Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 7
Barbara Arnason. Bókarkynning: HJÚKRUNARSAGA MARÍA PÉTURSDÓTTIR TÓK SAMAN H j úkrunarsaga, sem María Pétursdóttir tók saman, er ný- lega komin út (júlí 1969). Bók- in er 269 blaðsíður, prýdd fjölda niynda, prentuð í prentsmiðju Guðmundar Jóhannssonar, Reykjavík og gefin út á kostn- að höfundar. Kápumynd gerði Barbara Árnason og lýsir hún orðum Halldóru Gunnsteinsdóttur, konu Víga-Glúms, er hún lét orð falla við aðrar konur, sem hún hafði hvatt til bardagasvæðisins á Hrísateigi: „Ok skulum vér binda sár þeirra manna, er líf- vænir eru ór hvárra liði sem eru.“ Þykir okkur rétt að kynna hér efni bókarinnar í stórum áráttum. Bókin skiptist í 7 kafla, og segja fyrstu fjórir kaflar frá elztu heimildum um hjúkrun og einnig er sögulegt yfirlit um hknarstarfsemi frá elztu tíð og margt fleira. 5. kafli fjallar um sögu hjúkr- unarmála á Islandi og er það um þriðjungur bókarinnar. Þar er greint frá hjúkrunarsögu Is- lands, Hjúkrunarfélaginu Líkn, Félagi íslenzkra hjúkrunar- kvenna, Sigríði Eiríksdóttur, hjúkrunarnámi, Hjúkrunar- skóla Islands, starfsréttindum, framhaldsnámi og kjarabar- áttu. Einnig er greint frá fé- lagsmálum eins og lífeyrissjóði, félagsmerki og búning, heimil- issjóði og sumarhúsi, Tímariti HFl, karlmönnum í hjúkrunar- stétt, deildum Hjúkrunarfélags Islands, lögum, sjúkraliðum og félagssamtökum. Kaflanum lýkur með erindi sem dr. Jón Sigurðsson flutti á SSN þingi í Reykjavík 1960 um heilbrigð- isástandið á íslandi, (sögulegt yf irlit). 6. kafli fjallar um norræna og alþjóðlega samvinnu hjúkr- unarfélaganna eins og innan vébanda ICN, SSN, WHO (Al- þj óðaheilbrigðismálastof nunin), Rauða krossins að ógleymdum alþ j óðasiðareglum h j úkrunar- kvenna. „Frá ýmsum löndum“ nefn- ist síðasti kafli bókarinnar. Seg- ir þar frá erlendum hjúkrunar- félögum, ýmsum framámönnum í hjúkrunarmálum úti í heimi o. fl. I lok bókarinnar er svo heim- ildaskrá og listi yfir manna- nöfn. Við spjölluðum við Maríu Pétursdóttur um bókina. Hún kvaðst hafa byrjað á bókinni m. a. vegna þess að hjúkrunar- nemar áttu þess aðeins kost að lesa hjúkrunarsögu á erlendri tungu. Auk þess hefur hvergi verið til samantekið efni um hj úkrunarmál hérlendis. Við íslenzkar hjúkrunarkon- ur fögnum þessari fallegu bók um okkar málefni og samgleðj- umst h j úkrunarnemunum að hafa fengið svo góða kennslu- bók. Að lokum viljum við færa Maríu Pétursdóttur okkar beztu þakkir fyrir þetta framtak hennar í þágu hjúkrunarstétt- arinnar. E. P. M. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 71

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.