Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 3
Útgefandi: F. í. H. Form. F.I.H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir. í ritstjórn: Margrét Jóhannesdóttir, Adr.: Ásvallagötu 79, Reykjavík. Vilborg Helgadóttir, Simi 19G0. Guðrún .1. Einarsdóttir. Gjaldk.: Frk. Guðrún Árnadóttir. Adr.: Laufásvegi 77, Reykjavík. íi Á fundi hjúkrunarkvennafélagsins í liaust kom fyrir atvik, sem eg liefi oft velt fyrir mér siðan. Eg veit að svo muni einnig vera um margar aðrar félagskonur, sem þar voru staddar, og eg lield að rétt sc að við reynum að gera okkur í sam- einingu grein fyrir þvi. Eg vek máls á þessu hér í blaðinu í þeirri von að um það liefjist umræður í bróðerni og að sem flest sjónarmið komi í ljós. Á meðan formaðurinn var að lesa upp ársskýrslu sina á fundinum, greip ung lijúkrunarkona livað eftir annað fram í og lét i ljós allmikla óánægju um iiilt og annað. Tvö atriði festust gleggst í minni mér: Annað var það, að um leið og formað- urinn skýrði frá hinum miklu kjarabót- um, sem hjúkrunarkonur við ríkisstofn- anir ættu i vændum, þá gat liún þess að þyngri kynni að verða róður að því marki að ná jafngóðum samningum við bæjar- félögin. Unga hjúkrunarkonan sagði þá með ákefð: „Við vinnum þá bara ekki hjá þeim. Þeir verða sjálfir að taka afleiðing- unum, ef þeir vilja ekki skilja okkur.“ Eg gat ekki betur fundið en að Iiún ætti við, að ef lijúkrunarkonur á sjúkrahúsum úl um land fengju ekki launabækkun eins og þeim líkaði. þá væri sjálfsagt fyrir þær að leggja niður vinnur og skilja sjúklinga sína eftir á ábýrgð þeirra, sem ekki vildu ganga að kröfunum. Mér varð hverft við. Ef til vill hefir þetla komið enn ver við mig vegna þess að eg þekkti þessa hjúkrunarkonu. Á fyrstu námsárum sinum vann hún á sjúkrahúsi úti á landi undir leiðsögn minni, og sam- veran við Iiana varð mér lil mikillar á- nægju. Starfsgleði Jienn'ar, Jiin fallega framkoma og mikli áhugi fyrir hverjum einstökum sjúklingi féll mér svo vel i geð, að mér er það minnisstætt. Sama er raun- ar að segja um ótrúlega margar liinna ungu lijúkrunarnema, sem eg varð samtiða í þessu sjúkráhúsi. Viðkynningin við þær varð i liuga mínum trygging þess, að hinni fáliðuðu kvennastétt, sem hér ú landi er tefJt fram í baráttunni gegn sjúkdómum og kröm, væri óliæll, þrátl fyrir válynd veður slyrjaldaráranna, hún myndi eldd missa sjónar af takmarld sínu. Eg lmgsaði: Ef einhver liefði viljað koma því til leiðar, þegar eg þelckti þessa ungu konu, að við lijúlcrunarkonurnar og nemarnir færum allar frá sjúldingunum og sJcildum þá eftir í höndum starfsstúlkn- anna einna á ábyrgð bæjarfu 11 trúanna,

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.