Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Page 1

Norðurslóð - 13.12.1983, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær 7. árgangur Þriðjudaginn 13. desember 1983 Kirkjan ómar öll Gleð þig, sœrða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf þessi klukknaköll boða Ijós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður tónahaf. Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lœgir vonskuvind, slekkur beiskjubál. Teigar lífsins lind mannsins sœrða sál. Kveikt er Ijós við Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nœgð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hœtt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bœtt. Lofið guð, sem gaf þakkið hjálp og hlíf. Tœmt er húmsins haf, allt er Ijós og líf. Stefán frá Hvítadal. Altaristaflan í Uröakirkju eftir Arngrím Gíslason. Myndin fengin úr bókinni um Arngrím. Jóladagbók Messur um hátíðarnar í Vallaprestakalli: Á aðfangadagskvöld kl. 6 - aftansöngur í Dalvíkur- kirkju. Á jóladag kl. 13.30 - messað á Völlum. Á jóladag kl. 16.00 - messað á Tjörn. Annan jóladag kl. 14.00 - messað að Urðum. Nýársdagur kl. 16.00 - messað í Dalvíkurkirkju. Söngur og tónleikar í Víkurröst þriðjudag27. des. kl. 21.00. SamkórDal- víkur og Barnakór Tónlistarskólans syngja. Píanó- leikur og enn fleiri atriði verða á dagskránni. Ef veð- ur leyfir syngur Samkórinn úti á götu á Þorláks- messukvöld. Afgreiðslutími verslana á Dalvík um jólin: Verslanir KEA verða opnar: Laugardaginn 17. des. verður opið frá kl. 13-19. Föstudaginn 23. des. verður opið frá kl. 9-22. Laugardaginn 24. des., aðfangadag, lokað. Þriðjudag 27. des. verður opið frá kl. 10-18. Laugardag 31. des., gamlársdag, lokað. Söluop verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Verslunin Sogn: Laugardag 17. des. kl. 10-22. Fimmtudag 22. des. kl. 9-19. Föstudag 23. des. kl. 9-23. Laugardag 24. des. kl. 10-12. Þriðjudag 27. des. kl. 13-18. Laugardag 31. des. verður verslunin lokuð. Dalvíkurapótek: Laugardag 17. des. kl. 13-22. Föstudag 23. des. kl. 9.30-23. Aðfangadag 24. des. kl. 10-12. Laugardag 31. des. verður apótekið lokað. Verslunin Ýlir: Dimmtudag 15. des. kl. 9-22. Laugardag 17. des. kl. 10-22. Fimmtudag 22. des. kl. 9-22. Föstudag 23. des. kl. 9-24. Laugardag 24. des. kl. 10-12. Gamlársdag 31. des. kl. 10-12. Verslunin Víkurtorg: Laugardag 17. des. kl. 9-22. Föstudag 23. des. kl. 9-23. Aðfangadag 24. des. kl. 9-12. Gamlársdag 31. des. kl. 9-12.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.