Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 4

Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 4
SPJALLAÐ VIÐ DANFRÍÐI Eins og menn muna ríktu óvenjulega miklar annir á Alþingi um jólin og áramótin en um miðjan janúar var tveggja vikna þinghlé. Þing- konan okkar, hún Danfríður Skarphéðinsdóttir, fór víða á þeim tíma. Fyrst þáði hún boð nokkurra kvennahreyfinga í Bandaríkjunum um að koma ..vestur” og kynna Kvennalist- ann og kvennahreyfinguna á íslandi. Er heim kom, skellti hún sér hingað vestur í kjördæmið ásamt Ingibjörgu Daníelsdóttur, varaþingkonu. Því miður gafst ekki tími til að fara um allt að þessu sinni, en þær fóru um Snæfellsnes og Borgarfjörð. Einnig var opið hús í Borgarnesi og á Akra- nesi. Við náðum tali af Danfriði eina kvöldstund. Fyrst spurðum við hana hvernig henni þætti að vera alþingismaður eftir að hafa kennt árum saman. Þingmennskan og kennslan eru eins að því leyti að maður getur verið að allan sólar- hringinn. Annars er þetta eins og hver önnur skólaganga að komast í kynni við öll þessi mál. En ef maður væri í kennslu mundi ekki líðast að keyra öll mál í gegn á síðustu stundu eins og stjórnarflokk- arnir ætluðu að gera. Byrjend- ur þurfa að læra mjög margt í daglegum störfum á þingi, t.d. þau fundarsköp sem gilda á þingfundum, þó ekki væri nema daglegir hlutir eins og ávörp sem tíðkast að nota t.d. um forseta þingsins og þing- menn. Margt tengist líka þingstörf- unum. Það berast mörg boð á fundi og ráðstefnur, sem nauðsynlegt er að sækja til að komast í kynni við mál. Oft fara helgarnar í þetta. Geturðu sagt okkur eitthvað frá vinnu ykkar kvennalista- kvenna í vetur? Við höfum lagt fram mörg mál frá upphafi þings. Við höfum flutt mál um endur- vinnslu og fullnýtingu úr- gangsefna, um umhverfis- fræðslu fyrir almenning og skóla, um frystingu kjarnorku- vopna og um einnota umbúðir. Þá höfum við flutt tillögu um að launakostnaður við mötu- neyti framhaldsskólanna verði greiddur. Áætlað er, að nú kosti veturinn vel á 2. hundrað þúsund. Stærstur hlutinn er fæðiskostnaður, eða rúmlega 100 þúsund, en af þeirri upphæð greiðir hver nemandi um 30-40% í laun starfsfólks. Þá kom Kvennalistinn með breytingartillögu við fjárlögin í sambandi við jöfnun á náms- kostnaði eða ,,dreyf býlisstyrk- inn” svokallaða. Árið 1975 var meðalstyrkur á núvirði um 26.500 kr. en er nú aðeins 12.500 kr. Sú tillaga var felld í fjárlagaumræðunni en önnur mál sem við höfum flutt hafa enga umfjöllun hlotið nema fyrri umræðu á þingi. burtséð frá frv. okkar um framlengingu banns við ofbeldiskvikmynd- um sem var afgreitt sem lög frá Alþingi rétt fyrir áramót. Hvað fannst ykkur um matar- skattinn? Við tókum eindregna af- työ WÞREP í/r beinhörðwn peningwn Kjörbókin hefur tryggt sparifjár- eigcndum hæstu ávöxtun seni fáanleg hefur verið af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur. Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextirnir allt frá innleggs- degi og aftur að loknum 24 mánuðum. Vaxtaþrepin gilda frá 1. janúar 1987. Viö minnum á aðra helstu kosti Kjörbókar- innar: - Háir vextir, lagðir við höfuðstól tvisvar á ári. Innstæðan er algjörlega óbundin. - Arsfjórðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verðtrvggðra reikn- inga tryggir hagstæðustu kjör hvað svo sem verðbólgunni líður. Ef ávöxtun verðtryggðu reikninganna rcynist hærri er grcidd uppbót sem nemur mis- muninum. Uppbótin leggst við vaxta- höfuðstólinn fjórum sinnum á ári og tvisvarsinnum við höfuðstól bókarinnar. - V'axtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektarupphæðinni. þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila. Uttektir lækka aldrei vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. í Landsbankanum er stöðugt haft auga með öllum hræringum á vaxtamarkaðnum. því að Kjör- bókinni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók árið 1986 varð 20,62%. scm jafngildir verðtryggöum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Þú færð nánari upplýsingar um Kjörbókina þína í næstu sparisjóösdeild bankans. I aktu næstu tvö skref í beinhörðum peningum. Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna . —Sf&L 4

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.