Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 27.01.1982, Blaðsíða 5
Svæðishjón eftir gullbrúðkaupið. Gullbrúðkaup í Svæði Sœktu feng í sjávarauð síst það nokkur lasta kann. Gefur drottinn björg og brauð, sem bœtir hag í hverjum rann. U.S. Svæði, lítið býli undir brattri fjallshlíð grænni á sumrin, hvítri á vetrum. Lágreist, snoturt íbúðarhús, og smávaxin útihús kúra í snjónum. Gamall Fergu- son-traktor malar notalega norðan við húsvegg, hefur verið gangsettur rétt til að sannreyna, að síðasta norðanáhlaup hafi ekki haft nein áhrif á hann frekar en aðrir duttlungar veð- ráttunnar síðustu 20 árin. Gullbrúðkaup, 50 ára hjú- skaparafmæli, er það svo sem eitthvað merkilegt? Já vissulega, á bak við það liggur löng saga tveggja manna, karls og konu, sem ung að aldri ákváðu að rugla saman reytum sínum og eiga samleið frameftir æfiárun- um, og sú saga er æfinlega merkileg og frásöguverð. Þann 7. janúar áttu þau þetta merkisafmæli hjónin í Svæði Unnur Sigurðardóttir og Guðjón Sigurðsson. Ekki er gott að vita, hvemig þessi saga byrjaði, því þau tvö vom jafnaldrar og nágrannar frá unga aldri, hún i Svæði og hann í Litlhól í landi Efstakots rétt sunnan við, svo þau hafa ekki komist hjá því að verða hvort á annars vegi meira og minna frá blautu bamsbeini. Brúðkaup í Svæði. En einhverstaðar verður sag- an að byrja og þá gæti hún kannske byrjað á gamlársdag 1931. Þá um kvöldið lögðu af stað fram í Vallnir (Velli) tveir ungir fríðleiksmenn af Dalvík, Guðjón í Litlhól og Finnur Sigurjónsson siðar bílstjóri með meiru. Þeir fóm á skautum, því svell var gott, og gengu í kirkju á Völlum, því presturinn sr. Stefán Kristinsson söng aftan- söng þar. A eftir messu kom í ljós að Guðjóni gekk ekki til ein saman kirkjuræknin að fara þessa ferð í sveitina. Hann kallaði prestinn afsíðis að lokinni messu og bað hann að skreppa nú niður í Svæði daginn eftir þrettándann og gefa þau saman í heilagt hjónaband sig sjálfan og unn- ustu sína Unni heimasætu þar. Prestur tók þessum frómu tilmælum ljúfmannlega, enda skýr embættisskylda og skemmtí legt starf að auki, og á tilsettum tíma þann 7. jan. 1932 birtist blessaður, gamli presturinn á skíðunum sínum, því undan- fama daga hafði verið íjúk og fannkoma. Prestur var í snjó- sokkum upp á mið læri utan- yfir skóm og öllu saman eins og þá var tíska og prýðilegur búnaður í djúpum snjó. Þannig stóð hann í skíðunum, klæddur þykkri úlpu og með broddstaf góðan og bar hempu sína, handbók og annan prestlegan búnað í poka um öxl. Það er ekki að orðlengja það að þá og þar vom hjónaleysin vígð í heilaga sambúð eftir kúnstarinnar reglum í heima- húsum brúðarinnar að við- stöddum nánum vinum og ættingjum. Flest er það góða fólk nú farið veg allrar verald- ar, þeirra á meðal svaramenn- imir Sigurður Beck í Svalbarði og Þorsteinn í Efstakoti. Enn em þó ofan moldar af brúð- kaupsgestum þau Valdemar í Hólkoti og Kristín í Svalbarði. Búskapur og bameignir. Síðan hafa þau staðið hlið við hlið í lífsins straumi Unnur og Guðjón og átt heima í Svæði allan tímann frá þessum ofan- nefnda heilladegi. Þau hafa búið líkt og aðrir í „kotunum“ fyrir utan ána þ.e. stuðst jöfnum höndum við gæði lands og sjávar, hann lengi sem vélstjóri á fiskibátum og síðan landmaður við útgerð og fiskverkun, hún sem skepnuhirðirinn á bænum, gegningakonan í fjósi og fjár- húsi. Og saman hafa þau unnið þess á milli allan tímann við heimilisreksturinn, bamaupp- eldið, heyskap og aðra venju- lega búsýslu. Svæði var upphaflega aðeins smáskák í Upsalandi, sem Símon heitinn í Sauðakoti fékk leigða þegar hann flutti býli sitt úr Karlsárlandi og þangað suður eftir, og lét nafnið fylgja með. Síðan var því fengið meira land og er nú um 7 ha að stærð. Þangað fluttu þau Ingibjörg móðir Unnar og Sigurður mað- ur hennar árið 1920. Gamli bærinn skemmdist mikið í jarð- skjálftanum 1934. Þá byggðu ungu hjónin nýtt hús um haustið, byggingarverð kr. 4.500.00. Löngu seinna, árið 1958, var smíðuð viðbygging norðan við, svo nú em húsa- kynni í Svæði rúmgóð vel og aðlaðandi. Nú er hljótt í bænum og flest herbergin mannlaus. En ekki hefur það alltaf verið svo. Börn þeirra hjóna urðu 4, fædd á ámnum 1932-1939, Snjólaug, Kjartan, Ragnheiður og Sigur- björg í þessari röð. Svo eignuð- ust þau fósturdóttur, Hugrúnu Marinósdóttur og síðan barna- böm, sem ólust upp hjá afa og ömmu, Sigurð Harðarson (og Snjólaugar) og Agnes Hauks- dóttir (og Ragnheiðar). Og á hverju sumri fram að þessu hefur hús og umhverfi iðað af smáfólki, því bamabörnin em orðin 18 og bamabamabörnin 6 í augnablikinu. „Vildi lifa allt upp aftur“. Og hefur þetta svo ekki verið óskaplegt basl? Basl, nei ekki aldeilis, þetta hefur verið gott og skemmtilegt líf frá upphafi til enda, segja þau einum rómi Unnur og Guðjón. Auðvitað var ekki auður í búi peningalega séð, síst framan af. En það hefur þó alltaf verið nóg fyrir sig að leggja og nú þegar ellin fer í hönd er maður að verða ríkur. Þetta er sagt bæði í gamni og alvöru. Þar kemur m.a. til eilli- lífeyririnn og svo atvinnutekjur húsbóndans, því enn stundar hann vinnu bæði daglaunavinnu við útgerð suður á Dalvík og við að sinna kindunum. (Þær em nú reyndar orðnar næsta fáar og flestar í eigu strákanna hennar Snjóku og annarra afkomenda). Já, þetta hefur verið ágætis æfi, sem við höfum átt saman, segir Guðjón. Eg vildi gjaman lifa hana alla upp aftur. Ekki mótmælir Unnur því, síður en svo. Hún hefur haldið sig meira heima við heldur en bóndinn samkvæmt þeirri verka skiptingu, sem þau komu sér upp snemma á árum. En þennan aðstöðumun hefur Unnur bætt sér upp á sinn hátt. Það er alkunna að hún hefur numið og geymir í minni sér heilan hafsjó af svokölluðum alþýðufróðleik. Helst lítur út fyrir að henni sé fyrirmunað að gleyma nokkru því sem hún hefur einhvern tímann heyrt eða lesið, ættar- tengsl manná og æfisögur, frá- sagnir atburða, ljóð og söngva. Það fréttist fyrir nokkru að ein- hverjir piltar hefðu ekið yfir Heljardalsheiði á vélsleðum og til baka aftur.Þetta þótti okkur nokkur tíðindi og báðum einn sleðamanna, Amþór Hjörleifs- son á Dalvík, að segja lesendum Norðurslóðar ferðasöguna. Hann brást vel við þeirri bón, og hér kemur sagan. Ritstj. Það var laugardaginn 2. janú- ar, er ég var á leið frá Akureyri, að komið var^ við í Ytra- Kálfskinni á Árskógsströnd. Hitti ég þar kunningja minn, Jón Inga Sveinsson. Hafði hann orð á þvi, hvort ég væri ekki til í að skreppa vestur í Skagafjörð yfir Heljardalsheiði á vélsleða með honum og fleirum. Var ákveðið í hvelli, að ef veður leyfði skyldum við mætast ofan við Jarðbrú um 10 leitið næsta morgun. Við mættum á 4 snjósleðum og einn aukamaður, sem á heima á Sauðárkróki. Tilgangur ferðarinnar var að koma honum áleiðis heim til sín, því að ófært var þá yfir Öxnadalsheiði. Aðrir, sem fóru þessa ferð voru Gunnlaugur Konráðsson Árskógssandi, Elías Höskulds- son Hátúni og undirritaður. Veður var mjög gott, en frost 10 gráður. Ekki vomm við nú betri en svo, að enginn okkar hafði farið leiðina yfir Heljar- dalsheiði áður. Nú var samt lagt af stað og gekk vel, þangað til komið var fram að Átlastöðum, en þar hófust deilur milli okkar um það, hvar heiðin væri. Var Sitjandi á stól þarna í stofunni þylur hún upp langar þulur, sem hún nam í bernsku. Og upp úr skúffu dregur hún blöð með einum 100 lausavísum, sem Siggi dóttursonur hennar hefur einhvem tímann skráð á blað eftir henni. Sumar kannast maður við aðrar hafa sennilega aldrei komist á þrykk. Þannig hefur Unnur auðgað líf sitt og annarra, sem í kring um hana hafa staðið í áranna rás. Blaðið flytur Svæðishjónum heillakveðjur, fyrir hönd les- enda sinna, og hamingjuóskir með vel lukkaða hálfrar aldar sambúð og þakkar ágætt fram- lag í samanlagt mannlíf byggð- arlagsins. Dropar úr vísnahafinu. Við sláum botninn í þennan pistil með nokkrum stökum af blöðunum hans Sigga, flestar eftir ónefnda hofunda. Hvað á að tryggja hgg minn hér? Hvar á að reka að landi? Hvar á að byggja, hvemig fer? Hvað á að liggja fyrir mér? tekið upp landabréf, en til öryggis renndi einn okkar heim að bænum.og spurði til vegar. Þar með var málið leyst. „Við látum skella á skeið“. Eftir þetta gekk ferðin ljóm- andi vel og var leiðin auðrötuð. Á leiðinni stoppuðum við til að líta í kring um okkur. Um kl. 12.30 vorum við komnir niðui að Sleitustöðum í Skagafirði, en þangað ætlaði faðir farþegans okkar að sækja hann. Okkur var mjög vel tekið á Sleitustöðum, boðið inn upp á kaffi og meðlæti. Bóndinn sagði okkur að það væri 14 stiga frost hjá sér. Einnig sagðist hann ekki vita til að komist hefði verið á snjósleð- um alla leið yfir heiðina fyrr. Þó vissi hann til að gerðar hefðu verið tilraunir til þess báðu megin frá, en menn hefðu aldrei komist alla leið. Þegar við vorum búnir að drekka kaffið, héldum við af stað heim á leið. Allt gekk eins og í sögu, við stoppuðum uppi á háheiðinni til að fá okkur í svanginn, en þá reyndist allt nestið frosið nema kaffið, svo við urðum að láta það nægja. Útsýnið var stórfenglegt, sólin rétt náði að lýsa upp fjallatopp- ana allt í kring. Um 3-leitið stönsuðum við fyrir ofan Bakka. Þar kvaddi ég samferðarmenn mína, en þeir héldu áfram heim til sín. Þar með lauk þessari vel heppnuðu vélsleðaferð yfir Helj- ardalsheiði til Skagafjarðar. Arnþór Hjörleifsson. Það um varðar þig ei grand, þér á að nægja vonin. Guð ákvarðar líf og land, lán, búgarðinn, auð og stand. Augum mœni ég angistar, út er kem á daginn. Yfir grænu öldumar að ysta bœnum Hríseyjar. Astin þolir engin bönd, oft em málin furðu vönd. Berðu mig yfir bárulönd að Brimnesi á Upsaströnd. Alla jafna átti ég bú alla jafna á Hálsi. Alla jafna eina kú, alla jajfha góð var sú. Nýrakaður orðinn er, engum skaða hlaðinn. Símon glaður feta fer fram Svarfaðardalinn. Það er tilhlýðilegt að enda þetta afmælisrabb eins og við byrjuðum það með vísu eftir húsmóðurina í Svæði, því hún kann líka nokkuð fyrir sér í vísnagerð. Ei þó virðist gatan greið getur birt til aftur. Okkar dimmu lífsins leið lýsi Drottins kraftur. u . ri.H.P, Frá Ferðafélagi Svarfdæla Lítið hefur farið fyrir starfsemi Ferðafélagsins það sem af er vetri. Nú er hinsvegar ætlunin að fara eitthvað að hreyfa sig. Skíðafæri er afbragðsgott um þessar mundir og hefur raunar verið oft í vetur. í hönd fer þó besti skíðatíminn ef að líkum lætur, þ.e. febrúar-mars-apríl- mánuðir með vaxandi birtu. Mun Ferðafélagið efna til nokkurra gönguferða, sem bráð lega verða auglýstar. Einn er sá staður, sem allir þurfa að heimsækja, helst mörg- um sinnum á vetri, og reyndar á sumri líka. Það er Stekkjarhús framan við Krosshól. Þangað er gott og notalegt að koma eftir klukkutíma rólega skíðagöngu. Oftast nær er fært öllum bílum á vegamótin norðan við Kóngs- staði og stundum lengra. Þar stíga menn á skíðin og ganga fram dalinn, framhjá rústum Hverhóls- og Krosshólsbæja og bráðlega blasir gangnaskálinn við og er alltaf opinn og öllu ferðafólki heimill, sem þangað vilja koma og hvílast og nota aðstöðu til kaffihitunar að því tilskildu, að sjálfsögðu, að vel sé um gengið (og kvittað í gesta- bókina.) Nú er það uppástunga Ferða- félagsins, að fólk geri sér það að vana t.d. eftir hádegi á sunnu- dögum, þegar veður er gott og skíðafæri, sem oftast er sæmilegt þama framfrá, að stökkva upp í bílinn sinn, taka með sér gang- fær böm sín, stinga brauðsneið- um og kannske kaffibrúsa í poka og skutlast fram að Kóngsstöð- um. Ganga þaðan í Stekkjarhús og taka upp nestið. Ganga lengra frameftir ef kraftur og tími er nægur. Fara t.d. í Sveinsstaði, hálftímagang eða svo. Þar er gaman um að litast. Bruna síðan heim undan hallanum. Þetta er skemmtilegt ferðalag. Til að veita sér þessa ánægju þarf engin samtök, ekkert skipu- lag, engar auglýsingar. Bara ákveða þetta sjálfur og gera það. Það er allt og sumt. Ódýrt, heilsusamlegt, ógleymanlegt. Dalvíkingar, Svarfdælir, allir, sem vettlingi geta valdið, reynið þetta a.m.k. einu sinni. ÞAÐ BORGAR SIG. Ffi. Svd. Arnþór með tryllitækið. Véltæknin sigrar Heljardalsheiði NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.