Pilsaþytur - 31.03.1995, Page 4
VM
Það er vont
en það venst
Tvöfalt vinnuálag kvenna er orðið stað-
reynd á íslandi í dag, en flestar konur
vinna fullan vinnudag, ásamt því að sjá
um heimilishald. Þrátt fyrir jafnréttislögin
frá 1976, sem kveða á um sömu laun fyrir
sambærileg og jafnverðmæt störf, þá hafa
konur enn ekki laun til jafns á við karla.
Getuleysi núverandi stjórnvalda er algert í
þessum efnum og greinilegt að viljinn til
þess að breyta er ekki fyrir hendi. Orsak-
imar eru hefðbundin verkaskipting kynj-
anna, segir fjármálaráðherra sallarólegur,
meira en tilbúinn til þess að bíða í 100 ár
til viðbótar eftir hugarfarsbyltingu og
laungjafnrétti í kjölfar þess. Það er vont
þegar óréttlæti venst...
En hvar á að byrja? Getur ekki verið að
lág laun kvenna séu einmitt ástæður þess,
að ábyrgð á börnum og heimilishaldi hvíl-
ir mest. á þeim. Það eru jú konur sem fá
lægri laun og það kemur auðvitað í þeirra
lilut að vinna minna, til þess að hafa tíma
til þess að sinna þessum mikilvægu, en
vanvirtu störfum. Launajafnrétti myndi
gefa hjónum tækifæri til þess að deila
ábygðinni á fjölskyldunni og konum tæki-
færi til þess að njóta sín í vinnunni, í fé-
lagsstörfum og í stjórnmálum.
Einnig má segja að hin endalausa yfir-
vinna lijá íslendingum þvingi konur til
þess að sjá einar um heimilin, en oft kem-
ur það í hlut karla að skaffa meira. Það er
jú ekki hægt að framfleyta sér og sínum á
þessum lágu grunnlaunum einum saman.
Kvennalistinn vill uppstokkun á launa-
kerflnu. Gnmnlaun verða að duga til fram-
færslu og yfirvinna verður að minnka
enda er það öfugsnúið að á tímum aukins
atvinnuleysis, vinni sumir myrkranna á
milli, en aðrir ekkert. Það þarf að stytta
vinnuvikuna og koma á sveigjanlegum
vinnutíma.
Ókynbundið starfsmat þyrfti að gera, en
þá eru störf metin á kerfisbundinn hátt út
frá fjórum megin þáttum, þ.e. ábyrgð,
áreynslu, vinnuskilyrðum og hæfni. Laun
em síðan greidd út frá þessum sjónannið-
um, en ekki eftir því hvort um hefðbundið
kvenna- eða karlastarf sé að ræða.
Langlundargeð kvenna er á þrotum. Við
Kvennalistinn er eina
stjórnmáiaaflið sem
stendur markvisst
vörð um hag
kvenna og barna
Ungt fólk á íslandi sern kýs nú t
fyrsta sinn hefur alist upp vt
það að til væri sérstakur kvenna-
listi. í þeirra huga er hann sjalí-
I sagður í umræðunni urn stjóm-
mál Til þess að rnál Kvennalist-
ans nái fram að ganga þarf hann
stuðning kjósenda.
viljum framsýnt þjóðfelag, þar sem allir
hafa jöfn tækifæri til þess að njóta sín.
Munum það, að launajafnrétti mun stuðla
að betra lífi fólksins í landinu, jafnt
kvenna sem karla.
8
0
« S o/'<}/e/n/t/tyítf* - fSc'/HHi/o f/i
íslenskur heimilisiðnaður fyrir öll tækifæri.
Urvalið og verðið kemur öllum á óvart
Gallerí Sunnuhlíð
Akureyri sími 11823
|H Kvennalistinn