Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Page 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Page 5
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 3 starfsins, sem trufla alla hitaeiningaút- reikninga, enda þótt almennt megi treysta þeim. M egrunaraöferðir. Megi’unaraðferðir mætti flokka á þessa leið: 1. Megrunarlyf, svo sem amphetamín, preludin o. fl. Þau eru undantekningar- laust skaðleg, sum þeirra vanamyndandi, og því með öllu fordæmanleg. 2. Megrunarnudd kemur sennilega að einhverjum notum, en hefur takmarkað gildi, m. a. vegna þess að það kostar bæði tíma og peninga. 3. Leikfimi og hreyfing hefur meiri þýðingu. Við allt aukið erfiði brennir líkaminn meira eldsneyti. Þar fylgir að vísu sá böggull skammrifi, að matarlyst kann að aukast að sama skapi. Þó þarf ekki svo að vera. Og hvað sem öðru líður, þá er hreyfing, sem mest undir beru lofti, heilsunni nauðsynleg. Kyrrsetur eru eitt af þjóðarmeinum nútímans, og allt sem stuðlar að bættum skilyrðum fyrir líkams- vélina, eykur á jafnvægið í störfum henn- ar, stuðlar að því, að matarlyst verði eðli- leg, efnaskiptin sömuleiðis, og vinnur þannig beint og óbeint gegn óeðlilegri fitu- söfnun — og einnig gegn óeðlilegi’i meg- urð, ef því er að skipta. 4. Megrunarduft hefur verið hér á boð- stólum síðustu árin. Þar er um að ræða takmörkun á fæðutekju, án þess um nokkur megrunarlyf sé að ræða. Að því leyti til er það hættulaust. En þótt látið sé í veðri vaka, að það innihaldi öll nauð- synleg næringarefni, þá fer því fjarri, að svo sé. Það er dýrt og hefur enga kosti umfram þau ráð, sem talin verða hér á eftir. 5. Fasta hefur lengi verið notuð til megrunar. 1 fullkominni föstu, þegar einskis er neytt nema vatns, léttast menn um eitt kílógramm á dag eða meira fyrstu 2 til 3 dagana, en þegar lengra líður ekki nema um 1—200 grömm á dag. Fyrstu dagana er ekki um raunverulega megrun að ræða, heldur hverfur mikið vatn úr líkamsvefjunum, og þarmamir tæmast, og getur það eitt numið einu eða fleiri kílógrömmum. I þessu sambandi skal á það bent, að á „feitu“ fólki er oft um vatnsblandað fituskvap að ræða, en ekki hreinan fituvef. Þá léttast menn stundum um mörg kílógrömm á dag, og neyzla fitu getur jafnvel stuðlað að því að draga vatn út úr vefjunum. Föstur um lengri eða skemmri tíma eru gamalt og nýtt ráð til heilsubótar og lækninga, eru ágætar sem inngangur að lífsvenjubreyt- ingu, t. d. ef menn ætla að venja sig af reykingum eða taka upp breytt mataræði í lækninga- eða megrunarskyni. Sumir ráðleggja að fasta einn dag í viku eða að fella niður eina máltíð daglega. Allt eru þetta spor í rétta átt, en koma þó því aðeins að tilætluðum notum, að áhrifin séu ekki eyðilögð jafnharðan með því að borða meira en ella á milli þess sem fastað er. Megrunarfæði. Þá er komið að hinni gullnu leið til til megrunar: Að haga fæðuvali og mat- artekju þannig að staðaldri, að líkaminn þurfi að brenna eigin vefjum um hríð, unz hæfilegri líkamsþyngd er náð, og síðan standist á fæðutekja og orkueyðsla. Megrunarfæði þarf að uppfylla þessi skilyrði: 1. Flytja líkamanum öll nauð- synleg næringarefni. 2. Vera seðjandi, þannig að menn séu ekki svangir og þeim líði vel. Stundum er spurt: Er þessi fæða megr- andi? Spumingin er óheppilega orðuð, því að allur matur inniheldur hitaeiningar og flytur því líkamanum hita og orku, og

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.