Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Qupperneq 6
4
ekki er til nein fæðutegund, sem eyðir
orku frá líkamanum. Það eru aðeins fyrr-
greind megrunarlyf, sem verka megrandi
með því að auka efnabrunann. En spurn-
ingin, hvort matur sé meira eða minna
fitandi, hefur fullan rétt á sér. Og allur
galdurinn við val á megrunarfæði er í því
fólginn, að vita skil á svari við þeirri
spumingu, auk þess sem taka verður fullt
tillit til skilyrðanna tveggja hér á undan.
Lengi var uppistaðan í megrunarfæði
magurt kjöt, magur fiskur og súpur. Slíkt
fæði er mjög einhæft og óhollt á marga
lund. Menn geta ekki borðað sig metta
af þessu og eru sísvangir.
Feitt fólk þarf fyrst og fremst að vita,
hvað það á að forðast. En það eru mat-
væli eða réttir, sem innihalda margar
hitaeiningar, þ. e. a. s. mikið af fitu og
kolvetnum; en kolvetnaauðugustu mat-
vælin eru sykur og mjölvörur. Það sem
helzt þarf að varast, er þá þetta: Allur
venjulegur sykur og sykraðir réttir, þar
með talið allt venjulegt sælgæti, kaffi-
brauð, búðingar, ís. I mörgu þessu er mikil
fita, sem auðvitað gerir illt verra. Feitar
sósur og hrærð salöt. Fituríkt brauðálegg,
svo sem kæfa, pylsur, feitur mjólkurost-
ur. Tólg eða smjörlíki út á fisk eða aðra
rétti. Gæta skal hófst í neyzlu allrar mjöl-
vöru. Matarsalt ætti einnig að sneiða hjá
sem mest, ekki af því að það sé fitandi,
heldur stuðlar saltneyzla að söfnun vatns
í líkamsvefjunum og eykur á óþægindi og
líkamslýti, sem offitu eru samfara.
Þá verða hér taldar þær fæðutegundir,
sem leggja þarf áherzlu á að auka sem
mest í daglegu viðurværi: Hvers konar
grænmeti, rótarávextir og ný aldin. í öll-
um þessum matvælum eru fáar hitaein-
ingar, þannig að eta má eins mikið af þeim
og lystin leyfir. Þau hafa að geyma meira
af fjörefnum og steinefnum en flest önn-
ur fæða, auk þess mikið af grófefnum,
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
þannig að menn verða vel saddir; og þegar
fólk venst slíku fæði, helzt mettunartil-
finningin jafnvel lengur en af öðrum mat.
Bezt er að borða þetta að sem mestu leyti
hrátt, enda þykir mörgum t. d. hvítkál
eða gulrætur ljúffengara hrátt en soðið.
Auk þess borða menn svo annan algeng-
an mat, svo sem mjólk, skyr, brauð í hófi
með dálitlu smjöri, og sem álegg gúrkur,
tómata, rófusneiðar og osta (mysuost og
magran mjólkurost) og þun-kaða ávexti
í hófi.
Ástæða er til að leiðrétta þann algenga
misskilning, að kartöflur séu fitandi. í 100
grömmum af kartöflum eru álíka marg-
ar hitaeiningar og í hálfri sneið (20 g)
af þurru rúgbrauði eða lítilli sneið af
hveitibrauði. I offitu og sykursýki er því
ástæðulaust að spara við sig kartöflur.
Einnig er ekki rétt að spara mjög við sig
mjólk. Sem feiti er ástæða til að mæla
með matarolíum, svo sem sojabaunaolíu,
t. d. með fiski eða grænmeti. Með tililti
til æðakölkunar stafar engin hætta af
hóflegri notkun þeirra.
Fyrir kyrrsetufólk er dagleg hreyfing
undir beru lofti, svo sem ganga, sund,
leikfimi eða íþróttir, sjálfsagður þáttur
í sambandi við megrun. Orka sú, sem eyð-
ist í 5 km göngu, samsvarar einni rúg-
brauðssneið með smjöri og áleggi. Og
allar hafa þessar ráðstafanir til megrun-
ar, sem raktar hafa verið hér í þessum
síðasta kafla, þann meginkost, að þær
tryggja líkamanum gnægðir allra nauð-
synlegra næringarefna og styrkja hann
og stæla, jafnframt því sem ytri form og
línur breytast.
Þau matvæli, sem fyrst og fremst er
varað við hér að framan, hafa það sam-
eiginlegt, að þau eru gjörsneydd öllum
lífrænum efnum, fjörefnum og steinefn-
um, og mörg þeirra einnig snauð að eggja-
hvítuefnum. Af neyzlu þeirra leiðir því