Fréttablaðið - 13.04.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.04.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 3 . a p r Í l 2 0 1 7 FrÍtt Gleðilega páska Opið alla páskana frá 8:00–24:00 Verslanir Lyfju Lágmúla og Smáratorgi verða opnar alla páskana, bæði föstudaginn langa og páskadag. Netverslunin er opin allan sólarhringinn. lyfja.is Fréttablaðið í dag sKOðun Þorvaldur Gylfason skrifar um hömluleysi í ferðaút­ vegi og meðvirkni stjórnvalda. 13 spOrt Valdís Þóra og Ólafía Þórunn verða báðar á ferðinni um páskana. 18 lÍFið Inga Hrönn Ásgeirsdóttir náði ótrúlegum árangri á fitness­ móti á dögunum. 38 plús 2 sérblöð l FólK l  pásKar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2017 Lótushús hlaut aðalverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í gær. Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti Sigrúnu Olsen og Þóri Barðdal verð- launin. Ritstjóri Fréttablaðsins afhenti þeim einnig verðlaunafé, 1,2 milljónir króna. Aðrir vinningshafar fengu spjaldtölvur frá Epli. Fréttablaðið/Eyþór heilbrigðisMál Krabbameins­ áætlun fyrir Ísland verður loks kynnt eftir páska, ef að líkum lætur. Vinnu ráðherranefndar um málið er löngu lokið og er stjórnsýslan gagnrýnd fyrir seinagang. Krabbameinsfélög hafa spurt heilbrigðisyfirvöld um stöðu málsins en ekki verið svarað. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhóps ráðherra, telur að krabbameins­ áætlunin verði send út til umsagnar fljótlega og birt á vef ráðuneytisins – líklega strax eftir páska. „Hún er tilbúin en það er alveg rétt að þetta hefur dregist úr hófi fram. Við skil­ uðum af okkur í nóvember 2015. Ég tek undir gagnrýni um seinagang í stjórnsýslunni,“ segir Ófeigur. Nefnd gagnrýni hefur ekki síst komið frá félagasamtökum, Krabba­ meinsfélagi Íslands og Reykjavíkur, sem hafa sent ráðuneytinu erindi og ályktað að undanförnu, til að grafast fyrir um stöðu mála. Þeim skrifum hefur ekki verið svarað formlega. Minnt er á að Ísland sé eina Norð­ urlandaþjóðin sem hafi ekki enn sett sér heildstæða krabbameins­ áætlun. Mikil vinna hafi verið lögð í áætlunina og hætta sé á að hún verði til lítils ef upplýsingar og gögn úreldast, en þar er vísað til þess að fjöldi manns hefur komið að gerð áætlunarinnar, bæði beint og sem ráðgjafar. Eins er minnt á að þjóðin megi engan tíma missa. Nú greinist árlega 1.500 manns með krabbamein og eftir fimmtán ár megi búast við að tilfellum hafi fjölgað mjög sem skýrist fyrst og fremst af hækkandi meðalaldri og fjölgun íbúa. – shá / sjá síðu 6 Krabbameinsáætlun geymd í skúffu ráðherra í tvö ár Ég tek undir gagn- rýni um seinagang í stjórnsýslunni. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir alþingi Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einka­ væðingu Búnaðarbankans. Í yfirlýsingu frá í gær segir Ólafur að hann hafi farið yfir öll aðgengi­ leg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikil­ vægt að kasta ljósi á nýjar upplýs­ ingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður. Brynjar Níelsson segir að það verði auðvitað rætt í nefndinni hvort hann fái að koma fyrir hana og tjá sig. „Sjálfur sé ég því ekkert til fyrir­ stöðu að hann fái að tjá sig. Hann sem er nú kannski aðalpersónan í þessari rannsóknarskýrslu. Það væri mjög skrítið ef nefndin kæmist að því að hann mætti ekki koma fyrir nefndina og tjá sig,“ segir Brynjar. – þea Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig saMFélag Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent í gær. Þau voru veitt í fimm flokkum. Lesendur blaðsins sendu inn hátt í hundrað tilnefningar Lótushús hlaut aðalverðlaunin. Ljónshjarta hlaut verðlaunin í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Sigrún Steinarsdóttir og Sunna Ósk Jakobsdóttir hlutu verðlaunin í flokknum Hvunndagshetjan. Verð­ launin í flokknum Til atlögu gegn fordómum runnu til Foreldrafélags Breiðholtsskóla. Heiðursverðlaunin gengu að þessu sinni til Guðmundar Haraldssonar sem hefur helgað sig brunaöryggismálum í marga ára­ tugi. Fjölbreyttur hópur fólks hlaut einnig viðurkenningar fyrir störf sín. – kbg / sjá síðu 4 Fjölbreyttur hópur fólks verðlaunaður 1 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 9 -1 D 8 8 1 C A 9 -1 C 4 C 1 C A 9 -1 B 1 0 1 C A 9 -1 9 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.