Fréttablaðið - 13.04.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 13.04.2017, Síða 2
Komu færandi hendi Meðlimir Brunavarðafélagsins, starfsmannafélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins í gær og færðu börnum páskaegg. Félagið hafði verið með páskabingó og átt afgangspáskaegg. „Okkur fannst tilvalið að fara á barnaspítalann og gefa krökkunum sem eru inniliggjandi páskaegg sem við gerðum svo og vakti mikla lukku,“ segir Ari Jóhannes Hauksson slökkviliðsmaður. Fréttablaðið/Vilhelm Veður Útlit fyrir norðaustlæga átt 8 til 15 metra á sekúndu með snjókomu austan til og éljum nyrst um kvöldið, en þurrt veður og bjart með köflum annars staðar. sjá síðu 22 PÁSKATILBOÐ Vegna hagstæðs gengis og tollalækkana þá lækkum við verðin á grillum Við lækkum verðin! Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 69.900 Grillbúðin • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir Niðurfellanleg hliðarborð • Afl 10,5 KW Skírdag 12-16 Laugardag 11-16 Nr. 12934 Opið LögregLumáL Yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar segir að ástæða þess að ráðist sé í umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem beinast að þolanda í kynferðisbrotamáli, sé sú trú lögreglu að um alvarlegt brot sé að ræða sem beri að upplýsa. Frétta- blaðið greindi frá því í gær að þol- andi í nauðgunarmáli upplifði sig sem glæpamann eftir samskipti við lögreglu en lögregla heldur áfram að rannsaka ætlaða nauðgun gegn vilja konunnar. Konan var hleruð á meðan á rannsókn stóð og þá lagði lögregla hald á tölvu í eigu sonar hennar og síma á heimilinu. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana eftir kynni sín af manni þann 10. desember síð- astliðinn. Þá voru myndaðir miklir áverkar á konunni og tekin af henni skýrsla. Nokkrum dögum síðar dró konan framburð sinn til baka og bar við að menn vopnaðir skotvopnum hefðu mætt heim til hennar vegna málsins. Maðurinn sem grunaður er um að nauðga konunni hefur áður hlotið dóm fyrir nauðgun og var gert að sitja eftirstöðvar dóms síns, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar atvikið átti sér stað. „Það er alltaf hægt að teygja það í allar áttir hvort [aðgerðirnar] eru miklar eða ekki. Við erum að rann- saka mjög alvarlegt brot sem við lítum alvarlegum augum og notum þau úrræði sem við þurfum til þess að upplýsa þannig mál,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Allt það sem við gerum í þágu rannsóknar eru úrræði sem eru studd dómsákvörðun,“ tekur Árni fram varðandi þá fordæmalausu ákvörðun að hlera þolandann í mál- inu. Konunni var greint frá hlerun- inni á þriðjudag en hún stóð yfir í um það bil einn mánuð, frá miðjum desember og fram í miðjan janúar. Konan var eitt nokkurra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu samtímis á þriðjudag, aðgerð sem var ráðist í svo vitnin gætu ekki samræmt fram- burð sinn í málinu. Konan hefur neitað að tjá sig frekar við lögreglu um málið. Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að í yfirheyrslum hafi hún sagt atvikið hafa átt sér stað með hennar vilja. „Við rannsökum málin í sam- ræmi við þau gögn sem liggja fyrir hverju sinni. Ef við höfum gögn til að styðjast við þá förum við eins langt og við getum í öllum málum. Rannsókn í þessu máli miðar vel. Við erum að rannsaka mjög alvar- legt brot og gerum það sem við getum til að upplýsa hvað átti sér þarna stað í samræmi við þau gögn sem við höfum,“ segir Árni. snaeros@frettabladid.is Ganga langt vegna alvarleika brotsins Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir lögreglu hafa fulla ástæðu til að fara fram á hlerun brotaþola í nauðgunarmáli. Grunur leikur á að brotið sé alvarlegt og lögreglan muni því beita öllum tiltækum meðulum til að upplýsa um brotið. Nokkur vitni voru samtímis leidd til yfirheyrslu á þriðjudag svo þau hefðu ekki tækifæri til að samræma framburð sinn. Fréttablaðið/GVa Við erum að rann- saka mjög alvarlegt brot sem við lítum alvar- legum augum. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar ferðaþjónusta Umhverfisstofnun hefur sett upp teljara í Dimmuborg- um í Mývatnssveit. Hann mun telja alla sem ganga inn um aðalhliðið niður í borgirnar. Fyrir var teljari sem telur bíla sem koma í Dimmu- borgir. Davíð Örvar Hansson, sér- fræðingur Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit, segir í frétt á vef Umhverfisstofnunar að samkvæmt fyrstu tölum hafi um 100 ferðamenn notið náttúrufegurðar Dimmuborga á mánudagskvöld eftir að mælirinn var settur upp. Mælirinn er færanlegur og er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar. Byrjað er í Dimmuborgum en svo fer mælirinn á flakk, eins og segir í fréttinni. „Upplýsingarnar nýtast til að sjá hvenær fólk er flest í Dimmuborg- um. Við getum nýtt þær upplýsingar til að ákvarða hvenær við viljum hafa landvörð á svæðinu, hvenær við viljum bjóða upp á fræðslu- göngur til að ná til sem flestra og ekki síst mun koma í ljós hvenær mannfjöldaálag fer að valda nei- kvæðum áhrifum á náttúrufar, t.d. ef gróðurþekja við stígana fer að rofna,“ segir Davíð Örvar. Samkvæmt mælingum lögðu yfir 350.000 manns leið sína í Dimmu- borgir á síðasta ári. – shá Setja upp mæla og telja ferðamenn talningar eru hluti af rannsóknum á komum ferðamanna. myNd/UmhVerFisstoFUN þýskaLand Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knatt- spyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði hand- tekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina. Þrjár sprengjur sprungu nærri rútunni á þriðjudagskvöld. Hafði litlum málmstykkjum verið komið fyrir í þeim til að valda sem mestum skaða. Enginn særðist alvarlega í árásinni en fresta þurfti leik liðsins við AS Monaco í Meistaradeildinni. Talsmaður ríkissaksóknara Þýska- lands sagði í gær að tveir menn væru grunaðir um að standa að árásinni. 25 ára Íraki og 28 ára Þjóðverji. Þrjú eintök af sama bréfi fundust á vettvangi sem bentu til tengsla árásarmanna við ISIS. Í þeim var meðal annars farið fram á brott- hvarf þýskra orrustuflugvéla frá Sýrlandi. – þea Telja árásina hryðjuverk 1 3 . a p r í L 2 0 1 7 f I m m t u d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a ð I ð 1 3 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 9 -2 2 7 8 1 C A 9 -2 1 3 C 1 C A 9 -2 0 0 0 1 C A 9 -1 E C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.