Fréttablaðið - 13.04.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.04.2017, Blaðsíða 8
- Vanræktu ekki viðhaldið - Allt til kerrusmíða www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! Norður-Kórea Kim Jong-un, leið- togi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður- Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kín- verski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreu- ríkjanna tveggja. Í þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjó- hersins, upp að Kóreuskaga. Í flota- deildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarna- kerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flug- móðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvin- anna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis her- stöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjar- innrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreu- skaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræð- um og samningum. Þá hefur James Mattis, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildar- innar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreu- skaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sér- stök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, for- setar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógn- ina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður- Kóreuvandann, með eða án aðstoð- ar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagrein- endur halda því fram að norður- kóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarn- orkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjöl- miðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráð- gjafi George W. Bush Bandaríkja- forseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Banda- ríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu. thorgnyr@frettabladid.is Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars. NordicPhotos/AFP Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður- Kóreu. Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, á Twitter TsjeTsjeNía Rúmlega hundrað sam- kynhneigðum mönnum er haldið í fangabúðum í rússneska sjálfs- stjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu. Frá þessu hefur fjöldi erlendra fjölmiðla greint. Í frétt The Independent segir að fangarnir séu barðir og pyntaðir. Dagblaðið Novaya Gazeta greindi fyrst frá þessu í upphafi mánaðar og sagði vopnaða her- menn taka samkynhneigða til fanga og taka þá jafnvel af lífi án dóms og laga. Byggir Novaya Gazeta umfjöllun sína á vitnis- burði þeirra sem hafa séð misþyrm- inguna með eigin augum. Heldur blaðið því fram að búðirnar séu í bænum Argun. Svetlana Zakharova, talsmaður samtaka hinsegin fólks í Rússlandi, sagði í samtali við Mail Online í gær að samkynhneigðum hefði verið safnað saman í búðirnar. Nú væru samtökin að vinna að því að koma samkynhneigðum frá Tsjetsjeníu. „Þeir sem hafa sloppið segja að þeim hafi verið haldið í herbergi með tugum annarra. Þeir séu pynt- aðir með raflosti og barðir, sumir til dauða.“ – þea Samkynhneigðir settir í fangabúðir í Tsjetsjeníu samfélag Stjórn Félags háskóla- kennara lýsir yfir miklum von- brigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. Í tilkynningu sem stjórnin sendi frá sér segir að stjórnvöld hafa ítrekað gefið fyrirheit um að fjármögnun háskólastigsins á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágranna- löndum. Með fjármálaáætluninni sé ekki verið að efna þessi fyrirheit. „Fyrirliggjandi fjármálaáætlun er sérstaklega til þess fallin að grafa undan starfsemi Háskóla Íslands en á síðustu árum hefur skólinn mátt þola umtalsverðan niðurskurð. Ef fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur óbreytt verður ekki möguleiki á auknu framlagi til kennslu og rannsókna, sem hefur mátt þola verulegan niðurskurð síðustu ár,“ segir meðal annars. Þar er einnig bent á að nái fjár- málaáætlunin óbreytt fram að ganga sé hætta á að Háskóli Íslands dragist aftur úr í alþjóðlegum sam- anburði háskóla, þurfi að minnka námsframboð, fresta nauðsynlegri þróun kennsluhátta og hætta við brýna uppbyggingu innviða rann- sókna og nýsköpunar. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að endurskoða fjárhagsáætlun fyrir 2018-2022 með það í huga að hækka töluvert fjárframlag til háskólastigsins. „Fjárfesting í menntun er fjár- festing í framtíðinni,“ segir enn fremur í tilkynningunni. – bb Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands 1 3 . a p r í l 2 0 1 7 f I m m T u D a g u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 1 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 9 -4 5 0 8 1 C A 9 -4 3 C C 1 C A 9 -4 2 9 0 1 C A 9 -4 1 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.