Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 6

Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 6
Ðorguðum okkur kauphækkunina sjálfar Við settumst niður einn dag í janúar og spjölluðum við Svanfríði Valdimarsdóttur um stöðu konunnar í fiskvinnsl- unni. Hvernig er svo staða fisk- vinnslukonunnar í dag? Hún er slæm á Akranesi þar sem hægt er að segja okkur upp með mánaðar fyrirvara. Þeir þurfa aðeins að borga okkur tvo fyrstu dagana, síðan taka atvinnuleysistrygging- arnar við. Mörgum konum finnst niðurlægjandi að þurfa að sækja atvinnuleysis- bæturnar. Hvert er álit þitt á bónusnum? Ég held að hann sé ekki til bóta eins og hann erhugsaður í dag. Hætt er við að alvönum konum mislíki, ef óvön ber sama úr býtum. Annars er ég á móti bónus yfirleitt, mundi heldur vilja að fólki væru borguð mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Ég lít á vinnu mína sem iðngrein. Fyrir 10 árum kom bónus fyrst til sögunnar hér á Akranesi. Þá hafði ég svipað á tímann með bónus eins og sveinn í málmiðnaði. En í dag hef ég um 100 kr. minna á tímann en hann. Hvernig finnst þér verkalýsfél- agið standa sig? Mér finnst starfsemin alger- lega í lágmarki, sjaldan fundir og raunverulega veit hinn almenni félagsmaður ekkert um hvað fer fram í félaginu. Stjórnin virðist vera orðin einráð um allt, sem gert er. Hún hefur greinilega gleymt að til eru lög innan félagsins. Stjórnin á bara að vera framkvæmdaraðili en því miður er þetta víst svona. Hver eru svo launin hjá fiskverkakonum! Mér finnst þau vægast sagt léleg. Þetta er atvinnugrein, sem gefur 70-80% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar og er það furðulegt, að ekki skuli vera hægt að borga fólkinu, sem vinnur við þessi störf, laun sem það getur lifað af. T. d. stúlka, sem byrjar í fiskvinnsl- unni núna, hefur 27.577 kr. fyrstu þrjá mánuðina, en svo 29.975 kr. Eftir 15 ára starf á sama vinnustað auk nám- skeiða, hefur hún aðeins 33.246 kr. á mánuði, sem sé 191.81 á tímann. Það hljóta allir að sjá að eftir að matarskatturinn varsetturá, er orðið erfitt fyrir konu sem vinnur í frystihúsi að láta enda ná saman. Mig langar aðeins að minn- ast á síðustu kjarasamninga, sem gerðir voru í desember 1986 þar sem við raunverulega borguðum okkur kauphækk- unina sjálfar. Það var í raun og veru bara tilfærsla frá bónus að tímakaupi. Óskandi væri að fá leiðréttingu á þessu mis- rétti. Bónusinn er þrældómur og er það furðuleg stefna, að alltaf sé horft á bónusinn. Hann er auka álag, sem við leggjum á okkur og hann kemur tímakaupi ekkert við. Það er mín reynsla, að konur endist ekki nema í 8-10 ár í fullum bónus. Þá eru þær undirlagðar af vöðvabólgu og ýmsum öðrum sjúkdómum. Viltu segja eitthvað að lokum? Ef hægt væri að skapa atvinnuöryggi fyrir fólkið sem vinnur í fiskvinnslunni, þá væri mikið fengið. Ég á þá við, að það er látið fara heim þegar stjórnendum hentar, eins og t.d. í desember, þegar verst stenduráhjáfólki. Þettavirðist vera orðinn árviss atburður hér á Akranesi. QG 6

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.