Kvennalistinn - 01.01.1987, Síða 2

Kvennalistinn - 01.01.1987, Síða 2
ÚTGEFANDI: Samtök um Kvennalista á Vesturlandi Ábyrgö: Birna G. Konráösdóttir Sigríður Baldursdóttir Sigríður Pétursdóttir Snjólaug Guðmundsdóttir Svava S. Guðmundsdóttir Þóra K. Magnúsdóttir Setning og prentun: Prentborg, Borgarnesi Hugleiðingar um byggðamál Vandamál dreifbýlis eru sífellt að aukast og mörg Evrópulönd eru að fást við sama vandann. Ev- rópuráðið hefur helgað árin 1987 og 1988 baráttu fyrir landsbyggðinni. Umræða um byggðamál er ekki ný og ekki séríslenskt fyrirbrigði. Vandamál dreyf- býlis eru sífellt að aukast og mörg Evrópulönd eru að fást við sama vandann. Evrópuráðið hefur helgað árin 1987 og 1988 baráttu fyrir landsbyggðinni. Á öllum Norðurlöndunum fer nú fram lífleg umræða um byggðamál. Konur hafa töluvert látið til sín taka í þessum umræðum. Haldnar hafa verið ráðstefnur þar sem konur hafa rætt byggðamálin út frá sínum íorsendum, skipst á hugmynd- um og reynslu. Undirrituð átti þess kost að sitja eina slíka ráðstefnu í Svíþjóð s.l. haust. Þar voru samankomnar konur frá öllum Norðurlöndunum. Þær lýstu ýmsum verkefnum sem þær höfðu verið að vinna að í sínum byggðarlögum. Mörg þessara verkefna byggðu á menntun og reynslu kvenna í gömlum og þjóðlegum vinnu- brögðum. Önnur miðuðu að því að kenna konum nýjar atvinnugreinar. Við fengum lýsingar á ótal fyrirtækjum sem stofnuð hefðu verið af konum úti á landsbyggðinni til að skapa sér atvinnu og lífsskilyrði. Einnig var sagt frá samtökum fólks um að bjarga heimabyggð sinni frá því að leggjast í eyði. Öll þessi dæmi sýna að margt er hægt að gera ef samstaða næst og frum- kvæðið kemur frá þeim sem í vandanum stendur. Ein þjóð býr í landinu. Þegar rætt er um byggðamál Sigrún Jóhannesdóttir. Konur! Notum vel síðara baráttuárið og sínum kosti landsbyggðarinnar. Eyðum ókostunum. á íslandi þá er verið að ræða hagsmuni þjóðarinnar allrar. Ekki bara veraldlega hags- muni heldur einnig andlega. Við verðum að líta á ísland allt sem þjóðarlíkamann þar sem hvert byggðarlag varðveitir hluta af þjóðarsálinni. Um leið og byggðarlag fer i eyði deyr hluti af þjóðarsálinni. Við getum litið á höfuðborgina sem hjarta þjóðarlíkamans og við vitum hvernig fer fyrir því hjarta þar sem æðar líkamans hafa stíflast eða eyðilagst, það stækkar og bilar síðan með sorglegum afleiðingum. Náttúrulögmál eða pólitík? Ég reikna ekki með að nokkrum íslendingi þyki það í alvöru eftirsóknarvert að allir landsmenn búi á höfuðborgar- svæðinu. Þó sýnist vera ákveðin þróun í þá átt. Mannfjöldatölur sýna okkur að ár frá ári fækkar fólki í byggðarlögum út um landið en fjöglar að sama skapi á höfðuborgarsvæðinu. Ef svo heldur fram sem horfir er útlit fyrir að íslenska þjóðin safnist að lokum mestöll saman á suðvesturhorninu og hveráþá að næra þjóðarlíkamann og viðhalda fjölbreytni þjóðar- sálarinnar. Þessi þróun erekki náttúrulögmál heldur manna- setningar, með öðrum orðum pólitík. Við á landsbyggðinni höfum í mörgum málum afsalað okkur yfirráðum til stjórn- kerfisins syðra. Þar er svo málum oft stjórnað með litlum skilningi á mismunandi að- stæðum landsbyggðarinnar. Afleiðingin er sú að oft eru mikilvægar ákvarðanir sem varða byggðarlögin teknar af mönnum sem eru víðs fjarri og oft lítið inni í málefnum viðkomandi byggðarlags. Þessari þróun þarf að snúa við. Við verðum að hafa meiri áhrif á eigin málefni og fá þannig aukna sjálfsvirðingu Við þurfum að nota vel þetta síðara baráttuár landsbyggð- arinnar og sýna fram á kosti hennar, sem eru fjölmargir og við verðum aðstarfa þannig að við eyðum ókostunum sem einnig eru fjölmargir. Hlutverk kvenna í lands- byggðaþróun. í baráttu þeirri sem ég minntist á í upphafi greinar- innar þurfa konur að ætla sér stórt hlutverk. í þjóðfélagskönnunum sem gerðar hafa verið kemur í Ijós að hlutverk kvenna á lands- byggðinni er mun greinilegra en í borgum. Þær eru þar mun færri en karlmenn og víða eru þær einar ábyrgar fyrir heimili og öllu sem því tilheyrir og vinna líka að einhveri undir- stöðuatvinnugrein. Þetta á aðallega við þarsem menn eru langdvölum að heiman vegna starfa sinna. Ef þessar konur gefast upp og fara þá er undirstaðan brostin. Enginn vill lifa til lengdar í kven- mannslausu samfélagi. Því verður í byggðastefnu að taka meira mið af viðhorfum kvenna en gert hefur verið hingað til og þær verða sjálfar að vera virkar og mótandi. í byggðastefnu til þessa hefur lítið borið á þeirra viðhorfi. Oft hefur stefnan mótast af nokkurs konar „villta vesturs” ástandi þar sem karlmenn einir ríkja og móta samfélagið að sínum háttum og þörfum. Ráðstefna Kvennalistans um byggðamál. Líf nútímakvenna hefur breyst ótrúlega mikið á skömmum tíma. Það er liðin tíð að þær eyði mestum hluta starfsævi sinnar í barnaupp- eldi og erfið hei m i I isstörf. Færri börn og nútíma tækni veldur því. Margar konur leita sér því lífsfyllingar og lífs- viðurværis utan heimilis. Þetta verður að hafa í huga þegar talað er um atvinnuuppbygg- ingu. Á landsfundi Kvennalistans s.l. haust var samþykkt að halda á árinu 1988 ráðstefnu um landsbyggðamál. Þar viljum við safna saman sem flestum konum til að ræða þessi mál viðra hugmyndir sínar og verkefni. Konur á Vesturlandi hafa tekið að sér að halda þessa ráðstefnu. Ef vel tekst til gæti þetta orðið hvatinn til aukinnar virkni og frumkvæðis kvenna í sínum byggðarlögum. Ég vil hvetja konur á Vesturlandi til að í- huga þessi mál og láta sjá sig á þessari ráðstefnu til að gefa og þiggja hugmyndir og kraft til stuðnings landsbyggðinni og þar með þjóðinni allri. Gleðilegt landsbyggðarár. SJ Tökum að okkur alla almenna skrifstofuþjónustu. Rekstrarráðgjöf, fasteignasölu framtalsaðstoð og margt fl. VlÐSKIPTAÞJÓNUSTAN sf. Nnr.: 9192-4285 S 98-61490 Vallholti 14 Pósthólf 68 355 Ólafsvik

x

Kvennalistinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.