Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 13.10.1978, Blaðsíða 2
NORÐURSL Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjortur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðarda/ Jóhann Antonsson, Dalvlk óttarr Proppé, Dalvík Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun Prentsmiðja Björns Jónssonar Kennaraskipti ELDHU SMELLUR Ný verðlaunabók eftir Guðlaug Arason Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði Dalvíkurskóla og Húsabakkaskóla. Helgi bor- steinsson, sem var skólastjóri Dalvíkurskóla í 17 ár, fékk launalaust leyfi í fyrravetur og sagði svo upp störfum í vor. Við skólastjórn hefur tekið Trausti Þorsteinsson. í fyrravetur sambvkkti menntamálaráðuneytið að við Dalvíkurskóla starfaði yfirkenn ari. Óttarr Proppé gegndi þeirri stöðu í fyrra en nú er Guðmund- ur Ingi Jónatansson yfirkenn- ari. Tveir af skipuðum kennurum við Dalvíkurskóla eru í ársleyfi; Jóhann Daníelsson hefur fengið orlof til að kynna sér rekstur skólabókasafna og Þóra Rósa Geirsdóttir er í launalausu leyfi og dvelur nú ásamt fjölskyldu sinni í Svíþjóð. Brynja Grétars- dóttir hefur látið af kennslu. Nýir kennarar við Dalvíkur- skóla eru fimm: Birna Hall- dórsdóttir og Jónfinn Jóensen, þau hafa bæði kennt í nokkur ár, síðastliðinn vetur í Færeyj- um. Sólveig Pétursdóttir og Ol- afur Sigurðsson. Ólafur hefur kennt við Þinghólsskóla í Kópa vogi en Sólveig útskrifaðist frá Kennaraskólanum í vor. Matt- hías Ásgeirsson þarf tæplega að kynna fyrir Dalvíkingum. Hann var íþróttakennari við Dalvíkur skóla í nokkur ár en flutti svo vestur í Reykholt. Undanfarin ár hefur hann verið við kennslu á Akureyri. í Húsabakkaskóla hafa orðið þær breytingar á kennaraliði, að Jónína Hreinsdóttir hefur látið af störfum en í hennar stað kemur Þyrí Jónsdóttir, sem kemur úr starfi í menntamála- ráðuneytinu. Norðurslóð kveður þá sent brott halda og býður velkomna þá, sem við störfum þeirra taka. Nýtt skipulag Bæjarstjórn Dalvíkur hefur samþykkt tillögu frá skipu- lagsnefnd þess efnis að embætti skipulagsstjóra rík- isins verði falið að vinna að skipulagi fyrir Dalvík. Stef- án Thors skipulagsfræðing- ur hefur nú hafið undirbún- ingsvinnu og hefur hann sýnt fulltrúum í skipulagsnefnd Dalvíkur fyrstu hugmyndir sínar. Stefnt er að því að aðal- skipulagið verði tilbúið ívet- ur. Enn hafa engar ákvarð- anir verið teknar en þó má telja víst að þjóðvegurinn í gegnum bæinn verði ekki fluttur. I síðasta mánuði gaf bókaút- gáfan Mál og menning út skáld- söguna Eldhúsmellur eftir Guð- laug Arason. Bókaútgáfan efndi í fyrra til skáldsagnasam- keppni. Allmargar sögur bárust og þótti þessi saga Guðlaugs bera af og fékk því fyrstu verðlaun. Guðlaugur hefur áður fengið verðlaun fyrir skáldsögu. Bóka- útgáfan Bókás veitti honum verðlaun fyrir söguna Víkur- samfélagið og hugðist gefa hana út um síðustu jól, en vegna ýmissa erfiðleika við prentun varð ekki af því þá. Aftur á móti var sagan lesin í útvarpinu. Hér verður í örstuttu máli ijallað um þessa nýjustu sögu Guðlaugs en rétt er að taka fram að undirritaður telur sig ekki vera þess umkominn að fella salómonsdóm, hvorki um þessa sögu né nokkra aðra. Al- gildur mælikvarði á ágæti lista- verka er ekki til, í þeim efnum verður hver að treysta á eigin til- fínningar. Ef Eldhúsmellur eru bornar saman við fyrstu sögu Guð- laugs, Vindur vindur vinur minn, er Ijóst, að Eldhúsmellur er miklu betur skrifuð bók. Vindurinn er víða úr hófi fram langdreginn og lesandann grunar að endurtekningar séu ekki allar vísvitandi stílbragð höfundar. Eldhúsmellur er mjög lipurt skrifuð saga, lýsing- ar raunsæjar og samtöl oftast á eðlilegu máli. Sagan grípur les- andann og hann þarf ekki að taka sér tak til að hverfa úr eigin heimi inn í heim sögunnar, kannski vegna þess að heimur sögunnar er honum ekki með öllu ókunnur. Persónur sög- unnar eru spegilmyndir lifandi fólks, ekki ákveðinna einstakl- inga, heldur fólks sem hvert og eitt okkar þekkir svo mæta vei, hvar sem við búum. Nafn bókarinnar vekur eftir- tekt og ekki er ólíklegt að því sé ætlað að fá okkur til að nema staðar og skoða mannlífið í nýju ljósi. Sagan fjallar ekki um mellur í venjulegum skilningi þess orðs. Sagt er frá húsmæðr- um, ósköp venjulegum hús- mæðrum, sem líður illa í hjóna- bandinu og dreymir meðvitað og ómeðvitað um að slíta því. Engu að síður standa þær sína pligt; þær veita mönnum sínum blíðu, reyndar þarf stundum að neyða þær til þess, en fá í staðinn félagslegt og fjárhags- legt öryggi. Fyrir bragðið geng- ur lífið sinn vanagang, enginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir eða synda á móti straumnum. Rétt er að taka fram að þeir sem eru á höttunum eftir ná- kvæmum lýsingum á kynlífi verða að róa á önnur mið. Má þó vera að sumum þyki fullmik- ið sagt, en í þessum efnum verður seint komist að sam- komulagi um það hvað sé til Hjá umboðsmanni bóka- útgáfunnar Mál og menning fæst verðlauna bók Guðlaugs Arasonar Eldhúsmellur árituð af höfundi. Ath. Félagar fá Tímarit Máls og menningar og verulegan afslátt af nýj- um og gömlum bókum frá útgáfunni. Umboðsmaður Máls og menningar á Dalvík er Brynja Grétarsdóttir, Hjarðarslóð 3a. lýta og hverju ekki má sleppa. Undirritaður telur að Guðlaug- ur kunni þá list að segja ekki of mikið, ekki eingöngu á þessu sviði heldur og í heildarupp- byggingu sögunnar. Hvar á að hætta sögu? Við þekkjum mörg dæmi þess að höfundar geta ekki hamið sig eða treysta ekki lesendum sínum til að melta söguna, þeir teygja lopann lengi eftir að risinu í frásögninni er náð. Guðlaugur hættir frásögn- inni á réttum stað og leyfir lesendum sjálfum að ganga frá lausum endum. Það er hjónabandið og staða konunnar innan þess sem er á dagskrá og Guðlaugi liggur mikið á hjarta, svo mikið að lesandanum finnst hann stund- um ekki vera áheyrandi að samtali venjulegs fólks heldur staddur á fundi þar sem menn lesa upp skrifaðar ræður. Það er einkum sögupersónan Fanney sem geldur þessa. Hún er mikill baráttumaður fyrir auknu frelsi kvenna, hún hefurauðsjáanlegá lesið mikið um þessi mál og kynnst mörgum nýjum hug- myndum, kannski í Kaupmann- ahöfn þar sem hún bjó um tíma. Fanney kemur skyndilega inn í tilveru söguhetjunnar, Önnu Dóru, og verður þess valdandi að Anna Dóra gerir sér grein fyrir því að lífið býður upp á fleiri möguleika en þann að bæla tilfinningar sínar með dagskammti af róandi lyfjum. Reyndar kemur á daginn að ,,byltingarmaðurinn“ Fanney lifir einnig í hálfgerðum drauma heimi, og því má vera að höfundurinn hafi vísvitandi gert hana blinda á allt nema þann ,,sannleika“ senr hún hefur höndlað. Ekki þar fyrir, í samfélagi okkar úir og grúir af fólki sem höndlað hefur ein- í vetur var hér i blaðinu sagt frá bátakaupum til Dalvíkur og þá bent á þá staðreynd að dekk- bátar, sem gerðir eru út héðan fara stækkandi. Nú í sumar og haust hafa verið seldir héðan tveir bátar, sem voru um og yfir 20tn að stærð, en á sama tíma hafa verið keyptir tveir aðrir sem eru mun stærri, svo enn heldur áfram á sömu braut. Stefán Stefánsson, útgerðar maður og skipstjóri, keypti bát frá Keflavík, sem ber nú nafnið Búi EA 100 eins og fyrri bátar Stefáns, en h'ann seldi eldri bát- inn til Húsavíkur. Nýi Búi er stálbátur, 47 tn að stærð, byggður á Seyðisfirði 1970, en er með nýrri 175 ha Scania Vabis aðalvél. Verið er að búa bátinn til línuveiða og mun hann landa fyrst um sinn á Bakkafirði, en seinna mun hann fara á neta- veiðar og landar þá afla sínum hjá Hraðfrvstiúsi KEA, Dalvík. Einnig hefur fiskverkun Jó- hannesar og Helga keypt bát frá Keflavík, sem heitir Stafnnes. Báturinn, sem er 57 tn að stærð var byggður í Hafnarfirði 1954 en hefur verið endurbyggður síðan og er nú í góðu ástandi. Verið er að búa hann til neta- veiða og munu þeir verka aflann sjálfir. Skipstjóri verður einn af eigendum, Sævar Sigurðsson frá Akureyri, en hann hefur verið skipstjóri á nokkrum bát- um sem gerðir hafa verið út héðan. Síðasliðinn vetur var hann skipstjóri á Fagranesi ÞH. Bliki hf. er nú að stækka fisk- hvern sannleika og sér ekki nema þann hluta af heiminum sem fræðikenningin fjallar um. En Fanney er ekki lík slíku fólki að öllu leyti; flestum söguper- sónum virðist þykja gaman að tala við hana. Sögunni lýkur þar sem Anna Dóra og Fanney kveðjast. Fanney hefur gefist upp við að skapa nýjan heim, og ætlar á vissan hátt að snúa baki við vandamálunum með því að loka sig inni í hópi fólks sem hefur svipaðar lífsskoðanir og hún sjálf. Anna Dóra treystist ekki til að fylgja henni, hið nýja umhverfi hefði orðið hennijafn framandi og líf á öðrum hnetti. Fanney kveður en lífið verður ekki einsog það var áður en hún kom, eitthvað hefur breyst. Anna Dóra er nú reiðubúin að horfast í augu við staðreyndir lífsins, þær eru ekki allar ánægjulegar og ástæðulaust að sætta sig við þær, en mann grunar að nú muni hún takast á við erfiðleikana í stað þess að flýja á náðir róandi lyfja og fánýtra drauma um fyrir- myndarhúsmóðurinar. í fyrsta sinni á ævinni hlakkar hún til að koma heim. Eldhúsmellur er 171 bls. bundin í sterklegt band. Guð- laugur notar ekki skólastafsetn- ingu, lái honum hver sem vill. Það hrekkur víst enginn í kút þótt hann sjái breiðan sérhljóða á undan -ng eða nk, enda hefur sá framburður verið algengast- ur hér frá því á 13. öld. Afur á móti hefur Guðlaugur látið af þeim hvimleiða vana að slá óskyldum smáorðum saman í eitt eða slengja þeim aftan við önnur orð, eins og sjá má í Vindinum, og er það vel. Hafðu þökk fyrir söguna, Guðlaugur. Ottarr Proppé. verkunarhús sitt. Viðbyggingin sem er orðin fokheld, er 290 m2 að grunnfleti, en hluti hússins er á tveimur hæðum. Húsið fyrir var 336 m2 og er þetta því veru- leg stækkun. Fyrr á árinu voru Blikamenn búnir að kaupa ýmis tæki til fiskverkunar sinnar, en þeir hafa tekið afla af fleirum en sínum eigin bátui. Umferðaróhöpp Tvö umferðaróhöpp urðu nú um helgina, en að sögn lögregl- unnar hefur sem betur fer ekki borið mikið á slíku að undan- förnu. Á föstudaginn varð harður árekstur á mótum Svarf aðarbrautar og Mímisvegar. Þar rákust saman tvær jeppa- bifreiðar, engin slys urðu á fólki, en báðar bifreiðarnar voru óökufærar á eftir. Þá rákust tvær fólksbifreiðar sam- an á mótum Goðabrautar og Stórhólsvegarsl. mánudag. Eng in slys urðu á fólki, en önnur bifreiðin skemmdist talsvert. Þá er þess að geta, að bifreið fór út af veginum í Ólafsfjarðar múla fyrir skömmu. Slysið átti sér stað við hjallana, bifreiðin fór nokkrar veltur en stöðvað- ist áður en að aðalbrattanum kom. Tvennt var í bílnum og sluppu bæði ómeidd en bifreið- in er talin ónýt. Síðastliðinn miðvikudag varð svo það óhapp á Hafnar- braut að jeppi ók á kyrrstæðan fólksbíl. Jeppinn valt og teppt- ist umferð um hríð en engin slys urðu á fólki. Dalvíkingar! Enn er unnt að fá fasta tíma í íþróttahúsinu. Pálrún Antonsdóttir tekur við pöntunum í íþrótta- húsinu, sími 61382. Bæjarstjórinn á Dalvík. TILBOÐ Tilboð óskast í húseignina Kamb til brottflutnings. Tilboðin afhendist undirrituðum fyrir 21. október. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SÖLTUNARFÉLAG DALVÍKUR HF. Jóhann Antonsson. Heimilisþjónusta Síðari hluta þessa mánaðar hefst heimilisþjónusta á vegum bæjarins. Heimilisþjónustan felur í sér eftirfarandi atriði: 1. Aðstoð við aldraða í þeim tilgangi að gera þeim kleift að dvelja lengur í heimahúsum. 2. Aðstoð við sjúklinga í heimahúsum I þeim tilgangi að stytta sjúkrahúsvist, eða jafnvel koma í veg fyrir hana. 3. Umsjón með heimili, þar sem húsmóðireða heim- ilisfaðir eru fjarverandi vegna veikinda. 4. Aðstoð við fatlaða sem búa einir. 5. önnur tilfelli, sem meta þarf hverju sinni. Nánari upplýsingar veita fulltrúar í félagsmálaráði. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu eru beðnir að hafa samband við formann félagsmálaráðs, Val- gerði Guðmundsdóttur, Hólavegi, sími: 61490. Bæjarstjórinn á Dalvík. TVEIR NYIR BATAR 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.