Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Side 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1947, Side 7
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 5 í Bandaríkjunum, að ein hjúkrunarkona veitir þjónustu í öllum greinum heilsu- verndarstarfseminnar, svo sem skóla- starfi, harnavernd, herklavernd, lijúkr- un i heimahúsum o. s. frv. Þelta fyrir- komulag gefst yfirleitt vel, þykir spara tíma og ferðir, einnig þekkir hjúkrunar- konan hetur fjölskyldur sínar. Ég man, að er ég kom fyrst til Hopkins, eins og stofnunin er kölluð, varð ég fyrir hálfgerðum vonbrigðum, er ég sá þessar gömlu, rauðu múrsteinsbyggingar inn í hita og svækju fátæklegs negrahverfis i Baltimore og ólíka mörgum öðrum stofn- unum Bandaríkjanna, þar sem allt er nýtt og óhemju fé hefir verið varið í stór- ar nýtízku byggingar. En þessi tilfinning varir ekki lengi. Hið góða og' samvinnu- þýða andrúmsloft vinnur lmg manns og hjarta áður en varir. Henry Phipps Clinic tekur aðeins við sjúklingum með góða prognosis. Ekkert er til sparað að lijálpa fólkinu til að vinna sjálfstraust og komast aftur út í lífið. Þar eru kenndar útiíþróttir, svo sem tennis og boltaleikur, einnig söngur, dans, handavinna, vefnaður, leiriðnaður og fleira. Á rólegum deildum gengur hjúkrunarliðið í venjulegum fötum, til þess að sjúklingarnir finni sem minnst til þess, að þeir séu undir eftirliti. Lengsta hluta veru minnar á Henry Phipps Clinic vann ég á W4, það var deild til rannsóknar á geðveiklun á unga aldri (early maladjustment). Sjúkling- arnir voru 8 litlir drengir, einn 10 ára, þrír fjögra ára, fjórir 5 ára. Eitt höfðu þeir allir sameiginlegt, þeir lifðu í sín- um eigin heimi, sem erfitt virtist vera að ná til, þeir töluðu ekki, og þó að þeir léku sér allir á gólfinu, virtust þeir ekki verða varir hver við annan. Sömu ein- angrun sýndu þeir gagnvart öllum öðr- um, sem þeir umgengust, einnig foreldr- um sínum. Læknar diognoseruðu börnin schizophrenic, og liöfðu þau verið valin til inntöku vegna áhuga margra lækna á rannsóknum á þessum sjúkdómi í æsku. Inntaka barnanna á psychiatry spítala var í raun og veru lækkun á ald- urstakmarki, sem hafði verið tólf ára nið- ur í fjögra. Annað höfðu þessir drengir sameigin- legt — þeir komu frá efnuðum heimil- um, en heimilum sem gáfu þeim ekki ást og yl. Foreldrar þeirra voru ekki hamingjusamir í hjónabandi og koma barnsins í fjölskylduna hafði frekar auk- ið erfitt heimilislíf en lagað það. Fyrst er ég kom á W4 fannst mér ég engin áhrif hafa á þessa litlu steingerf- inga, en sú skoðun mín breyttist. Börn- unum var skift niður á milli lækna, er unnu við clinicina og höfðu áhuga fvrir þessum málum, þannig að einn læknir hafði eitt harn. Heimsóknir þeirra voru ekki eins og venjulegar læknisheimsókn- ir, heldur miklu fremur líkt og faðir væri að lieimsækja barn sitt. Þeir vöfðu börn- in að sér og gáfu þeim ást og hlýju, léku sér við þau, skriðu á fjórum fótum og létu yfirleitt öllum illum látum. Lik var framkoma hjúkrunarkvenna og nema, allt var gert til þess að skapa hlýtt and- rúmsloft og ást og virðingu til harnsins, eins og það var. Einnig var varast að þröngva sér um of að barninu, en þess var gælt að grípa hvert tækifæri, sem barnið gaf til nánara sambands við sig. Eftir því sem stundir liðu fram breyttist framkoma sumra barnanna við starfs- fólkið. Þessi breyting var hægfara og virt- ist til að hyrja með aðeins að lofa að bera sig og halda á sér o. s. frv. Næsta stig var að þau fóru að sækjast eftir blíðuatlotum, þrýstu sér að þeim, sem þau umgengust, einnig fóru þau að veita hvert öðru meiri athygli, taka af hvert öðru Ieikföng, smá afbrýðisemi o. s. frv. Þau urðu óþægari og smákenjóttari og meiri leikur í þeim, og höfðu auðsjáan-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.