Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 11
Oddný Ragnarsdóttir:
Alþjóðlegt hjúkrunarkvennaþing
í Montreal
Dagana 22.—28. júní 1969
var haldið alþjóðlegt hjúkrun-
arkvennaþing í Montreal, sem
er 14. þingið frá stofnun þess
1899, en frumkvöðull þess var
Ethel Bedford Fenwick (1857
—1947), brezk. Alþjóðaþing
sambandsins hafa komið saman
fjórða hvert ár síðan 1927.
Eyrsta þingið var haldið í Buff-
;úo U.S.A. 1901. Síðan í Berlín,
Köln, Helsingfors, Montreal.
1933 bæði í París og Brussel,
London, Atlantic City, Stock-
úolm, Sao Paulo (Brasilíu),
Róm, Melbourne, Frankfurt.
Ca. 10.000 hjúkrunarkonur
°g nokkrir karlmenn mættu á
þ'nginu í ár. Fimm íslenzkar
hjúkrunarkonur sóttu þingið.
Lær voru: Frú María Péturs-
úóttir, formaður Hj úkrunarfé-
líigsins, Oddný M. Ragnarsdótt-
K. staðgengill ritara, frú Guð-
i'ún Marteinsson, kennari við
Hjúkrunarskóla Islands, systir
Gertrude og systir Thaddeus frá
Landakotsspítala.
Lingið var mjög skemmtilegt
°g reynsluríkt. Lokaðir fundir
v°ru laugardag 21. júní. Héld-
um við María því af stað á und-
an> þann 19. júní. Það vildi svo
Ll að verkfall skall á hjá flug-
Fjönnum sama daginn. Fórumst
við því á mis. María flaug með
vel frá Pan American og ég með
vúl frá Belgiska félaginu Sab-
ena. Við hittumst því ekki fyrr
en í Montreal eftir mikið tauga-
strið.
Sama kvöldið, föstudag, frá
kl. 19.00—20.00, var kynning-
arfundur fyrir formenn og rit-
ara í hinni nýju byggingu Place
Bonaventure, þar sem þing-
fundir fóru frarn. Þarna voru
saman komnar hj úkrunar-
konur frá mörgum þjóðum
og þjóðflokkum. Virtust þær
allar þekkjast og því miklir
fagnaðarfundir. Mér var þá
ljóst að íslenzka hjúkrunarfé-
lagið er í góðum tengslum við
hið alþjóðlega hjúkrunar-
kvennasamband og nýtur þar
mikillar virðingar og eigum við
það að þakka störfum og hátt-
prýði núverandi og fyrrverandi
formanna Hj úkrunarfélags Is-
lands.
Laugardagur 21. júní.
Fundir byrjuðu stundvíslega
kl. 9.00.Eingöngu stjórnin, full-
ti'úaráðið og ritarar mættu á
lokuðu fundunum. Skipulag
samtakanna er þannig: Full-
trúaráðið (council of national
representatives) þ. e. formað-
ur aðildarfélags (aðeins eitt
hjúkrunarfélag leyfilegt í
hverju landi), er fulltrúi síns
félags í alþjóðasambandinu og
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 75