Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Síða 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
3
stundum fyrr en aðrir vinnandi menn?
Hjá flestum sjúklingum kemur það sér
líka illa að vera rifnir upp mjög snemma
að morgninum. Oft eiga þeir erfilt með að
sofna að kvöldi eða fram cftir nóttu og
svefn þeirra ef til vill værastur þegar þeir
eru vaktir árla dags til þess að þvo sér og
mæla sig. Allan daginn er vanalega eitt-
hvað um að vera og litið næði til svefns.
Óviðkomandi fólk setur upp meðaumkv-
unarsvip, er það heyrir, live árla dagur-
inn byrjar á sjúkrahúsunum, og munu
margar ungar stúlkur hugsa sem svo, að
hjúkrun geti varla verið svo eftirsóknar-
vert starf að það borgi sig, að vcrða af
einnar til tveggja stunda svefni alla
daga, árum saman, sem þær annars gætu
látið eftir sér við skrifstofustörf eða aðra
vinnu.
Mælir þá nokkuð með þessari tilhögun?
Viða eru sjúklingarnir rifnir upp kl.
6—7 árd., og stundum byrjar næturvakt-
in jafnvel fyrr, vekur börnin kl. 5 og'
huggar sig við það, að þau muni sofna
strax aftur. Þetta er talið nauðsynlegt til
þess að sjúklingarnir séu hreinir, er þeir
neyta morgunverðar. En fer þvotturinn
þá ekki einmitt of snemma fram? Flest-
ir sjúklinganna byrgja sig niður aftur og
revna að sofna þar til kemur að því að
búa um rúmin, og svo aftur þar til bor-
inn er morgunvcrður.
Þegar búið er að mæla sjúklinginn og
Iiann búinn að þvo sér, kemur brált að
þvi að búið sé um rúm og gólf þvegin
til þess að alll sé hreint þegar morgun-
maturinn kemur. Væri nú ekki notalegra
fyrir sjúklinginn, að hann fengi fullkom-
ið næði þar til rétt áður en borinn er
morgunverður og honum ætlaður timi
aðeins til að þvo sér og mæla sig? Þetta
mundi vera fullt eins hagkvæmt hrein-
læti, eins og það, sem tíðkað er mest,
þótt alll liti ekki jafn snyrtilega út, þá
væri þó ekki búið að þyrla upp ryki úr
rúmfötum rétt fyrir máltíðina. Þó kæmu
hér sennilega til greina undantekningar
með veikustu sjúklingana, sem yrði að
ætla nægan tíma til alls aðbúnaðar og
matar, eftir þörfum þeirra og óskum.
Ein ástæðan til þess að talið er nauð-
synlegt að búið sé snemma um rúmin, er
sú, að þessu sé lokið er stofuganga lækn-
anna hefst. En hvers vegna er slíkt nauð-
svnlegt? Þarf læknirinn nauðsynlega að
sjá sjúklinginn sem bezt tilhafðan? Oft
þarf læknirinn að róta við rúmfötunum
og þarf þá að framkvæma umbúnað
þeirra að nýju og er slíkt óþarfa umstang
fyrir sjúklinginn. Auk þess er stofugang-
ur lækna á mismunandi tíma og getur
því ekki verið neinn sjálfsagður mæli-
kvarði í þessum efnum.
Það mun tíðkast víðast hvar, að hjúkr-
unarkonur eða nemar gangi strax eftir
morgunmat að frekari hreingerningu, svo
sem afþurrkun, þvotti skolgólfanna, taln-
ingu óhreinna rúmfata og spjara, og
fleiru. Auðvitað þarf enga lijúkrunar-
konu til að vinna slik störf. Væri heppi-
legra að hún gæti notað þann tíma, sem
fer lil slíkra starfa, til þess að stunda
sjúklingana og gera ýmislegt fyrir þá,
sem hún telur æskilegt, en fær oft ekki
tíma til að sinna.
A hinum minni sjúkrahúsum er nokkru
öðru máli að gegna um þessa tilhögun,
þar sem oftast eru aðeins ein eða tvær
hjúkrunarkonur og þurfa þær að liafa
lokið umbúnaði rúma og ýmislegu fyrir
morgunmat til þess að geta svo sinnt
ýmsum aðgerðum eða aðstoðað lækna
við uppskurði.
Þá er það heimsóknartíminn.
Hérlendis líðkast að heimsóknartími sé
daglega, einu sinni eða tvisvar, allt frá
einni og liálfri klukkustund til tveggja
og liálfrar samtals. Þótt sumir sjúkling-
ar kunni vel samneyti við aðra menn,
mun þó mörgum þeirra þykja heimsókn-
artímarnir óþarflega langir og margir.
Sjúklingurinn kemur á sjúkrahúsið til