Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 59
Dóra. þeirri skoðun að betur sé hlúð að eldra fólki á íslandi en í Danmörku. „Ég vildi óska að tengdamóðir mín gæti fengið sömu aðhlynningu og móðir mín fékk heima,“ segir Steinunn. Anna og Dóra segjast hafa skoðað hjúkrunarheimilið Eir er þær fóru í söngferðalag til Islands íyrir nokkrum árum með Islenska kvennakómum í Kaupmannahöfn og verið mjög hrifnar að aðbúnaði þar. Hvernig er heimahjúkrun eldra fólks byggð upp i Kaup- mannahöfn? „Við sjáum um að gefa lyf og búa um sár, höfum samband við ættingja og vini, forum og heimsækjum fólk sem er orðið 75 ára sem ekki hefur heimilshjálp. Við erum vinnuteymi sem förum í þessar heimsóknir en í teyminu eru hjúkmnarffæð- ingur, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari og fleiri,“ segir Dóra. „Fólkið fær sent bréf ffá okkur þar sem við segjum því að við komum í heimsókn og fólkið þarf að láta vita ef heimsóknartíminn passar ekki. Þeir sem ekki eru í tengslum við heimilishjálpar- kerfið fá svona heimsókn tvisvar á ári nema þeir óski ekki eftir því. Þetta er hugsað sem fyrirbyggjandi þjónusta hjá rík- inu og sveitarfélaginu en þetta starf hófst í kjölfar nýrrar lagasetningar ‘97-‘98. Stór hluti eldri borgara eru dauðvona sjúklingar þó þeir búi mjög margir heima. Heimahjúkrun er hluti af annarri sólar- hringshjúkrun, sumir hjúkrunarfræðingar eru með kalltæki og fólk fær jafnvel aðstoð 5 sinnum á dag og heimilishjálp, aðstoð við að baða sig, kaupa inn. Og það er haft samband við fólk sem á enga fjölskyldu, hringt t.d. i það einu sinni á dag.“ Þjónustunni er skipt niður í hverfi og stjórnandi heima- hjúkrunar í hverfinu heyrir undir aðstoðar-deildarstjóra. Hverfinu er svo skipt niður i smærri hverfi. „í mínu hverfi eru t.d. 10 hjúkrunarfræðingar að sinna fólki sem er orðið veikara heima, gamla fólkið fer í aðgerð og fer svo heim og við tökum við að sinna því í samráði við heimilislækni og verkjadeild,“ segir Dóra. Dóra segir uppbyggingu heimilishjálparinnar í Danmörku mjög ólíka því sem við eigum að venjast. Þar eru hjúkrunarffæðingur yfir heimilishjálpinni en þeir sem vinna við hana hafa menntað sig til þess sérstaklega, þeir sem hafa verið í eins árs námi eru svokallaðir social- og sundheds- hjælper eða sjúkraliðar og eftir tvö ár nefnast þeir social og sundhedsassistenter, eða sjúkraliðar með viðbótarmenntun. Steinunn vann í níu ár á hjartadeild og svo á barnadeild í eitt ár, fimm ár við heimahjúkrun í Kaupmannahöfn, sjö ár á krabbameinsdeild en síðustu sjö árin hefur hún eingöngu unnið við rannsóknir, svo sem varðandi krabbamein í blöðru- hálsi, þvagfæravandamál og ófrjósemi karla og kvenna svo eitthvað sé nefnt. Hvað er fleira ólíkt með störfum danskra og íslenskra hjúkrunarfrœðinga ? „Danskir hjúkrunarfræðingar eru famir að reka einkastofur og fólk leitar til þeirra i stað heimilislækna, til dæmis til að mæla blóðþrýsting og sinna öðmm viðlíka störfum,“ segir Steinunn. „Kerfið hér hefur einnig tekið talsverðum breyting- um, biðtími eftir aðgerðum er orðinn langur, fólk getur keypt sjúkratryggingar og leitað til einkaspítala ef það hefur ekki tíma til að bíða eftir aðgerð. Hér hefur farið fram umræða um að allir eigi rétt á að fá peninga úr kerfinu til að kaupa þjónustu ef þeir fá hana ekki í gegnum opinbera kerfið.“ Dóra tekur undir þetta, þurfti að fara í aðgerð á fæti og beið í sex mánuði eftir henni. Þær segja langan biðtíma erfiðan fyrir fólk í föstu starfi og það geti misst vinnuna ef það þarf að biða svo lengi. En hvað um kaup og kjör? Launin segja þær yfirleitt hærri í Danmörku en á íslandi. „Hjúkrunarfræðingar hafa mikla möguleika á alls kyns viðbótamámi og hækka þar með í launum,“ segir Steinunn. „Þegar konur eru komnar með svona 20-30 ára starfsreynslu eru þær því oft orðnir dýrir starfsmenn. Launin hafa hækkað mikið hér á undarförnum ámm, hjúkrunarfræðingar vöknuðu upp ‘96-‘97 og fóru þá í kröfu- göngu út af laununum og fengu umtalsverða hækkun.“ Þær bæta við að nú orðið sé meiri þverfagleg samvinna í starfinu. „Við erum með allt annan sjúklingahóp nú en áður, hóp sem er miklu veikari og þarf þar af leiðandi miklu meiri Anna. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 78. árg. 2002 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.