Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 5

Kvennalistinn - 01.01.1987, Blaðsíða 5
FERMINGARGJAFIR Hljómtækja- samstæður. Geislaspilarar. Ferðakassettutæki. Tölvur margar gerðir. Tölvuprentarar. Ritvélar. Litsjónvörp verð frá kr. 16.900.- Sendum í póstkröfu Opið alla föstudaga til kl. 19.00 BÓKASKEMMAN STEKKJARHOLT 8-10 - SÍMI 93-12840 PÓSTHÓLF 35 - 300 AKRANES stöðu gegn matarskattinum. Við teljum hann óverjandi, sérstaklega þar sem tekju- minna fólk eyðir stærstum hluta tekna sinna í mat. Við gerðum allt sem við gátum til að koma í veg fyrir þessa óréttlátu skattlagningu. Hefð- um frekar viljað sjá hraustlega tekið á söluskattsinnheimtu, en vitað er að í ákveðnum atvinnugreinum tíðkast að greiða ekki söluskatt. Oft er það þá svo að báðir aðilar eru ánægðir- sá, sem kaupir vinnu eða vöru greiðir minna - og sá, sem selur - fær heldur meira en ef hann greiddi skatt. - Það er bara ríkiskassinn og þjóðar- hagur sem gleymist! Við reyndum að hafa áhrif á tolla- og vörugjaldið í þá átt að manneldissjónarmiða yrði gætt, en þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis- málum voru hollar matvörur eins og grænmeti og ávextir skattlagðir, en sykur ekki. Hafið þið verið með fleiri mál en „dreifbýlisstyrkinn” og mötuneytismálið, sem snerta okkur hérí dreifbýlinu sérstak- lega? Já, við höfum gert ýmsar breytingartillögur við stjórn fiskveiða. og vildum að fiski- miðin væru í raun eign þjóðarinnar, og byggðasjón- armiða væri gætt við úthlutun veiðiheimilda. Við gerðum fyrirspurn varð- andi strjálbýlisátak Evrópu- ráðsins, en hér á íslandi virðast fæstir hafa heyrt á það minnst. Um er að ræða átak í Evrópu til að efla þær byggðir, sem eftir eru. Hefðum við gjarnan viljað sjá eitthvað raunhæft gert hér heima í byggðamálum á þessu tíma- bili, eða 1987-1988. í svari utanríkisráðherra við fyrir- spurn ckkar kom fram að það eina sem stjórnvöldum hefur hingað til hugkvæmst að gera var að setja á laggirnar 5 manna launalausa nefnd, sem tók sér ár til umhugsunar um það hvort við ættum yfirleitt að vera með í þessu átaki. Nefndin ákvað sem betur fer að svo skyldi vera og bíðum við nú eftir næsta skrefi hennar. Ég get nefnt sem dæmi um hvað hefur verið gert annars staðar, að í Svíþjóð er mikil útgáfustarfsemi, veggspjöld o.fl. undir kjörorðinu „Hela Sverige skal leva" (Lifi öll Svíþjóð). Og víða hafa yfirvöld veitt fé til kaupa á ýmsum búnaði til að hefja smáiðnað í því skyni að auka fjölbreytni atvinnulífsins í sveitunum. Ekki minnstur hluti þessaerað skapa konum lífvænleg skil- yrði, t.d. varðandi atvinnu. Ef konur tolla ekki í sveitum, fara þær með börnin í þéttbýli í skóla og karlarnir fylgja síðan á eftir. Það er svo auðvitað ótal margt annað sem við höfum verið að gera. en rétt er að geta þess að augu alheimsins hafa beinst mjög til íslenskra kvenna eftir kosningarnar í vor. Margar kvennalistakonur hafa farið til útlanda í boði ýmissa aðila til að kynna Kvennalistann og ekki síður landið sjálft, sem alltaf vekur margar spurningar. Við höfum aðeins getað þegið boð þar sem ferðir og uppihald er greitt af gestgjafanum. Mikill fjöldi erlendra fréttamanna hefur komið hingað til íslands og stöðugt er verið að biðja um blaðaviðtöl. Þessi sérstaki samhugur á landsfundi Kvennalistans svo og það að hitta allar þessar konur á ráðstefnum erlendis sem eiga við sömu vandamál að glíma, sýnir að aðeins með því að standa saman náum við þeim árangri að fá fulla viðurkenningu á störfum okkar hvar sem þau eru unnin hvort heldur á heimilum eða úti á vinnumarkaðinum. Hvað er svo helst á döfinni hjá ykkur í þinginu? Ég get nefnt að í undirbún- ingi er frumvarp um samfelld- an skóladag, og frumvarp um að Tryggingastofnun taki þátt í kostnaði við gler í gleraugu fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri og einnig fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Þá höfum við lagt fram tillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra leiti leiða til að leysa húsnæðis- vanda aðstandenda sjúklinga sem þurfa að dveljast lang- dvölum fjarri heimilum sínum. Nú hefur þú kynnt þér hin margvíslegustu málefni og ert reynslunni ríkari eftir starfið í kosningabaráttunni og sem þingkona í vetur. Hvað er þér efst í huga nú? Það sem mér er efst í huga nú er atvinnuástandið víða á landsbyggðinni t.d. hafa á undanförnum vikum verið á annað hundrað manns at- vinnulausir á Akranesi. Hér er aðallega um að ræða konur sem unnu hjá Henson og tveimur fiskvinnslufyrirtækj- um sem voru lokuð tímabund- ið. - Því miður er ástandið á Akranesi ekkert einsdæmi, en gengis- og vaxtastefna ríkis- stjórnarinnar á þarna stærstan hlut að máli. Einnig eru ofarlega í huga mínum þau vandamál sem refabændur eiga við að glíma um þessar mundir. Að lokum vil ég segja að undanfarið ár hefur verið afskaplega reynsluríkur tími fyrir mig. Ég hef kynnst mörgu skemmtilegu fólki og átt ánægjuleg samskipti við Vest- lendinga. Oft virðist sem múr hafi verið reistur milli dreif- býlis og þéttbýlis, ég tel að hann verði ekki fjarlægður nema með vilja fólks og möguleikanum til að kynnast högum og kjörum hvers annars og síðast en ekki síst hæfileikanum til að setja sig í spor annarra. Síðan vil ég þakka vestlendingum góða viðkynningu, hlýlegar móttök- ur og það mikla traust, sem þeir sýndu mér í vor. SP 5

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.