Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1969, Blaðsíða 13
María Pétursdóttir, íslandi, I. Kamal, Pakistan og M. C. Bergquist, Svíþjóð.
sjúkraliða (state enrolled nurse,
practical nurse). Á hvaða
grundvelli starfssvið þeirra er
byggt? Eiga þær að gerast með-
limir Alþjóðasambands hjúkr-
unarkvenna? Um þessa tillögu
urðu miklar umræður á þing-
inu, en ákvörðun um hana var
frestað til næsta þings. E. A.
Girard minntist fögrum orð-
um á Helenu Nussbaum, sem
hefur hætt störfum sem fram-
kvæmdastjóri vegna lélegrar
heilsu. — Samþykkt var að mæla
með inntöku 11 félaga í sam-
bandið. — Rut Elster, 2. vara-
formaður, flutti skýrslu. Sheila
Quinn framkvæmdastjóri flutti
skýrslu. — Hr. Roy Keely (Ex-
cutive Vicepresident 3/M.
Minnesota Mining and Manu-
facturing Company), Minne-
sota hélt stutt ávarp. Lauk hann
ávarpi sínu með þeim orðum,
að veigamesta fólkið á spítal-
anum fyrir utan sjúklingana
væru hjúkrunarkonurnar, sem
vakti mikla ánægju meðal þing-
heims. Vel var haldið áfram,
en þrátt fyrir það var tíminn
ekki nógur og því fundartími
framlengdur til kl. 17.30. Hit-
inn var mikill þennan dag. Varð
okkur því heldur hverft við, er
við gengum út úr fundarsal, þar
sem loftræstingin var með af-
burðum góð, út í hitann fyrir
utan, sem var yfir 30 gráður á
Celsíus. Þannig var hitinn út
fundarvikuna. Veðurguðirnir
gerðu því einnig sitt okkur í
hag.
Kl. 19.30—21.00 var móttaka
hjá formanni og hjúkrunarkon-
um enska hjúkrunarfélagsins,
er fór fram á Queen Elizabeth
Hoteli.
Þriðjudagur 2U. júní.
Þennan morgun blasti við
okkur breyttur fundarsalur.
Hafði verið komið upp tjöldum
meðfram veggjum fundarsalar-
ins, allan hringinn. 1 þessum
tjöldum voru til sýnis alls kyns
nýjungar hvað viðkemur spít-
alamálum. Þarna var hægt að
fá upplýsingar og sýnishorn
eftir vild. Gáfust þarna góð
tækifæri til fróðleiks, sem fund-
argestir notfærðu sér óspart.
Margrethe Kruse, formaður
(Professional service commit-
tee) flutti skýrslu. Las hún upp
eftirfarandi tillögu um starfs-
skipti milli landa, sem síðar var
samþykkt:
1. Að í staðinn fyrir starfsskipti
á hjúkrunarkonum milli
landa (Exchange privileges
program), komi hjúkrun er-
lendis á vegum sambandsfé-
laga (Nursing abroad
throug I.C.N. number asso-
ciation).
2. Að samningar verði gerðir
með gagnkvæmu samkomu-
lagi milli viðkomandi aðild-
arfélaga.
3. Að hjúkrun erlendis verði
skilgreind þannig: „Að það
verði h j úkrunarkonur, sem
bjóðast til hjúkrunar sam-
kvæmt samkomulagi milli
sambandsfélaga um launuð
störf og/eða nám erlendis“.
4. Að tilgangurinn með hjúkr-
un erlendis sé „að skapa
möguleika til aukins alþjóða-
skilnings hjá hjúkrunarkon-
um með því að veita tækifæri
til starfsreynslu og náms er-
lendis.
5. Að I.C.N. láti gera bækling
með almennum upplýsingum
og fræðslu.
Sheila Quinn flutti skýrslu
um International Nursing Re-
view, I.C.N. Calling og hjúkr-
unarlöggjöf. Helen Mussallem,
framkvæmdastjóri C. N. A.
(Canadian nurses association),
flutti stutt ávarp. Ákveðið var
að halda næsta formannafund
í Dublin í írlandi 1971. Formað-
ur hjúkrunarfélagsins í Mexico
talaði um komandi mót í Mexi-
co 1973.
Frú Guðrún Marteinsson kom
þennan dag frá íslandi. Við Is-
lendingarnir settumst að góðu
matborði að loknum fundi og
var spjallað langt fram eftir
kveldi.
TÍMAHIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 77