Norðurslóð - 24.10.1980, Síða 2

Norðurslóð - 24.10.1980, Síða 2
» NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur'E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiösla og innheimta: Sigri Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: Rögnvaidur Sk. Friðbjörnsson Prenlun: PrentsmiOja Björns Jónssonar Litið um farinn veg Nú eru liðin rétt þrjú ár síðan þetta blað okkar, Norðurslóð, hóf göngu sína. Þennan spöl hefur það komist klakklaust og haldið áætlun, sem sett var í upphafi, þ.e. mánaðarleg út- koma með sumarfrii í júlí og ágúst. Það hefur nú fyllilega sannast að þær vonir, sem útgefendur létu í ljós i fyrsta tölublaði um lífsmöguleika blaðs af þessu tagi, voru á rökum reistar. Það hlaut góðar móttökur strax í upphafi og hefur haldið vin- sældum sínum óskertum enn sem komið er. 700 áskrifendur að blaði, sem einskorðar sig við málefni byggðarlags ekki fjöl- mennara en Dalvík-Svarfaðar- dalur, má teljast afargóð út- breiðsla. Það hefur reyndar komið á daginn, sem líka mátti vænta, að svo áhugasamir sem heima- menn eru um útgáfuna, þá eru brottfluttir Svarfdælir þó jafn- vel enn áhugasamari og hafa margir þeirra látið í ljós hug sinn til blaðsins á ótvíræðan hátt. Svarfaðardalur og Dalvík eru ákaflega nátengd sveitarfélög bæði sögulega, atvinnu- og félagslega. í þessu byggðarlagi mun vandfundinn sá maður, sem sé svo sljór, að hann sjái ekki og skilji hvernig sveitin og kaupstaðurinn eru hvort öðru háð, bæta hvort annað upp og mynda sterka, samvirka heild. Norðurslóð vill taka mið af þessari byggðarsamstöðu í efnis vali sínu með því að blanda hæfilega saman efni úr sveit og bæ. Það er því með ráðnum huga gert, ef af henni er bæði fisklykt og angan af grasi. Hún vill fyrir sitt leyti treysta hina félagslegu innviði byggðarlags- ins og vonast til að útgáfa byggðarblaðs ein sér sé nokkurt framlag í þá veru. Þrjú ár er ekki hár aldur, en þó eru þau mörg orðin blöðin og tímaritin á íslandi, sem fæðst hafa í heiminn við óskir og vonir um gott gengi og langa lífdaga, en sofnað svefninum langa löngu fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn. Þau örlög hlaut Norðurslóð ekki. Það hefur sannast að blaðið hefur hlutverki að gegna, Það hefur líka sýnt sig, að fjárhags- grundvöllur getur verið fyrir hendi, ef aðstandendur þess eru tilbúinir að leggja nokkuð á sig í vinnu og fyrirhöfn og þeir, sem fyrirtækjum og félögum ráða í héraðinu láta blaðið njóta eðli- legra viðskipta. í von um að svo verði fetar Norðurslóð áfram leið sína mót komandi tíð. 'íljujog*. . rm £it44<f<t , ' W/0' /■.<* ■& ’iz/, ■ ty I !*««-** —; s*yfiffritxc»*$pjrðLfi 1 W 47e»**##*»* || fimXf UÍM Æ Xti* 3K»«$**xx>l2 ?, @ fxt-úc. 1 kmtmzL Emm Fxýstíhúsw VSK»K errie Srnerspöud ij MJ þtíRR TiL YHiSieafP Sm/TPfr. M. fí: jj M ók&f&m LvrrfftyMtfUj $*??.„(, # suhkJj j # f pifiiFsoS'T P _ Sfrt* | j * itiKMtfrfssfi, þ*<< { ú{f /*■</' jj . * {£**»* jsev' *&)■* |í 4t 'úrmr$r&s,y T $&l7FíS* í # SífttFim* r ýtíJuutM. xnvArfM/Ui I V 64 PvxtuM \ SfítVXSrPi*: f yju/UAi. ,* (,£*.- < ■fyHnSkii'Sfiw ♦ órmtusiu ?r* x.dffssfí. *t> vtuust t I xUf/HjQ • ri! V*OiS<iiRUU fa'artus) í , j ‘OlLUrt OttiOUM \ ....'—/Sf , ' I X j J * jhuTíTsmxr úxDeoí Xbmm rit fimfXff.. } fíUMit ftifitsitít* JJtMi V.Sí*/stU} sý 4í*>${■**.■**%* VH>UÍ)Cw ijs-íSF U ítrtUfirtf’V '# ViAfssvrítt)?> ; Sfritt Cfl}i foitinls /r.ert Vru/i-k. _ íj Þetta eru ekki veggspjöld á Torgi hins himneska friðar í Peking, heldur í inngangi verslunarhúss KEA á Dalvík. - Sælt væri það blað, sem fengi allar þær auglýsingar til birtingar. Úr ársreikningi Svarfaðardalshrepps Nú í vikunni var dreift um sveitina prentuðumársreikningi Svarfaðardalshrepps fyrir árin 1978 og 1979. Kemur þar glögglega fram staða hreppsins bæði að því er varðar rekstur og eignir. Til fróðleiks þeim, sem ekki fá reikningsuppgjörið í hendur, birtum við nokkrar tölur frá síðara árinu, 1979. Heildartekjur ársins urðu kr. 58.765.773. Þar af voru útsvör Frá bæjarstjóranum á Dalvík Blaðið leitaði frétta af opinber- um framkvæmdum á Dalvík á liðnu sumri. Eftirfarandi upp- lýsingar lét bæjarstjórinn góð- fúslega í té: Segja má að framkvæmdir á vegum bæjarins eða bæjarfyrir- tækja hafi verið nokkuð sam- þjappaðar á þessu ári. Stærstar eru þar tvær framkvæmdir, þ.e. bygging skólahúss oggerð hafn- armannvirkja. Báðar þessar framkvæmdir eru sameiginlegar með ríkissjóði og sveitarfélag- inu, þannig að framkvæmda- hraði verður alltaf háður fjár- veitingum af fjárlögum hverju sinni. í báðum þessum tilvik- um hefur svo skipast að til að ná ákveðnum framkvæmdaáföng- um hefur orðið að leggja fram meira fé frá heimaaðilum, en lög- eða samningsbundin skipt- ing gerir ráð fyrir, en slíkt jafn- ast síðan við áframhaldandi framkvæmdir. Fyrrihluta árs var unnið við innréttingar á barnadagheimili sem tekið var í notkun nú í september. Gatnagerð hefur einungis verið gerð nýrra gatna en engar slitlagsframkvæmdir. Hita- og vatnsveitufram- kvæmdir hafa verið litlar, fyrir utan lagnir að nýjum húsum. Þó má nefna, að við borholur hita- veitunnar að Hamri var fluttur miðlunargeymir og komið upp vararafstöð þar sem eldri vara- rafstöð var orðin of lítil fyrir djúpdælur hitaveitunnar. Nokkrar fjárveitingar voru einnig til framkvæmda sem eru sameiginlegar með öðrum, svo sem dvalarheimils aldraða og heilsugæslustöðvar, en hluti þeirrar byggingar verður tekinn í notkun nú í desember. ca. 35 milljónir, aðstöðugjöld 4,7 fasteignaskattur 2,9 jöfn- unarsjóðsframlag 8,5 tekjur af fasteignum 3 og vaxtatekjur 4,2 milljónir. Af útgjaldaliðum eru fræðslu mál langsamlega fjárfrekust. Til þeirra fara 17,3 milljónir og er það nettótala. Tekjur umfram gjöld á rekstrarreikningi urðu kr. 18,5 milljónir. Fjárráðstöfun og eignir. Á árinu seldi hreppurinn húsin á Hamri fyrir kr. 1,56 millj. systkinunum frá Hálsi, önnu, Gerði og Þorvaldi. Af tekjuafgangi fór til Dalbæjar sem stofnframlag kr. lOmilljón- ir og til Heilsugæslustöðvar 1 milljón. Að öðru leyti fór tekjuafgangurinn í svokallaðan Félagsheimilis- og framkvæmda sjóð ca. kr. 5,5 milljónir. Niðurstöðutala eigna hrepps- ins er kr. 114.882.407. Eru það að stærstum hluta fasteignir, þ.e. jarðeignirnar Hamar, Laugahlíð og Sveinsstaðaafrétt kr. 23,8 millj. og svo húseignir með tilheyrandi, þ.e. íbúð í Laugahlíð og Húsabakkaskóli að V<, Hafnarbraut 4 á Dal- vík að Vs, Sundskáli Svarf- dæla Vi, Þinghúsið á Grund, Dalbær að 1/5 og hlutdeild í Heilsugæslustöð allt til samans kr. 61.825.000. Þá eru sjóðs- eignir, aðall. Félagsh- og fram- kvæmdasjóður um 11,5 milljón- ir. Skuldir eru sáralitlar. Vetrardagskrá UMFS Eins og komið hefur fram áður, hyggst Ungmennafélagið hafa sem fjölbreytilegasta starfsemi í vetur og reyna að láta starfsem- ina ná til sem flestra. Megináhersla verður þó lögð á unglingastarfsemi í samvinnu við Dalvíkurskóla. Æfingartími yngri flokka verður á tímabilinu ljd. 17.30 -20.00 á virkum dögum, en á kvöldin starfsemi fyrir þá eldri. Eftirfarandi starfsemi er þegar hafin eða hefst nú um miðjan óktóber: Að auki mun Dalvíkurskóli hafa borðtennis og fleira á miðvikudagskvöldum í íþrótta- húsinu. Ofangreind upptalning á að- eins við um starfsemi i íþrótta- húsinu. önnur starfsemi verður auglýst síðar. Sú starfsemi fer eingöngu eftir þáttöku, má í því sambandi nefna t.d. skák, bridge o.fl. þ.h. 2 - NORÐURSLÓÐ fþróttagrein Aldurshópur Leiðbeinandi Blak Karlar Ólafur B. Thor. Badminton Allir Gunnar Aðalbj. Fimleikar Skólaaldur Matthías, Inga. Frúarleikfimi Konur Inga Matthías. Æfingatími Þriðjud. kl. 21.15. Lau. Og SU. (nánar Má. og Mi. au8'ýst Má. og Fi. síðar)' Handknattleikur: Stúlkur 13-15 ára Drengir 10-12 ára Drengir 12-14 ára Karlar meistarfl. Körfubolti: Drengir 13-16 ára Björn I. Hilmars. Þr. og Fi. Ólafur Sig. Þr. og Fö. Guðm. Jónsson. Þr. og Fi. Magnús Guðm. Þriðjud. kl. 20.00. Ólafuf B. Thpr. Mánud. Þessar stúlkur eru fulltrúar þeirra mörgu barna, sem söfn- uðu fyrir Rauða krossinn af áhuga og dugnaði. Afríkusöfiiun Rauða krossins Eins hefur komið fram hug- mynd um stofnun hjónaklúbbs innan U.M.F.S. með dans- mennt í huga. Ef einhverjar óskir eða hug- myndir koma frá fjölda ung- mennafélaga um einhverja starf semi sem hér hefur ekki verið upptalin, mun stjórn U.M.F.S. að sjálfsögðu reyna að verða við þeim óskum ef næg þáttaka er fyrir hendi. Með ósk um ánægjulegt vetrarstarf, og að sem flestir ungmennafélagar finni sér eitt- hvað við sitt hæfi. Stjórn U.M.F.S. Deild Rauða krossins við utan- verðan Eyjafjörð (Dalvíkur- læknishéraðs) gekkst fyrir pen- ingasöfnun á svæðinu um síð- ustu helgi. Söfnunin fór fram í samvinnu við skólana á svæð- inu, Dalvík, Húsabakka, Ár- skógi og í Hrisey, þ.e.a.s. börnin unnu verkið, gengu í hús í bæ og sveit og söfnuðu framlögum. Árangurinn varð góður, fólk var fúst til að leggja fé af mörkum. Heildarupphæðin varð um það bil kr. 2.6 milljónir. í læknishéraðinu eru í kring- um 2.200 manna eða sem næst 1% þjóðarinnar. Með sömu gjafmildi á landsvísu ætti því söfnun Rauða kross íslands að gefa um 260 milljónir. Hins vegar hafði Rkr.ísl. sett sér það mark að safna a.m.k. 100 milljónum. Hefði okkar hlutur af því átt að vera sem næst 1 milljón. Svo við megum vel við una. Rauða kross deildin vill koma á framfæri þakklæti til allra, sem að söfnuninni stóðu, gefenda og ekki síður barnanna, sem lögðu fram vinnu og áhuga við verkið.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.