Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1963, Qupperneq 11
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
9
annars á þrem hæðum,
svefnherbergi gestanna
efst, en á mið- og neðstu
hæð er borðsalur og
setustofur, með mál-
verkum, flygli og gam-
aldags, þjóðlegum hús-
gögnum, bar, borðtenn-
is o. fl.
Raulandhótel er 12
ára gamalt. Það er 1.005
metra yfir sjó og f jalla-
hringurinn er héðan að
sjá sérstaklega fagur.
Sums staðar er hann
hæfilega fjarri til þess,
að bláminn njóti sín til
fulls. Snjófannir sjást
á víð og dreif um fjöllin og Harðangurs-
víðáttuna.
Og þá er kominn mánudagur. — Ég
sá í nótt breiðan stíg sem lá upp fjallið í
vestri og hugsaði sem svo, að hann skyldi
ég ganga í fyrramálið. Nú þegar ég glað-
vakandi lít út um gluggann sé ég að þetta
hefur verið draumur. — Því miður. — En
veðrið er fagurt og öll náttúran kallar.
Skammt fyrir ofan hótelið er hæð sem
freistar til uppgöngu; það er auðveld og
skemmtileg ganga. Víða eru steinar að
tylla sér á og efst uppi er meira að segja
hægt að setjast á steinflöt. Það er víðast
votlent og innan um skóginn vex fífa, en
einnig bláberja-, aðalbláberja- eða kræki-
berjalyng. Flugurnar angra mann dálítið,
en útsýnið hér uppi er alveg dásamlegt.
í brekkunum munu skíðakapparnir
skemmta sér á veturnar og einhvers stað-
ar hér um slóðir fara stundum villt hrein-
dýr í flokkum, eða svo hefur mér verið
sagt. Sums staðar má sjá ár eða vötn í
miklum fjarska, enda er hér margt ferða-
manna sem veiðir fisk í þeim.
En nú fer maginn að segja til sín og
heimleiðis er haldið. Hádegisverður er kl.
14—15. Það er þrímælt á hótelinu og þar,
eins og á öðrum svipuðum stöðum í Nor-
egi, er hvorki miðdegis eða kvöldkaffi.
Þessu venst maður alveg og kann því vel,
enda er maturinn annars með afbrigðum
góður.
Síðari hluti dags fer í rannsóknarferð
um næsta nágrenni. Ég rekst t. d. á dá-
lítinn fjárhóp, og undrast það, að hver
einasta fullorðin kind hefur bjöllu um
hálsinn. Þetta hjálpar eflaust til þess að
finna féð í skóginum, en dýrt hlýtur það
að vera. Kindurnar eru kollóttar, snögg-
hærðar og hrokkinhærðar og hafa langa
dindla. Hér eru einnig nokkrir kiðlingar
með mömmu sinni og gera þeir sig heima-
komna við gestinn.
Eilífur hótelstjóri hefur látið setja ís-
lenzka fánann við kvöldverðarborðið og
segir, að ég sé fyrsti íslenzki gesturinn,
sem gist hafi hótelið síðan hann kom þang-
að. Og nú situr einnig góðleg, norsk kona
við þetta borð. Hún er ekkja, á heima í
Tönsberg, og ætlar að hvíla sig sér um
tíma.