Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Qupperneq 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Qupperneq 3
3t marit * Hjúkrunarfélags Islands 1. tbl. 1963 — 39. árg. Ritstjórn: Margrét Jóhannesdóttir, Heilsu- verndarstöðinni ................ aiml 22400 og 10311 Elín Sigurðardóttir ................ — 14871 Auglýslngastjóm Timarlts H.F.l.............. Maria Sigurðardóttir, Lsp..... — 24160 Sigurhelga Pálsdóttir - .... — — Valgerður Bergþórsd. - .... — — Sigrún Langelyth .... — 1502© Form. H.F.f.: Anna Loítsdóttir Esklhlíð 6A, — 23064 Gjaldkeri: Erna Aradóttir, Álfhólsv. 18 .. — 23316 Ritari: Ingibjörg Ólafsdóttir, Ljósh. 1 .. — 35175 ísafoldarprentsmiðja h.f. Björn L. Jónsson, lœhnir: UM OFFITU OG MEGR UNARFÆÐI Fyrir réttum tveimur árum birtist í „Mánedsskrift for praktisk lægegerning og social medicin", sem gefið er út af samtökum sjúkrasamlagslækna í Kaup- mannahöfn, tafla um æskilega þyngd karla og kvenna, miðað við hæð, og var fólki skipt í þrjá flokka eftir líkamsbyggingu: Grannvaxnir, meðalþreknir og gildvaxn- ir. Hér er ekki rúm til að birta töfluna í heild. En sæmilega glögga hugmynd má fá af eftirfarandi tölum úr flokki hinna meðalþreknu: Þyngd 1 kg Hæðlcm Karlar Konur 150 51 160 59 57 170 67 63 180 74 69 190 81 Grannvaxið fólk á að vera 3 til 4 kg léttara en hér er sýnt, gildvaxnir karlar 4 til 5 kg þyngri og gildvaxnar konur 3 til 4 kg þyngri. Gömul og einföld regla taldi hæfilega líkamsþyngd vera jafnmörg kílógrömm og hæðin margir sentímetrar yfir einn metra. Eftir því ætti 170 cm hár karl- maður að vega 70 kg og 160 cm há kona 60 kg. Samkvæmt töflunni er gamla regl- an þannig nærri lagi fyrir lágvaxið fólk, en þeir, sem hávaxnari eru, þurfa að draga nokkur kg frá, og þeim mun fleiri sem þeir eru hærri í loftinu, sérstaklega þeir, sem grannvaxnir eru. Með „æskilegri þyngd“ er við það átt, að heilsu manna sé bezt borgið, ef þyngd þeirra fer ekki upp eða niður fyrir þessi mörk. Og offita telst það, ef þyngdin er til muna meiri en hér segir. Orsakir offitu. Helztu orsakir offitu eru: 1) Ofát. 2) Of lítil hreyfing. 3) Sjúkdómar. Fyrst- talda orsökin er langsamlega algengust. Oft fer saman ofát og of lítil hreyfing, ýmist vegna þess að menn verða þungir á sér, latir og værukærir, er þeir fitna, eða þá af hinu, að þeir taka upp kyrr- setustarf, en matarlyst og fæðutekja eru óbreytt, og það þýðir ofát og offitu. Orkugildi fæSunnar. Líkamir allra lifandi vera eru vélar, sem eiga það sameiginlegt með vélum gerðum af manna höndum, að þær þarfn- ast orku utan frá. Þessa orku fá lifandi LAHaSGÚASAni 247620 ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.