Kvennalistinn - 01.01.1987, Page 8

Kvennalistinn - 01.01.1987, Page 8
Hugleiðingar um fæðingarorlof Þegar líður að fæðingu nýs einstaklings fara margar kon- ur að huga að fæðingarorlofi. Við athugun á rétti kvenna til fæðingarorlofs kemur ýmis- legt fróðlegt í Ijos. Virðist sem enn viðgangist töluvert mis- rétti í þessum efnum þó margt hafi breyst til batnaðar. Fullt fæðingarorlof í dag eru tæpar 40.000.- kr. á mánuði, en þetta segir litla sögu. Lítum nánar á. Til að fá fullt fæðingarorlof þarf kona að vera útivinnandi og vinna lágmark 1032 stundir á árinu, talið frá fæðingardegi væntanlegs barns. 2/3 hlutar af fæðingarorlofi eru 516-1031 vinnustundir, 1/3 hluti eru 515 stundir og færri. Námsfólk, bændur o.fl. fá fullt fæðingarorlof. Heimavinnandi húsmæður fá 1/3 hluta. Heimavinnandi húsmæður í sveit fá 2/3 hluta. Eins og sjá má sitja ekki allir við sama borð í þessu máli. En við sem munum þá tíð að t.d. heimavinnandi húsmæður fengu ekkert ættum kannski að þegja - eða hvað? En þegarheimerkomið með nýja barnið eru nú áhyggj- urnar af fæðingarorlofinu ekki þær þyngstu til að byrja með. Þá taka við aðrar ahyggjur, t.d. af óværð barnsins, afbrýði- semi eldri systkyna ef þau eru fyrir hendi, og af brjóstagjöf- inni. Þá fá konur fullt af ráðum , gefnum af góðum hug, sem oft gera þó konuna enn ruglaðri í ríminu. En nú er smá Ijóstýra byrjuð að loga í myrkrinu. Konur sem sjálfar eru með börn á brjósti hafa nú haft áræði og dug til að stofna ,,Áhugamannafélag um brjóstagjöf”. Þar geta allar I"--------------------------- konur komið og fengið sið- ferðislegan stuðning og upp- örfun ef þær vilja. Þær hittast 1. og 3. mánudag í hverjum mánuði, í Snorrabúð í Borgar- nesi milli kl. 17 og 18. Þið ættuð að drifa ykkur og hitta konurnar, það gæti orðið virkilega gaman. Allar nánari upplýsingar gefur Elín Bjarnadóttir S: 71618. Góða skemmtun og gott gengi. BGK -----------------------------, Staðreyndir um atvinnumál Nokkrar Kvennalistakonur fóru á stúfana í byrjun þorra og könnuðu atvinnuástand á Vesturlandi. Eins og sjá má af neðangreindu er það mjög mismunandi. Könnun gerð miðvikudag- inn 20. janúar á öllum stöðum. Hellissandur og Rif: Enginn á atvinnuleysisskrá. Grundarfjörður: Einn á at- vinnuleysisskrá. Ólafsvik: Tveir atvinnulausir. Stykkishólmur: Tveir á at- vinnuleysisskrá. Dalasýsla: Á félagssvæði Verkalýðsfélags Dalasýslu voru fimm á atvinnuleysisskrá. í Þeim hópi voru konur sem störfuðu á saumastofunni Karitas. Þar hefur starfsemin legið niðri síðan í sumar. í Dalasýslu (Búðardal) er vitað um fleiri atvinnulausa sem af einhverjum ástæðum hafa ekki látið skrá sig. Borgarfjörður: Á félagssvæði Verkalýðsfélags Borgarness er ástandið uggvænlegt. 48 manns voru á atvinnu- leysisskrá þar af 27 í Borgar- nesi. Konum fjölgaði á skrá eftir að saumastofa Prjóna- stofu Borgarness hætti störf- um. En margir fleiri eiga þar um sárt að binda vegna samdrátt- ar í atvinnulífinu á svæðinu. Akranes: Þar voru 134 á atvinnuleysisskrá. Þar með er talinn hópur kvenna er vann á saumastofu Henson. Einnig voru tvö fiskvinnslufyrirtæki verkefnalaus á þessum tíma. SB, BGK, o.fI. Frá Kvennalistanum á Vesturlandi Félagsfundir: Næstu félagsfundir verða laugardagana 5. mars og 9. apríl. Allir fundir eru haldnir í Kvennahúsinu í Borgarnesi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Síminn er: 93-71105. 8

x

Kvennalistinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.