Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 4
Að heiman ég fór Framhald af baksíðu. ncfnilega þar sem leiðir þeirra hjóna, Júlíusar Daníelssonar og Þuríðar Árnadóttur lágu fyrst saman, við kennslustörf í Hring brautarskólanum hjá Árna! B.G.) En áfram með smjörið úr kirnu Árna: - Um skólamálin getum við ekki rætt hér, en mig langar þó að láta koma fram í þessu spjalli er ég beitti mér fyrir stofn- un svokallaðrar verslunardeild- ar við Gagnfr.sk. við Hring- braut. Sú tilraun tókst mjögvel, og kom fljótt í ljós að miicil þörf var orðin á slíku námi sem komið gæti fólki að notum við hin ýmsu þjónustustörf. Aðrir skólar komu síðar í kjölfarið og stofnuðu slíkar deildir en þær nefndust síðar verslunarbrautir. Hagaskólinn varð fljótt mjög fjölmennur skóli, og er ég hætti þar skólastjórn árið 1967 voru í skólanum hartnær 1000 nem- endur og fjöldi kennara að sjálfsögðu í hlutfalli við það. Mörgum þótti undarlegt að .ég hætti skólastjórn um sextugt, en ástæðan var einvörðungu sú að ég taldi veg stofnunar- innar allgóðan á þessum tíma, og vildi ekki undir neinum kringumstæðum bíða eftir því að halla færi undan fæti vegna hækkandi aldurs míns. Hef ég aldrei iðrast þeirrar ákvörðun- ar. Eftir að ég hvarf frá skóla- stjórn gerðist ég stundakennari við K.H.Í. og fleiri framhalds- skóla. Þegar allt kemur til alls hef ég víst kennt samfellt fast að 50 ár. En er hér ógetið að Arni Þórðarson er höfundur nokk- urra kennslubóka, sem hafa orðið býsna langlifar á þeim skólastigum er nú kallast grunn- skóli og í flestum framhalds- skólum. Má. þar nefna staf- setningarkennslubók og staf- setningarorðabók, en þœr samdi hann ásamt starfsbróður sinum, Gunnari Guðmunds- syni. Einnig bókmenntaúrval i fjórum heftum, en þar eru höf- undar með honum nefndir G. G. og Bjarni Vilhjilmsson þjóð- skjalavörður. Við spyrjum um deili á hús- freyjunni sem Árni kallar Göggu og tekið hefur hlýlega á móti okkur með kaffiveitingum: - Er ég var orðinn 32ja ára gamall hafði ég loksins upp- burði í mér til að biðja mér konu Árni kímir og segir glettnisleg- um róm: Ef ég hef þá nokkurn tíma beðið hennar. Hún heitir Ingibjörg Einarsdóttir og er frá Stykkishólmi. Börnin eru tvö, Steinunn, húsfreyja í Reykjavík og Einar, verslunarstjóri á ísa- flrði. Barnabörn eigum við sex. Mikið efni varð að bíða næsta blaðs. Viðkomendur eru beðnir velvirðingar. Auglýsið í Norðurslóð Það borgar sig í bráð og lengd Takið eftir Hefur þú áhuga á að lesa danskar smásögur í 5-6 manna hópi? Ef svo er, hafðu þá sam- band fyrireða um helgina. Byrjum á þriðjudagskvöld og verðum í Laugasteini. Steinunn. Ef inni er þröngt. . . . Hvað hefur þú núfvrir stafni Arni? - Enn hef ég nóg að gera. Ég er m.a. á kafi í að gefa út hesta- mannablaðið Eiðfaxa. Þetta er mikið og veglegt rit sem kemur út einu sinni í mánuði og krefst þess vegna mikillar og stöðugr- ar vinnu. Ekki ber að skilja mig svo að ég einn komi þar við sögu, þar leggja margir hönd á plóginn. Eg er reyndar einn af þeim sem geng með hestadellu er sumir kalla því óvirðulega nafni ,,hrossasótt“. Síðastliðin 20 ár hef ég notið samvista við íslenska hestinn bæði vetur og sumar. Ég fóðra hesta mína sjálfur í góðum félagsskap hesta unnenda og hef farið langferðir um heiðar og hálendi íslands á hestbaki, m.a. tvisvar norður Sprengisand. Þar mætti margt um segja, en nú er nóg komið í bili. Liðið er á daginn orðið koldimmt og komin kvöldmat- arlykt í hverfið. Við kveðjum þau hjón, Árna og Göggu á heimili þeirra að Kvisthaga 17 og þökkum fyrir spjallið. Brynja/Júlíus. Bréf til Norðurslóðar Nokkrar fleiri uppyngingar? Kæru vinir norðan fjalla. Sendi Norðurslóð og vanda- mönnum blaðsins bestu óskir um farsæld á nýju ári um leið og ég þakka allt gamalt og gott. Þó þakka ég ekki, að þið skulið láta mig gata i Getraun fyrir gáfaða og það á tveim- ur spumingum, svo að allt hitt erfiðið verður til einskis. Eg er því ekki til viðtals um þá síðu blaðsins, þar sem mér skilst að Sú lauflétta veiti enga viður- kenningu! Þess vegna fletti ég blaðinu aftur á síðu 23. Þar er jóla- krossgátan. En um leið og ég kem auga á krossgátu eða myndagátu get ég hvorki neytt svefns né matar fyrr en lausn er fengin, þó að sjaldan nenni ég að senda hana tilbaka. Geri þó undantekningu nú, þar eð ég komst að því, þegar ég hafði fyllt úr alla reiti og fór að sícrá númerin á blað, að vísan er gamall vinur minn frá þeim árum, er ég sat á kné föður míns og hann kvað við mig. Hún er svona: Mastrið syngur sveigt í keng, seglið kringum hljómar. Raddir þvinga úr stagi og streng stormsins fmgurgómar. Steph. Stephansson. Það er annast furðulegt, hve gamlar vísur geta verið breyti- legar í munni fólks. Stundum getur líka verið, að höfundar hafi breytt þeim. En þó að ég sé ekki allskostar sammála Jónasi í Koti, hafði ég þó gaman af þættinum Gamalt vísnahrafl. Þökk fyrir ánægjulegt blað og þau tengsl, sem það skapar milli farfuglanna að heiman og þeirra sem halda tryggð við gamlar bemskuslóðir. Kær kveðja. Lilja S. Kristjánsdóttir frá Brautarhóli. P.S. Yngið þið nokkra fleiri upp heldur en frænku mina, hana Önnu Stefánsdóttur frá Gröf? Þakkarávarp Við sendum öllum þeim einstaklingum og félags- samtökum, sem auðsýndu okkur hlýhug og örlæti með ýmsu móti um jólahátiðina, bestu kveðjur og kærar þakkir. Lifirð heil. Heimilisfólk og starfsfólk Dalbæ. Þakkarávarp Hjartans þakkir til skyldra og vandalausra, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og skeytum i tilefni 50 ára hjúskaparafmælis okkarþann 7. janúar. Guð blessi ykkur öll. Unnur Sigurðardóttir Guðjón Sigurðsson Svæði. AUGLÝSING Hjá Dalvíkurbæ eru laus til umsóknar eftirtalin störf: starf við Hita- og Vatnsveitu Dalvíkur, kunnátta í járn- iðnaði áskilin. starf þungavinnuvélstjóra, æskilegt er að umsækj- endur hafi lokið námskeiðum í meðferð þungavinnu- véla. tvö störf við almenna vinnu hjá bæjarverkstjóra. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. febrúar 1982, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn Dalvík Valdimar Bragason. Fyrir 30 kr. á mánuöi áttu kost á ríflegum glaöningi sem getur gerbreytt fjárhagsstöðu þinni. Haföu þessar staöreyndir í huga: Allarþær136 milljónirsem HHl greiðirí vinninga íáreru skattfrjálsar. Milljónin sem getur lentá trompmiðanum er þaö líka. Ekkert annaö happdrætti hefur hærra vinnigshlutfall. Vinningaskrá: 9 @ 9 — 9 — 198 — 1.053 — 27.198 — 106.074 — 200.000 - 50.000 - 30 000 - 20.000.- 7.500- 1.500- 750,- 1.800 000 - 450.000- 270.000- 3.960 000 - 7 897 500,- 40.797 000 - 79.555,500- Vinningar eru 135 þúsund talsins. Allt í þeinhörðum peningum. >lý) fjiy Þú þarft ekki aö hafa fjármálavit til aö reikna út aö þaö er svo sannarlega tilvinnandi aö spila meö ... ma Freistaöu gæfunnar! r •■■■•••* iiiiaaaia ••••••! ■ ■■• •••• •• ■ •••• ■ ■■■ •••■ •• 1 •••• • ••• • • ■*• •••• •• •••• •• ■ ■■■■ • •■•■■« •■■■■•1 • ••• • ••• L. •■•••1 • ••• A 134 550 134.730.000- 450 — 3.000 - 1 350 000- 135 000 136.080.000- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn I C/J 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.