Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 53
Ofbeldí gagnvart starfsfólki í heilbrígðis- þjónustu er alþjóðlegt vandamál Ásta Möller, 2. varaformaður Alþjóða- sambands hjúkrunarffæðinga (ICN), var fulltrúi samtakanna á samráðsfundi um ofbeldi gegn starfsfólki heilbrigðisstofnana sem haldinn var í Genf 23.-26. apríl sl. á vegum Alþj óðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar (WHO), Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (Public Services Intemational) og ICN. Tilgangur samráðsfundarins var að fara yfir niðurstöður rannsókna á ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðisstofhunum en þessar rannsóknir voru gerðar samtímis í nokkrum löndum heims, m.a. Suður-Afriku, Líbanon, Thailandi, Portúgal og Búlgaríu. Þá var markmið fúndarins einnig að vinna drög að stefnumótun og leið- beiningum fyrir alþjóðlegar stofnanir, stjómvöld i hveiju landi og stjómendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana um hvemig fyrirbyggja megi og draga úr ofbeldi á slikum stofnunum. Á undanförnum árum hefúr ICN látið sig sérstaklega varða ofbeldi gagnvart starfsfólki innan hjúkrunar og gefið út stefnu- yfirlýsingu um málið auk þess sem samtökin hafa gefið út ýtarlegar leiðbeiningar til aðildarfélaga sinna um forvarnir og viðbrögð við slíku ofbeldi. I samstarfi þessara alþjóðlegu stofnana og félagasamtaka hefur ICN verið í forystu og hefúr dr. Mireille Kingma, hjúkrunarráðgjafi hjá ICN, verið ábyrg fyrir verkefninu hjá ICN. Þess er skemmst að minnast að á árinu 1996 gerðu Félag islenskra hjúkmnarfræðinga, Starfsmannafélag ríkisstofhana og Sókn samkomulag við Félagsvísindastofnun um rannsókn á ofbeldi gagnvart starfsfólki í félags- og heilbrigðisþjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru m.a. kynntar í Tímariti hjúkmnarfræðinga, á viðkomandi félags- og heilbrigðisstofnunum og fyrir stjómvöldum. Niðurstöðumar vom afar sláandi, en þar kom m.a. fram að af svarendum höfðu 24,3% orðið fyrir líkamlegu ofbeldi öðru en kyn- ferðislegu á síðustu 6 mánuðum fyrir rannsóknina og 5,8% af heild- inni eða 46 einstaklingar höfðu orðið fyrir meiriháttar líkamlegu ofbeldi á þessu tímabili. Þá höfðu 21,6% orðið fyrir svívirðingum, 6,1% fyrir hótunum, 7,1% fyrir kynferðislegri áreitni í orðum og 6% fyrir líkamlegri kynferðislegri áreitni. Þegar saman var talið höfðu milli 50 og 60% starfsmanna, sem tóku þátt í könnuninni, orðið fyrir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi á þessum 6 mánuðum áður en rannsóknin fór fram. I kjölfar rannsóknarinnar skipaði heilbrigðis- ráðherra nefhd til að gera tillögur um forvamir og viðbrögð við ofbeldi gagnvart starfsfólki meðferðar- og heilbrigðisstofnana og skilaði nefndin skýrslu til ráðherra í febrúar 2002. M.a. með hliðsjón af reynslu og þekkingu íslenskra hjúkrunar- fræðinga á þessu sviði var Ásta Möller, fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, beðin um að vera fúlltrúi ICN á samráðsfúndinum. Rannsóknir á þessu sviði hafa verið afar fátíðar til þessa. Niður- stöður rannsókna, sem gerðar vom að tilhlutan verkefhastjómar og kynntar voru á fundinum, eru því afar mikilvægar og ekki síst með tilliti til möguleika á samanburði rnilli landa. Niðurstöðumar benda til að ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðisstofnunum sé alþjóð- legt vandamál þótt það birtist með mismunandi hætti eftir löndum. Yfir 50% starfsmanna á þessu sviði, sem þátt tóku í rannsókninni, höfðu orðið fyrir að minnsta kosti einu atviki þar sem líkamlegu eða andlegu ofbeldi var beitt. í Suður-Affiku var þetta 61%, í Líbanon 47%, í Portúgal 60% og Thailandi 54%. Niðurstöðurnar benda til að tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis á heilbrigðisstofnunum sé allt of hátt og í sumum löndum er aukið ofbeldi í samfélaginu að færast inn á heilbrigðisstofnanirnar. Ofbeldið beinist gegn öllu heilbrigðisstarfsfólki, konum og körlum, þótt einstakir hópar séu í meiri hættu en aðrir. Þannig em sjúkraflutningamenn í sérstaklega mikilli hættu í öllum löndunum sem rannsókn fór fram. í Suður-Afríku höfðu 70% þeirra orðið fyrir munnlegum svívirðingum, 50% fyrir líkamlegu ofbeldi og einelti, 40% fyrir kynþáttahatri og 30% fyrir kynferðislegri áreitni. í öllum rannsóknum áttu hjúkrunarfræðingar og læknar mjög á hættu að verða fyrir ofbeldi af ýmsum toga. Samráðsfúndurinn leiddi í ljós mjög alvarlegar afleiðingar svo víðtæks ofbeldis gagnvart starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar, þar á meðal á gæði þjónustunnar og brottfalls fagfólks úr starfi. Þetta hefúr þau áhrif að minna framboð verður á heilbrigðisþjónustu við almenning og heilbrigðiskostnaður hækkar. Metið hefur verið að heildarkostnaður vegna streitu og ofbeldis á vinnustöðum getið numið milli 0,5% og 3,5% af þjóðarframleiðslu. Rannsóknarniðurstöður bentu til þess að í fæstum tilvikum lægi fyrir stefna eða leiðbeiningar á vinnustöðum til að koma í veg fyrir ofbeldi eða hvemig bregðast skyldi við því. Þetta leiddi til að tilkynningar um slík atvik voru af skornum skammti, eftirfylgni lítil, viðurlög við ofbeldi af þessu tagi fátíð og andleg áhrif á fómarlömb ofbeldis mikil en það skapar aukna streitu og óánægju hjá þeim. Innan tíðar verður niðurstaða ráðgjafafúndar þessara virtu alþjóða stofnana og samtaka birt þar sem leiðbeiningum og ráðlegg- ingum er beint til alþjóðasamfélagsins, stjómvalda, stjómenda heilbrigðisstofnana og annarra hagsmunaaðila hvernig taka eigi á þessu alþjóðlega vandamáli á kerfisbundinn hátt. Sem dæmi um hvemig stjómvöld hafa tekið á þessum málum má nefna að á árinu 1998 hófú bresk heilbrigðisyfirvöld herferð gegn ofbeldi á heilbrigðisstofnunum og settu sér það markmið að ofbeldisatvikum gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum yrði fækkað um 20% fyrir lok árs 2001 og 30% fyrir lok ársins 2003. Fyrirmæli vom gefin um að allar heilbrigðisstofnanir skyldu koma á kerfisbundinni skráningu ofbeldisatvika og setja sér stefhu til að fækka slíkum tilvikum. Undir merkjum „Zero-Tolerance Campaign" gegn ofbeldi á heilbrigðisstofnunum lýsti breska ríkisstjómin því yfir „að hún væri staðráðin í að tryggja að starfsfólki, sem helgar líf sitt til hjálpar öðrum, sé ekki launað með ógnunum og ofbeldi“. Heimasíða þessarar herferðar er www.nhs.uk/zerotolerance. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.