Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Síða 10
Margrét Jóhannesdóttir:
Lítil ferðasaga frá liðiau simii'í
Vikudvöl á háfjallahóteli i Þelamörk 1962
Það er sunnudagur seint í júlí og sólin
skín. — Eftir að hafa verið á Oslóþing-
inu og síðan í nokkurra daga eftirvinnu
á Voksenásen, ásamt norrænum starfs-
systrum, á ég enn nokkuð eftir af sumar-
fríinu. Mig hafði langað mjög til Norður-
Noregs, lands miðnætursólarinnar, en nú
er það lýðum ljóst, að hvorki hef ég tíma,
heilsu eða peninga til þeirrar ferðar. Því
strandlengja Noregs er hin lengsta í Ev-
rópu og nyrstu fylki hennar langt norð-
an við heimskautsbaug. Vissi ég þetta
raunar áður, en hafði verið of djörf í
draumum og áformum.
Ég læt mér því nægja að dvelja næst-
komandi sjö daga á háfjallahóteli í Þela-
mörk og bið ferðaskrifstofu í Oslo að
leggja drög að því ferðalagi.
Farið er frá Vestbanen kl. 9 og síðan
er ekið í járnbraut eða bíl yfir Drammen
— Kongsbei-g — Notodden — Seljord —
Bö — Rauland — alls 150 mílur.
Þelamörk byrjar í Bö. Þar er fallegt,
eins og víða annars staðar í Mörkinni.
Sums staðar falla fossar fram af geysi-
háum fjallsbrúnum líkt og í Fljótshlíðinni
heima, nema hvað hér er allt hrikalegra.
Þegar komið er að Raulandhóteli er
gengið um tréhlið eitt mikið, útskorið (sjá
mynd nr. 1). Húsið er einnig úr timbri
og hlýlegt innan dyra. Stóreflis bjarndýr
stendur á miðju forstofugólfinu og fylgir
sú skýring, að það hafi verið skotið 2. maí
1949, í einnar mílu fjarlægð frá hótelinu.
(Skógarbimir eiga sem sé heima í Noregi,
þótt þeim hafi á síðari árum fækkað).
Setustofan er einnig
sérkennileg að því leyti,
að þar mætir auganu
heill hópur af litlu
fólki, útskornu úr tré;
stendur það fast á
borði í einu horninu.
Þetta er fólk á upp-
boði, yfir 20 manns,
konur og karlar, en
uppboðshaldarinn situr
við borð með hamar í
hendi og bíður upp
nautgrip. Tréskurður
þessi, sem er listrænn
og líflegur, er eftir
snillinginn Knut Svala-
stoga. — Húsið er
Gengið er inn um tréhlið eitt mikið ....