Pilsaþytur - 31.03.1995, Blaðsíða 6

Pilsaþytur - 31.03.1995, Blaðsíða 6
Upp úr hjólförunum í hlíöinni fyrir ofan bæ afa og ömmu gerði ég mér það oft til gamans að ganga eftir kindagötunum. Ég velti því oft fyrir mér hvað það hefði tekið langan tíma fyrir ærn- ar og lömbin að búa til þessar djúpu götur. í minningunni náðu þær oft uppá miðja leggi og veruleg fyrirhöfn að klifra upp úr þeim. Alltaf gengu blessaðar skepnumar eftir sömu götunni, ár eftir ár, mér er nær að lialda öld eftir öld. I’egar að ég lieyrði fyrst slagorð Kvennalistans „uppúr i\jólförunum“ þá rifj- aðist upp fyrir mér þessi bemskuminning. Ég velti því fyrir mér hvort við mannfólkið og sauðféð ætlum eitthvað sameiginlegt, þ.e. veldum auðveldustu leiðina að mark- miðum okkar. Ekki alveg allir, því eins og æmar virtust stíga ein og ein út fyrir, sem mátti sjá á grynnri slóðum á víð og dreif, þá hefur verið til fólk sem að hefur drifið sig uppúr hjólfömnum og farið sínar eigin leiðir. Ótrúlega margir ganga þó enn sömu slóðina. Mætti lialda að annað hvort sé hún orðin svo d,júp að uppúr henni verði engan veginn komist, eða viðkomandi sjái ekki uppfyrir brúnimar og hafi þar af leið- andi ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum þá. Hvað þá að séð verði hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi. Mér sýnist að þeir sem hafa stjórnað heilbrigðismálum hér á landi séu í þessum hóp sauðumlíkra manna, ganga auðveld- ustu leiðin, með skammtímasjónarmiðin í farteskinu. Hnífnum sveiflað bað er orðið ái"visst að beita niðurskurðar- hnífnum í heilbrigðisþjónustunni - svokall- aður flatur niðurskurður. Spara allsstaðar á öllum sviðum gjörsamlega án tillits til þess hvort sá spamaður leiði til aukins kostnað- ar jafnvel strax á næsta ári. Hnífurinn er bara tekin úr slíðrinu aftur og aftur. Ileilbrigðisþjónustan liefur þróast hratt síðustu áratugina í þá átt að þeir sem þurfa á lengri sjúkrahúsvist að halda em aldrað- ir. Legudögum þeirra sem yngri eru hefur fækkað. Því bitnar þessi stefnulausi og sí- endurtekni niðurskurður harðast á öldruð- um. Við sem vinnum í nánum tengslum við garnla fólkið vitum að sú kynslóð sem í dag þarf á dvalar eða hjúkrunarrými að lialda er ekki vön að kvarta - er ekki þrýstihópur. Það læðist að mér sá granur að niður- skurður í þessari mynd byggist á þessari staðreynd. - Það virðist ekki vera átaka- mikið fyrir þá sem beita kutanum að loka heilu deildunum - flytja þá sem þar búa hreppaflutningum vor og haust. Þvílíkt virðingarleysi við ellina, hreinasta móðgun við fólk sem að hefur lokið sinni starfsævi og á engra kosta völ annarra en vistun á opinberam stofnunum. Hagsmunir hverra? Kvennalistinn hefur fá upphafi bent á leið- ir sem draga úr kostnaði við heilbrigðis- þjónustuna. Með því að svelta heilsugæsl- una hefur verið komið í veg fyrir að hægt sé að sinna öldraðum í heimahúsum. Það era áratugir síðan að það vissu allir sem vildu vita að sú leið er mun betri fyrir alla, mannesKjulegri og ódýrari. Nýútkomin skýrsla um stofnanir aldr- aðra, sem fjármála- og heilbrigðisráðu- neytið hafa látið vinna, tínndar þetta eins og um glæný sannindi sé að ræða? Heilsugæslustöðvar hafa barist íyrir aukningu á stöðugildum til að sinna þess- ari þjónustmsem.og annarri en þar er öllu haldið niðriA4'',. __________________ i------------- Hverra hagsmuna er verið að gæta með þessari stýringu? Byggja upp dvalar og hjúkrunarrými í miklum móð en svelta þær stofnanir sem að hafa ódýrari og manneskjulegri úrræði. Fyrmefnd skýrsla segir að stofnkostnaður á hvert hjúkrunar- rými sé fjórar milijónir og síðan fari ein miHjón í rekstur á ári. þetta era gríðarlegir ijármunir og þegar ákvörðun er tekin um slíkar fjárfestingar eiga að sjálfsögðu að liggja fyrir áætlanir um raunveralega þörf. Auðvitað þurfum við á þessum stofnunum að halda en þær eiga að vera síðasta úr- ræðið sem við bjóðum gamla fólkinu uppá og að auki væra þá e.t.v. til fleiri krónur til að hlúa að þeim sem þar þurfa að dvelja. Margar leiðir era færar í spamaði í heil- brigðiskerfinu. Til þess að þær skili ár- angri verður að setja þessum málaflokki langtímamarkmið og hætta þessum sveifl- unum með niðurskuðarhnífmn sem engu skila, sé til lengri tíma litið, nema öryggis- leysi lijá neytendum og óánægju l\já þeim sem þjónustuna veita. _____________________________~L Kvennalistinn vill: $ SsSStlSig" ÍSS e"glluena- teS—eyrls^a og geU af þeim sökum ekki stundað vmnu utan hemu is, ai umönnunarbætur $ umönnunar d æiu t oað allir ellilífeyrisþegar njóti sama grunnli ey + hann skerðist ekki þó að maki fai ellilifey ' Q að við bráðamóttöku sjúkrahusa starfi oldrunarser fræðsla til eldri borgara verði aukin, s.s um réttindi, heilbrigði og starfslok, $ -+■ réttindi, nenorigui > O að komið verði í veg íyrir tvisköttun á greiðslum launa- + fólks í lífeyrissjóði. __________—-----■ ■ 6 Kvennalistinn

x

Pilsaþytur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur
https://timarit.is/publication/1246

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.