Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Síða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Síða 7
ÁRSSKÝRSLA HJÚKR UNARFÉLAGS ÍSLANDS frá 13. desember 1961 til 19. desemher 1962 Meðlimir eru alls 624. 262 eru starf- andi að hjúkrun hér á landi, 65 hafa dval- ist við nám og störf utanlands, 297 hafa að mestu eða öllu leyti látið af hjúkrunar- störfum, þar af 21 fyrir aldurssakir. Heið- ursfélagar eru 12, aukafélagar 100 (hjúkr- unarnemar). 34 hjúkrunarkonur hafa gengið í félagið, 33 útskrifast úr Hjúkr- unarskóla íslands. 122 nemendur eru í skólanum. 2 félagskonur hafa látist. Heiðursfélagar eru: Sigríður Eiríks- dóttir, fv. form. H.F.Í., María Madsen og Elisabeth With, Danmörku, Kyllikki Poh- jala, Maj Lis Juslin og Agnes Sinervo, Finnlandi, Aagot Lindström, Bertha Helgestad og Bergljot Larsson, Noregi, Gerda Höjer, Karin Elfversson og Elisa- beth Lind, Svíþjóð. Á aðalfundi 13 des. fór fram kosning stjórnarmeðlima í stað Guðrúnar Árna- dóttur og Maríu Pétursdóttur, sem eigi gáfu kost á sér til endurkjörs. Kosnar voru Elín Eggerz Stefánsson og Kristín Gunnarsdóttir, en Aldís Friðriksdóttir til vara. Formaður las upp ársskýrslu félagsins og var hún samþykkt með smá breyt- ingum. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. sjúkdóma í ýmsum myndum. Og mesta hættan stafar ekki frá því, sem borðað er á reglulegum máltíðum, heldur frá hinum sífelldu millimáltíðum. Þar liggja freistingarnar í leyni. Fyrir 30—40 árum borðaði sveitafólk 3 reglulegar máltíðir á dag og ekkert þar á milli, nema mola- kaffi, og vann sumarlangt baki brotnu frá kl. 7 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Nú komast kyrrsetumenn ekki af með minna en 5 til 6 máltíðir á dag og þaðan af fleiri. Því að hver kaffibolli með til- heyrandi sykri og kaffibrauði er heil máltíð, og hún stærri en nokkurn grun- ar. Á vinnustöðum er oft á dag drukkið kaffi með kökum, og húsmæðurnar þurfa oft að hella á könnuna. Sælgæti í ýmsum myndum á drjúgan þátt í ofáti og offitu. Hér er við ramman reip að draga, þar sem leggjast á eitt siðvenjur og sælgætis- fíkn. Sælkerinn þarf á viljakrafti að halda, og það kostar hann mikla sjálfs- afneitun, ef hann á að segja að fullu skilið við sætindin eða jafnvel aðeins að draga úr neyzlu þeirra. Þeir sem kynnu að vilja fara þá leið til megrunar að fella niður eina máltíð, t. d. kvöldverðinn, ættu heldur að leggja niður eina eða tvær milli- máltíðimar, eða borða í stað þeirra nýja ávexti, jafnframt því að hafa hliðsjón af framangreindum ráðum um matarval á aðalmáltíðum dagsins. Að lokum skulu hér tilfærðar fáeinar tölur, til fróðleiks og leiðbeiningar, um hitaeiningagildi nokkurra algengra mat- væla, og er miðað við 100 gömm, þar sem annars er ekki getið: Mjólk 65, magurt kjöt 120, þorskur 80, mjöl 360, brauð 250, þurrkaðir ávextir 300, baunir 50—80, kartöflur 60—70, skyr 60, gulrætur 40, feitur ostur (10 g) 35, 30% ostur (10 g) 25, smjör (5 g, á 1 sneið) 40, 1 epli 75, 1 appelsína 70, 1 egg 80.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.