Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 28
PÓSTHÓLFIÐ
Hjúkrunarkonur!
Nýr þáttur hefur göngu sína í næsta blaði og nefnist
hann ,,Pósthólfiö“. Nú æthim viS aö biðja ykkur aS vera
duglegar aS skrifa okkur og segja frá t. d.: einhverju
skemmtilegu sem hefur hent ykkur í starfi, eitthvaS til
fróSleiks eSa rabb um daginn og veginn, nýjar hugmyndir
sem aS gagni gætu komiS eru vel þegnar, nú og ef þiS eruS
óánægSar meS eitthvaS, þá skrifiS um þaS líka. Eins og
þiS sjáiS er af nógu aS taka.
ViS höfum ykkur sterklcga grunaðar um að lúra á ein-
hverju skemmtilegu í pokahorninu og er þaS eindregin
ósk okkar að þið bregðið fljótt og vel við og sendið okk-
ur nokkrar línur viS fyrsta tækifæri.
Bréfunum verður ekki svarað af okkur (vonandi
verða stundum aðrir til þess), heldur aðeins birt eins
og þau koma frá ykkur og ráðið þiS hvort þig látið fullt
nafn fylgja eða aðeins skammstöfun eða dulnefni. Fullt
nafn og heimilisfang þarf aö fylgja til okkar.
Bréfin skuluö þið senda i pósthólf 132 í Hafnarfiröi.
MeS kærri kveðju.
RITSTJÓRNIN.
Sálfræðileg próf fyrir starfsfólk sjúkrahúsa —
Fumlur ■■ iii siimiiiiiitu HFI
vld Hrvkjavíkiirliorji.
Formaður Hjúkrunarfélags íslands
boðaði hjúkrunarkonur, starfandi hjá
Reykjavíkurborg, til aukafundar í
Borgarspítalanum þann 27. ágúst s.l.
Umræðuefnið var samningur
Hjúkrunarfélags íslands við Reykja-
víkurborg, en sem kunnugt er, hafði
H.F.Í. sagt þeim upp. Á fundinn
komu auk þriggja stjórnarfélaga H.
F.I., þeir Kristján Thorlacius, for-
maður B.S.R.B. og Haraldur Stein-
þórsson, sem vinnur að starfsmatinu.
I fundarsal sátu 33 hjúkrunarkonur
og 1 h.júkrunarmaður.
Form. H.F.Í., María Pétursdóttir,
setti fundinn og skýrði viðhorf stjórn-
ar H.F.Í. til málsins. Formaður B.S.
R.B. tók næstur til máls og greindi
frá þeim ástæðum, sem lágu að baki
ákvörðunar B.S.R.B. að fresta samn-
ingum til næsta árs. Þar sem
starfsmatið var ein af aðal orsökun-
um, varð Haraldur Steinþórsson fús-
lega við þeirri bón, að segja frá því.
Aðalspurning fundarins var vissu-
lega sú, hvort H.F.Í. ætti að halda
uppsögn sinni áfram eða fara fram
á frestun.
Formaður H.F.Í. og formaður B.S.
R.B. töldu bæði, að samningsgerð nú,
yrði að líkindum afrakstrarlítil, þar
sem algjör stöðnun er á hinum al-
menna launomarkaði. Því aðeins
geti hjúkrunarkonur vonað breyt-
inga á kjörum sínum, að gamla launa-
kerfinu sé kollvarpað, en það er
starfsmatinu ætlað að gera.
Á fundinum kom fram, að hjúkr-
unarkonur eru all óánægðar með nú-
gildandi launasamninga, en að fengn-
um upplýsingum formanna og
góðum ráðum, vildi meirihluti fund-
argesta frestun samninga með þeim
varnagla, að formaður H.F.Í. leitaði
viðræðna við forsvarsmenn Reykja-
víkurborgar um lagfæringar á samn-
ingunum án beinnar kröfugerðar. Og
ennfremur, að frestunin verði sömu
skilyrðum bundin og frestun B.S.R.B.
Að síðustu minntist fonnaður H.F.
í. á sumarhús það, sem félagið á kost
á að kaupa í landi B.S.R.B. í Munað-
arnesi og Kristján Thorlacius gaf
upplýsingar um áætlað kaupverð.
Framh. af bls. 7).
mæli við ráðningar á fólki í
ýmsar starfsgreinar. Einna
fyrst var þetta tekið í notkun
við geðsjúkrahús og við aðrar
þær stofnanir, þar sem sálfræði-
leg próf eru daglega höfð um
hönd. Prófin eru einnig mikið
notuð til þess að spá um árang-
ur eða hæfni til ákveðins náms
eða starfs. I sumum greinum
eru umsækjendur um nám vald-
ir eftir sálfræðilegum prófum
meðal annars. Einkum er þetta
í þeim greinum þar sem per-
sónulegir eiginleikar skipta
meginmáli um hæfni einstakl-
ingsins til starfsins. Þannig eru
þeir, sem stunda vilja nám í
félagsráðgjöf, undantekninga-
lítið látnir gangast undir sál-
fræðileg próf, áður en ákvörð-
un er tekin um inntöku þeirra.
Hið sama ætti að sjálfsögðu að
gilda um læknanema, sálfræði-
nema og hjúkrunarnema, og
gerir trúlega við suma skóla.
Menntun er ekki einhlít til ár-
angurs í starfi, eins og mörg
dæmi bera vott um.
Það er von mín, að þetta
greinarkorn hafi gefið lesend-
um nokkra hugmynd um tilgang
og notagildi sálfræðilegra prófa
fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Ég
vil að lokum leggja áherzlu á,
að þau hafa ekki aðeins nota-
gildi fyrir stofnanirnar, sem
tæki til að ráða til sín hæfasta
starfslið, heldur einnig og ekki
síður fyrir starfsfólkið. Eink-
um geta þau orðið til leiðbein-
ingar fyrir sérhæft starfsfólk
eins og hjúkrunarkonur, lækna,
sálfræðinga, félagsráðgjafa og
aðra, sem eiga mikið undir því
að menntun þeirra nýtist þeim
sem bezt og verði þeim sjálfum
og öðrum til farsældar.
92 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS