Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Blaðsíða 4
2
TÍMARIT HÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
verur í fæðunni. En hún flytur þeim einn-
ig efni til að bæta upp daglegt slit lík-
amsvefjanna. Líkamsvélin hefur það
nefnilega fram yfir aðrar vélar, að hún
viðheldur sjálfri sér, sé hún ekki snuðuð
um réttan efnivið. Helztu byggingarefnin
eru eggjahvíta og steinefni, en orkuna eða
eldsneytið fær líkaminn úr svonefndum
kolvetnum, úr fitu og einnig úr eggja-
hvítuefnum. Til daglegra lífsstarfa, svo
sem meltingar, efnabreytinga alls konar
innan líkamans og hinnar margslungnu
líffærastarfsemi, sem menn þekkja enn
ekki nema nokkurt brot af, þarfnast lík-
aminn auk þess fjörefna, efnakljúfa
(enzyma) og hormóna. Mörg þessara efna
eru þegar kunn orðin, en vafalaust á enn
eftir að koma í leitirnar heill skari efna,
sem eru líkamanum ekki síður nauðsyn-
leg en hin þekktu efni.
En hér er ég kominn út fyrir ramma
þessarar greinar og vík þá aftur að orku-
efnunum þremur: Eggjahvítu, fitu og kol-
vetnum. I líkamanum brenna þau í hæg-
um súrefnisloga, þ. e. a. s. að kolefni það,
sem öll þessi efni hafa að geyma, sam-
einast súrefni, sem er ýmist í fæðunni
sjálfri eða berst líkamanum gegnum
lungun, og við það myndast kolsýra; á
þessi efnabreyting þátt í myndun líkams-
hitans og framleiðslu þeirrar orku, sem
líkaminn notar við dagleg störf. Orka þessi
er mæld í hitaeiningum. Og ein hitaeining
er sú orka, sem þarf til að hita eitt kíló-
gramm af vatni um eina gráðu á Celsíus.
Nú er auðvelt að mæla, hvað hvert ofan-
greindra næringarefna framleiðir margar
hitaeiningar við bruna utan líkamans. Úr
hverju grammi af eggjahvítu og kolvetn-
um koma þannig um 4 hitaeiningar, en
úr hverju grammi af fitu rúmar 9 hita-
einingar. Sé gert ráð fyrir, að orkufram-
leiðsla þessara efna sé hin sama við bruna
í líkamanum, er næsta auðvelt að reikna
út, hve mörgum hitaeiningum líkaminn
eyðir.
OrJcueySsla líkamans.
Þegar maðurinn er í algerðri hvíld,
liggur fyrir og aðhefst ekki annað en að
nærast, eyðir líkaminn um 1800 hitaein-
ingum á sólarhring, miðað við fullorðinn
karlmann meðalþungan. Við létta vinnu
eyðast 2500 til 3000 hitaeiningar og við
mjög erfið líkamleg störf 4—5000 hita-
einingar og jafnvel enn meira. Með auknu
starfi eykst matarlystin, og sé allt með
felldu, temprast fæðutekjan þannig af
sjálfu sér, á sama hátt og hjartsláttur og
öndun örvast við erfiði, til þess að full-
nægt verði kröfum líkamans um aukinn
aðflutning súrefnis og annarra næringar-
efna til vöðvanna.
Berist nú líkamanum að staðaldri meiri
næring en hann eyðir, safnast afgangur-
inn fyrir sem fita hér og þar, svo sem í
vöðvum, kringum nýru, í netju og undir
húð víðs vegar á yfirborði líkamans. Eyði
líkaminn hins vegar meira en hann aflar,
verður hann að brenna eigin vefjum, og
grípur hann þá fyrst og fremst til þeirra
vefja, sem óþarfir eru eða minnstu þýð-
ingu hafa, svo sem óþarfa fitu.
Efnaskiptatruflanir.
Kunnugt er um ýmsa sjúkdóma í inn-
kirtlum, svo sem skjaldkirtli og heila-
dingli, sem trufla efnaskipti líkamans á
þann veg, að af því leiðir ýmist offitu
eða megurð. Um þá hluti verður ekki rætt
hér. En þótt engar slíkar truflanir finnist
við skoðun eða rannsóknir, þá er engum
vafa bundið, að fólk nýtir fæðuna misvel,
þannig að svo lítur út, sem allur matur
breytist hjá sumum í fitu, en aðrir hald-
ist grindhoraðir, hversu mikið sem þeir
troða í sig af mat. Vafalaust eru hér á
bak við einhverjir óþekktir þættir lífs-