Alþýðublaðið - 16.12.1919, Page 2

Alþýðublaðið - 16.12.1919, Page 2
2 alÞýðublaðið ar. Alt breytist, heil stétt manna, eba öllu heldur heil ibnabargrein legst niður. Hver er afleiðingin? Vitfinlega aukið atvinnuleysi, enda eykst með hverju árinu sem líð- ur fjöldi beirra manna, sem ganga aðgerðalausir. En vegna hins ríkj- andi þjóðfélagsskipulags (d: auð- valdsfyrirkomulagsins) hlýtur þetta að hafa stórkostlega bölvun í för með sér. Fyrír ári siðan voru um 60,000 manns atvinnulausir í Danmörku og rikið varð að sjá fyrir þeim öllum. Önnur afleiðing af þessu er, að þeir menn, sem stundað hafa iðnaðargrein, sem hefir veitt þeim sæmilegan lífs- eyri, verða að ganga á verksmiðj- ur og vinna þar fyrir tiltölulega miklu lægra kaupi, en áður. Þetta eru kenningar Marx, og hver get- ur svo sett þær í samband við þær skoðanir, sem Mbgl. vill kenna honum, að auðvaldið þroski verka- menn? En eg veit hvað Bernstein mun hafa átt við með þessu, en sem Mgbl. ekki skilur nógu vel til þess, að hafa það rétt eftir. Marx á við þróun (evolution) þjóðfélagsins, en ekki þ r o s k a . Fyrir mér er talsverbur munur á þessum orðum, þau eru notuð sem fræðiorð, þ r ó u n þýðir að mínum dómi einungis vöxtur, á hvaða hátt sem hann er, vöxt sem á ensanum mun leiða að ein- hverju takmarki, algerlega hlut- laust (objektivt) orð, en þ r o s k- un er jákvæð þróun og því hlu- drægt orð. Marx á hér við, eins og eg er fullvís að Bernstein haldi fram, að aubvaldið sé liður i þró- unarstefnu þeirri, sem þjóðféiagið hefir tekið, en sem getur, og hlýt- ur, ef verkamenn og ósérdrægnir menn vilja, leitt til hins réttláta skipulags, þ. e. socialistaríkisins. Hvað viðvíkur „privat“-skoðunum Bernsteins á þessu atriði, var mér kunnugt um það, að hann hefir lengi verið vantrúaður á kenningu Marx um hina vaxandi fátækt, en eg veit líka, að hann hefir breyzt mjög mikið, síðan hann reit gagn- rýningu sína á „Das Kapital “ (um síðustu aldamót) og það svo mjög, að hann sagði sig úr flokk þýzkra i,socialdemokrata“ og gekk í flokk hinna „óháðu" (ákafari socialista), þar sem Karl Kautsky hinn gamli andstæðingur hans (Kautsky varði kenningar Marx) var aðalleiðtogi. H. Siemsen-Oltosson. ^thigaleysi eða hvað? Nýja skjaidarmerkinu stungið undir stól? Margir, sem ekki þekkja til sein- lætis og slóðabragsins, sem liggur eins og mara á framkvæmdarvald- inu íslenzka, mun spyrja, h.vað valdi því, að á öllum húsum rík- isins skuli „Fálkinn" enn þá skarta, þar sem hinn á annað borð hefir einhverntíma verið? Og ekki nóg með það, á Hagtíðindunum er hann enn sem bókamerki eg meira að segja á sjálfu Lögbirtingablaðinu! en þar ætti þó sízt að vera upp- máluð ímynd skeytingarleysis þeirra, sem hlut eiga að máli. Heyrst hefir, að verið sé nú að prenta ný heillaóskaskeytisblöð fyr- ir Landsímastö'óina, og er haft mikið fpir því, að gera þau sem snotrust; en sá er „gallinn á gjöf Njarðar", að „Fálkinn" er prent- aður á þau. Það er varla við því að búast, að Landsímastjórinn sé á undan yfirboðurum sínum í þessu efni, en óneitanlega færi betur á því, að ekki væri prentað, alt of stórt „upplag", af þessum „forn- gripum". Það minsta, sem hann gæti gert, ef Landsíminn á annað borð notar skjaldarmerkið á eyðu- blöð sín, væri að láta ekki prenta nema fá hundruð af þessum „Fálka- eyðublöðum". En nýja skjaldar- merkið ætti að útrýma „Fálkanum" þarna eins og annarsstaðar. Það ætti ekki að vera erfiðara að fá prentmynd af nýja skjaldarmerk- inu, hjá Ólafi Hvanndal, heldur en af „Fálkanum". Meira en ár mun síðan ab kon- ungur vor staðfesti nýtt skjaldar- merki handa íslandi og er það einkennilegt, að þetta merki skuli enn ekki vera komið í stað Fálka- merkisins. Eða var nýja merkið að eins til málamynda? Eba var gamla merkið orðið svo kært nú- verandi stjórn, að hún kynokar sér þess vegna að skifta um? Hví var hún þá að fá staðfestingu á nýju skjaldarmerki? Nei, þaö er að eins hirðnleysið alþekta, sem hér ræður aðgerðaleysinu. Eg vil nú stinga upp á því, að stjórnin taki nú einu sinni rögg á sig og kippi þessu í lag hið bráð- asta. Helzt ætti hún að gefa oas íslendingum nýja skjaldarmerkið í jólagjöf, fyrst hún útvegflði stað- festinguna fyrir ári síðan. Eða geti hún það ekki, vil eg leyfa mér ab skírskota því til almennings, hvort honum þyki það viðeigandi, að dandalast sé lengur meb „ránfugl- inn“ yfir dyrum landsímastöðvar- innar, alþingishússins og meira að segja stjórnarráðshússins! Það minsta, sem hægt er að gera í þessu máli, er að afmá samstundis gamla skjaldarmerkið, þar sem það nú er til smánar og merki um trassaskap stjórnar- innar, eins og eg hefi bent á. /. Osvijinn þorpari. í júní í sumar var gufuskipið „Hildur" á ferð í Eystrasalti. Nokkru fyrir austan Gotland sprakk það í loft upp og sökk. Stýrimað- ur skipsins átti það sjálfur, og fyrir rétti sór hann, aÖ það hefði rekist á tundurdufl. Öll skips- höfnin staðfesti framburð hans, sem þó var ekki tekinn allskostar trúanlegur, því nokkrar grun- semdir þóttu vera fyrir hendi. Nú i nóvembermánuði hefir stýrimaðurinn loks játað, að hann hafi komiö sprengieíni íyrir í aft- urhluta skipsins. Kl. 12,30 sprakk það, og. þá voru þeir ofan þilju, stýrimaður, skipstjóri og vélastjóri, en tvoir hásetar sváfu niðri, og iá við sjálft, að þeir hefðu farist. 4- Útbreiðsla franskra jafnaðar- mannablaða hefir vaxið gífurlega upp á síðkastið. Þannig hefir kaup- endafjöldi blaðsins „Populaire" aukist á 6 mánuðum úr 45 þús. upp í liðlega 100 þús., og á sama tíma hefir „Humanité" orðið að auka npplag sitt úr 90 þús. upP í 300 þús. og ■ er það meiri út- breiðsla en nokkurt annað blað hefir þar í landi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.