn eignaðist Hlíðarenda-
liðið sitt þriðja lið sem kemst alla
leið í undanúrslit í Evrópu. Ekkert
annað lið á fleiri en eitt undanúr-
slitalið í sögu Evrópukeppnanna.
Ellefu ár voru liðin frá því að
íslensk lið komst í undanúrslitin í
Evrópukeppni og það voru alls liðin
sextán ár síðan Ísland átti karlalið
svo seint í keppninni.
Valur með tvö síðustu liðin
Kvennalið Vals og ÍBV áttu
stærstu Evrópuævintýrin frá því að
karlalið Hauka fór alla leið í und-
anúrslitin í EHF-bikarnum vorið
2001. Valskonur fóru svo langt í
Áskorendakeppninni 2006 eftir
sigur á svissneska liðinu Brühl í átta
liða úrslitum. Valsliðið féll út á móti
rúmensku liði í undanúrslitunum.
Tveimur árum fyrr fóru Eyjakonur
jafnlangt í sömu keppni eftir sigur
á króatísku liði í átta liða úrslitum.
ÍBV datt síðan út í undanúrslitunum
á móti verðandi meisturum Nürn-
berg frá Þýskalandi.
Haukarnir voru fyrir árangur
Valsmanna um helgina eina karla-
liðið sem hafði komið í undanúr-
slit í Evrópu á síðustu þremur ára-
tugum. Haukarnir duttu þá út fyrir
Metković Jambo frá Króatíu í und-
anúrslitunum 2001 en landar þeirra
hjá Magdeburg, Alfreð Gíslason og
Ólafur Stefánsson, hefndu fyrir það
tap með því að vinna Króatana.
Tvö í undanúrslitum vorið 1985
Gullöld íslenskra liða í Evrópu-
keppninni var þó örugglega 1984-85
tímabilið þegar bæði FH (meistara-
liða) og Víkingur (bikarhafa) kom-
ust í undanúrslit. FH-ingar áttu þar
enga möguleika í verðandi meistara
Metaloplastika sem voru langbestir
í Evrópu á þessum tíma. Víkingar
duttu út þrátt fyrir 20-13 sigur á
Barcelona í heimaleiknum eftir
ótrúlegan dómaraskandal í seinni
leiknum á Spáni sem Börsungar
unnu 22-12. Barcelona vann síðan
úrslitaleikinn á svipaðan hátt.
Þróttarar náðu einnig einstökum
árangri 1981-82 tímabilið þegar þeir
fóru alla leið í undanúrslit Evrópu-
keppninnar í fyrstu tilraun sinni við
Evrópukeppni.
aðeins eitt lið í úrslitaleik
Valsmenn fóru alla leið í úrslita-
leikinn vorið 1980 og það lið er
enn þann dag í dag eina íslenska
liðið sem hefur spilað til úrslita
um Evrópumeistaratitilinn. Vals-
menn slógu þá spænska liðið Atlé-
tico Madrid út úr undanúrslitum
en steinlágu fyrir Grosswallstadt í
úrslitaleiknum. Nú verður spenn-
andi að sjá hvort annað Valslið
komist í úrslitaleik í Evrópukeppni.
Eftir tæpa fjóra áratugi er kominn
tími á að fá nýtt lið í klúbbinn. ooj@
frettabladid.is
Lengsta Evrópuævintýrið í ellefu ár
Valur á þrjú af átta liðum sem hafa komist í undanúrslit Evrópukeppninnar en karlalið Vals bættist í hópinn um helgina þegar Hlíðar-
endaliðið sló út serbneska liðið HC Sloga Pozega um helgina. Það verður því nóg af stórleikjum hjá Valsmönnum á næstu vikum.
Þetta er mikið afrek
fyrir strákana,
félagið og handboltann á
Íslandi.
Óskar Bjarni Óskarsson
3 . a p r Í l 2 0 1 7 M Á n U d a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a B l a ð i ð
sport
0
3
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
7
-0
3
B
0
1
C
9
7
-0
2
7
4
1
C
9
7
-0
1
3
8
1
C
9
6
-F
F
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K