Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 1
6. árgangur__________Miðvikudag 27. janúar 1982___________1. tölublað Refirnir koma frá Grenivík. Karl Sævaldsson, Þorsteinn Aðalsteinsson forstjóri, Eggert Þorsteinsson og tveir menn úr Höfðahverfi. NÝ BÚGREIN - 3500 REFIR? Hvernig var tíðin? Vonda árið 1981 Blaðið hafði tal af Þorsteini Aðalsteinssyni loðdýrabónda og spurði um ganga mála á Böggustöðum. Þið eruð að J'ara af stað með nýja búgrein, ekki satt? Jú rétt er það, við tókum á dögunum í notkun nýja refa- skálann, sem er 2300 fermetr- ar að stærð. Hann á að geta rúmað 3-400 tæfur og það, sem þeim fylgir af öðrum dýrum þ.e. ca. 100 steggir og svo hvolparn- ir. Ef allt gengur vel þá má gera sér vonir um að þarna verði til húsa hluta úr árinu svo sem 3500 refir. (Þetta er meiri fjöldi en talið er að nemi öllum villta, íslenska refastofninum.) En hve mörg dýr eru núþegar komin í búið? Þaðeru 140tæfurog45stegg- ir, allt ungdýr frá í vor sem leið. Það er því ekki hægt að búast við jafnmörgum hvolpum eins og væri, ef tæfurnar væru eldri. 5 hvolpar á tæfu mætti teljast dágott. Hvernig er markaðurinn? Hann er ágætur núna. Núna í desembersölunum (í London) var blárefaskinnið á ca 670 krónur. Nú með 12% gengis- fellingunni væri það ca. 750 krónur. Útlitið er bjart. En minkabúið? Það gengur nú svona upp og niður, heilsufarið í stofninum er aldrei nógu gott. Skinnaverð er hinsvegar ágætt. Við eigum framleiðslu síðasta árs óselda, en hún verður seld núna næstu dagana og þá í Danmörku. Ætli skinnverðið sé ekki a.m.k. kr. 300 núna. Ertu bjartsýnn a framtíðina? Hvað heldurðu, maður, það þýðir ekkert að vera með einhverja bölvaða svartsýni. Þess skal getið í lokin, að Ytra-Garðshornsmenn eiga 4 læður í geymslu á Böggustöð- um, og eiga þær og það, sem út af þeim kemur í vor, að verða vísir að nýju refabúi. Jæja, hvernig varsvo tíðin á því herrans ári 1981? Grábölvuð, þakka þér fyrir, mundu víst flestir svara, illviðrasamur vet- ur, hart vor, óþurrkasamt sum- ar spretta og heyskapur tveim- ur til þremur vikum seinna en í meðalári, haustið lagðist snemma að og vetur gekk í garð í septemberlok og frysti nálægt helming kartöfluuppskeru Ey- firðinga í jörðu. Ef menn vilja renna veður- fræðilegum rökum undir þessar fullyrðingar þá leiða úrkomu- mælingarnar á Tjörn í ljós að árið var mesta úrkomuár þar síðan mælingar hófust fyrir 12 árum. Úrkoman mældist 581,7 mm sem er nærri helmingi meiri en árið á undan en það var reyndar þurrviðrasamasta ár mælingatímabilsins. Þau liggja sem sagt hlið við hlið þurrasta og blautasta árið. Þetta eru öfgafullir tímar. Meðal úrkoma tímabilsins 1970-1981 er 482 mm sVo að úrkoman 1981 er 100 mm eða 20% umfram meðallag. Árið 1975 gengur næst þessu ári hvað úrkomu snertir en þá mældist hún 580 mm. Eins og fram kemur á línuritinu yfir ársúrkomu undanfarinna I2ára þá sker árið 1981 sig glögglega frá næstu árunum á undan þ.e. árabilinu 1976-1980 en þetta tímabil má teljast úrkomu- snautt. Hins vegar sver árið sig mjög í ætt við fyrri hluta áttunda áratugarins hvað úr- komu varðar. Á síðasta ári mældust 183 úrkomudagar en meðaltals- fjöldi úrkomudaga síðastliðin 12 ár er 165. Árið er ekki metár hvað varðar úrkomudaga því árið 1972 voru þeir 193. TAFLA Mán. Úrkomum. Úrkomud. Jan. 88,4 mm 21. dagur Feb. 29,5 mm 15 dagar Mars 73,8 mm 20 dagar Apr. 24,5 mm 7 dagar Maí 13,3 mm 6 dagar Jún. 17,0 mm 8 dagar Júl. 33,3 mm 15 dagar Ág. 56,5 mm 16 dagar Sept. 86,6 mm 18 dagar Okt. 66,5 mm 19 dagar Nóv. 32,6 mm 20 dagar Des. 59,6 mm 18 dagar Alls 581.7 mm 183 dagar Þótt vorið væri fremur hart var allur snjór horfinn úr byggð þann 15. maí. Þann 6. sept. snjóaði og varð alhvítt en sjó- inn tók uppsamdægurs. 29. sept gránaði jörð og þann þrítugasta má segja að vetur hafi gengið í garð með norðan hríðarfjúki, því snjó tók ekki upp eftir það. Kýr voru almennt teknar inn 29. sept. og sláturlömb voru víða tekin á hús og höfð á gjöf í viku eða hálfan mánuð fyrir slátrun en það er mjög óvenjulegt. Til fjalla var vetrarsnjórinn ekki horfinn að fullu fyrr en í endaðan júní. I júlí og ágúst gránaði af og til í efstu hjúka eins og alvanalegt er en eftir 6. sept má segja að snjór haldist stöðugur í fjöllum. Fáft er svo með öllu illt .... Til marks um það hve illa voraði og snjóa tók seint upp er, að svanirnir á Tjarnartjörn komu upp ungum sínum. Þetta kann að þykja mótsagnakennt en svo er þó ekki. Yfir svönun- um á Tjarnartjörn hvílir sú Frainhald á bls. 3. Utgerðarfélag Dalvíkinga hf. Kynning Upphaf Dalvíkurbæjar, saga hans og þróun er nátengd sjávar- útvegi. Útgerðarfélag Dalvík- inga hf. er nú stærsta útgerðar- félagið hér. Áhrif þess á atvinnu- líf staðaríns eru mikil, bæði bein og óbein. Skip útgerðarfélagsins hafa að mestu staðið undir hráefnis- öflun fyrir frystihúsið, á síðasta ári yfír 95%, þar sem bátarnir eru nú flestir með eigin fiskverk- un. Fastráðnir á skipin og í landi eru nú 40 menn. Á launaskrá Hraðfrystihúss Kaupfélags Ey- fírðinga á Dalvík voru árið 1981 110 menn, þar af 20 menn búsettir á Hjalteyri en þangað hefur skreiðarfískurinn verið fluttur og verkaður þar síðast- liðið ár. Taldi Aðalsteinn Gott- skálksson, frystihússtjóri, þetta báðum byggðarlögum til hags- bóta, þar sem hér skorti það vinnuafl, sem fyrir hendi væri á Hjalteyri og aðstæður fyrir hjalla væru betri þar. Auk þessa skapast auðvitað mikil vinna í kringum togarana hjá ýmsum þjónustufyrirtækj- um á staðnum. Af þessu má sjá að það er ekki út í hött að í þetta sinn hefur Norðurslóð leitað til Björgvins Jónssonar, framkvæmdastjóra og beðið hann að fræða lesend- ur sína ögn um Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. Mér skilst að saga Útgerðar- félagsins sé ekki mjög gömul. Hvenœr var það stofnað og hver voru tildrög að stofnun þess? Það var stofnað formelga í mars 1959. Upphaflega voru það við Sigfús Þorleifsson og einstaklingar úr fjölskyldum okkar sem hugðumst stofna hlutafélag, en báðar fjölskyld- urnar höfðu um langan tíma stundað útgerð og fiskvinnslu, stóðu þar á gömlum merg. Við höfðum í huga að kaupa 250 tonna skip frá Austur-Þýska- landi. Við fengum tilskilin leyfí og gerðum samning um smíði skipsins. En gengi krónunnar okkar hefur lengi verið fallvalt. Á meðan á smíðinni stóð hækkaði verð skipsins ótrúlega mikið vegna gengisbreytinga eða úr 3 milljónum gömlum í 8 milljónir króna. Voruð þið þá svo vel fjáðir að þið gœtuð staðið undir þessari geysilegu hœkkun? Nei, það vorum við ekki. En um þetta leyti var hér talsvert atvinnuleysi, og bráð nauðsyn að fá meira hráefni á land. Þótt við treystum okkur ekki lengur til að standa einir að kaupunum, gáfumst við ekki upp og lyktir urðu þær að í hlutafélagið bættust Dalvíkurhreppur og Kaupfélag Eyfírðinga. Og ekki nóg með það heldur var brátt ákveðið að kaupa annað skip af sömu gerð. - Björgvin EA 311 kom í árslok 1958 og Björgúlfur EA 312 vorið 1960. Ég man að þessi skip voru kölluð „tappatogarar" og voru afskaplega falleg og rennileg. Hvernig reyndust þau? Sannleikurinn var sá að ýms- um tæknibúnaði var ábótavant frá Þjóðverjanna hálfu, en þegar á heiidina er litið reyndust þetta okkur góð skip bæði á síldveið- um og jDorskveiðum. Nú, af- koma Utgerðarfélagsins var þolanleg þótt skipin væiu fyrst og fremst gerð út með atvinnu og hagsmuni byggðarlagsins í huga. Eitt árið þrengdi reyndar það mikið að hag félagsins að skipin voru bæði send á vertíð en það hafði í för með sér atvinnuleysi hér heima og kom auðvitað illa niður á frystihús- inu og ýmsum þjónustufyrir- tækjum. Hvað áttuð þið þessi skip iengi? Þau voru bæði seld árið 1973, en þá þurftum við að fjármagna kaup á togara sem var í smíðum í Noregi. Sigfús Þorleifsson og hans Qölskylda höfðu þá fyrir nokkrum árum, ég held árið 1966, selt Dalvíkurhrepp og Kaupfélagi Eyfirðinga sinn hluta í félaginu. Skuttogarinn Björgvin EA 311 kom hingað í janúar 1974. Hvað olli því að þið selduð tvö skip fyrir eitt? Það gerðist margt á sama tíma. Síldin var horfin. Ný veiði- tæki var að ryðja sér til rúms. Skipin okkar voru að eldast og þurftu endurbóta við til að standa sig við nýjar aðstæður. Skuttogarar höfðu komið fram á sjónarsviðið og lofuðu góðu, en við gátum í bili ekki fjár- magnað nema eitt skip. Það kom svu auðvitað fljótlega í ljós að eitt skip var ekki hagkvæmt fyrir atvinnuna í landinu. Það mynduðust alltaf eyður. Það er þessvegna tilltölulega fljótt farið að hugsa um kaup á öðrum skuttogara. Ýmis ljón urðu þó á veginum. Við fengum ekki leyfi til að kaupa, erlendis frá á þessum tíma. Á endanum varð þó úr að í samráði við Slipp- stöðina á Akureyri fengum við að kaupa skipsskrokk frá Flekkefjord í Noregi (Þar var Björgvin smíðaður) með því skilyrði að Slippstöðin annaðist innréttingar, niðursetningu tækjabúnaðar o.fl. - gerði hann sem sagt siglingahæfan. Slipp- stöðin hf. á Akureyri afhenti okkur svo Björgúlf EA 312 í apríl 1977. Skuttogararnir hafa reynst okkur vel. Að vísu vildi svo óheppilega til að á síðast- liðnu ári urðu þeir fyrir meiri- háttar töfum vegna bilana, Björgvin í rúma 3 mánuði, þar sem skipta þurfti um vélina í honum, og Björgúlfur í 3 vikur. Hvað með framtíð útgerðar á íslandi? í örfáum orðum sagt: Með aukningu skipastólsins eins og verið hefur að undanfömu og ofnýtingu fiskistofna lýst mér ekkiá hana. Heildaraflatölur togara ÚD í tonnum 5 ár, 1977-1981: Björgvin Björgólfur 77 2.850 2.228 78 2.847 3.377 79 3.085 3.030 80 3.660 3.889 81 2.567 3.630 15.009 16.154 Sv. Bj. 3 '7302

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (27.01.1982)
https://timarit.is/issue/394017

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Hvernig var tíðin?
https://timarit.is/gegnir/991005135379706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (27.01.1982)

Aðgerðir: