Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 13.12.1983, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Nýtt ár - nýjar vonir Fyrir skömmu var Bruno Kreisky fyrrverandi kanslari Austurríkis í heimsókn í Noregi, þar sem hann hélt fyrir- lestur í Verkalýðssambandinu í Osió og blaðamannafund á eftir. Þessi stórmerki stjórnmálamaður lét í Ijós miklar áhyggjur af vaxandi hörku í kalda stríðinu milli austurs og vesturs. „Það er hœttulegt' sagði hann „þegar stjórnmálamennirnir eru farnir að leita ráða hjá marskálkum og generálum. Það er hlutverk herforingja að heyja stríð og vinna. Þegar herforingi er spurður verður svarið á hernaðarvísu“. Þetta viljum við undirstrika að gefnu tilefni og vara við að íslensk stjórnvöld þiggi ráð hjá herfræðingum. Tilefnið er uppástunga, án efa komin frá einhverjum bandarískum hernaðaraðilum, að komið verði upp nýjum radarstöðvum á norðurhornum Islands. Hugmyndin hlýtur að vera þaðan komin, enda þótt hún sé borin fram á íslensku af manni úr okkar röðum og reynt að gera hana aðlaðandi með því að tengja hana öryggismálum sjómanna okkar og flugmanna. Fátt gæti nú gerst óæskilegra en það að tvinna saman meir en orðið er öryggismál Islendinga á sjó og í lofti og hernaðar- hafsmuni Bandaríkjanna og Nato hinsvegar. Það er mjög sennilegt að meirihluti þjóðarinnar sætti sig við núverandi hlutdeild okkar í bandalaginu, e.t.v. mikill meirihluti. Kannske má segja sem svo, að það ríki nokkurs konar jafnvægi í ósamkomulaginu um veru okkar þar. Hitt er aftur á móti víst að það jafnvægi væri úr sögunni og upp hæfust grimmilegar, nýjar innanlandsdeilur, ef nú ætti að fara að stíga frekari skref í átt til meiri umsvifa á hernaðarsviði. Þó að þetta sé máske mál, sem varðar alla Islendinga jafnt, þá snertir það okkur, sem búum hér á norðurslóðum landsins, meir en aðra, af því að það myndi færa anga vígbúnaðar- kapphlaupsins fetinu nær okkur en verið hefur um sinn. Það væri verðugt verkefni héraðs- og fréttablaða á Vest- fjöíðum og Norðurlandi að þau beittu sér einarðlega, og hvar í flokki sem aðstandendur þeirra standa, gegn slíkum hugmyndum og vöruðu stjórnvöld okkar við að Ijá máls á aðgerðum, sem ekkert gott gæti af leitt, en myndu valda hatrömum innanlandsátökum, sem ekki er á bætandi. Ef til vill er rödd okkar lágvær, þessara litlu héraðs- málgagna. En ef við mælum einum rómi, þá skal mál okkar þó heyrast alla leið upp í stjórnarráð íslands í Reykjavík. Að svo mæltu vill Norðurslóð óska lesendum sínum og allri þjóðinni gleðilegra jóla og láta í ljós þá von, að nýtt ár - árið 1984 - verði ár vaxandi friðar og aukins trúnaðar milli manna og þjóða, svo eitthvað verði leiðrétt af þeim óheillasporum, sem stigin hafa verið í samskiptum þjóða á umliðnum misserum. H.E.Þ. JÓLADRYKKIR FRÁ SANITAS 20% afsláttur af 1 lítra flöskum Pepsi Cola - 7Up - Appelsín - Dit pepsi Gerðið verðsamanburð á öðrum flöskustærðum Ekkert jólaborð án SANITASDRYKKJA SANA umboðið Ásvegi 13, Dalvík sími 61304. Kveðja til níræðrar kvenhetju Þann 26. júlí í sumar varð Sesselja Eldjárn á Hrafnistu í Reykjavík níræð. Þótt síðbúin sé vill Norðurslóð nú senda henni heillakveðju í tilefni afmælisins. Sesselja Guðrún var yngsta barn síðustu presthjónanna á Tjörn, þeirra Petrínu Soffiu Hjörleifsdóttur og sr. Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar. Hún er eina barn þeirra, sem enn lifir, og jafnframt er hún hin eina af barnabörnum eldri presthjónanna Hjörleifs Guttormssonar og Guðlaugar Björnsdóttur, sem nú er á lífi. Sesselja hefur á langri æfi lagt á margt gjörva hönd t.d. á félagsmálasviðinu. Sem ung stúlka á Dalvík tók hún þátt í að stofna Ungmennafélag Svarfdæla og á Akureyri mörgum árum síðar var hún megindriffjöðrin i að mynda Kvennadeild Slysavarnafélags- ins þar og gegndi formennsku í því lengi og af miklum skör- ungsskap. Flestir muna hana þó að líkindum best sem ráðskonu í M.A. og síðar í eigin mötu- neyti í Rósenborg og í Brekku- götu 9 á Akureyri. Síðari stað- urinn var eins og sambland af hóteli og einkaheimili fyrir mikinn fjölda manna, náms- manna og annarra, um langt árabil. Aratugurinn 1930-40 var trúlega blómaskeiðið í greiðasölustarfsemi þeirra systra, Sesselju og Ingibjargar, sem jafnan fylgdust að og stóðu hlið við hlið í lífsbarátt- unni. Sella hélt 90 ára afmæli sitt hátíðlega hér í Svarfaðardal og á Akureyri í sumar, þar sem félagar hennar í Kvennadeild Slysavarnafélagsins héldu henni dýrðlega veislu. Hún hefur nú um nokkurt skeið átt heima á Hrafnistu í Reykjavík. Hún er mikill unn- andi Norðurslóðar eins og margir brottfluttir Svarfdælir. I sumar sendi- hún blaðinu laglega peningasendingu og skrifaði utan á: Til besta blaðsins á fslandi. Norðurslóð þakkar sending- una og þessa einkunn, sem alveg örugglega er gefin í hjartans einlægni. Blaðið sendir Sesselju bestu jóla- og nýárskveðjur. Hún er góður fulltrúi þess stóra hóps Svarfdæla sem á morgni aldar- innar hleyptu heimadraganum og hösluðu sér völd á vettvangi starfsins utan heimabyggðar, en héldu samt áfram að vera Svarfdælir í hug og hjarta til hinstu stundar. H.E.Þ. Hver er maðunnn? Ef þú lesandi góður telur þig þekkja einhverja mynd, láttu okkur vita í síma eða pósti. Júlíus Kristjánsson, Hólavegi 7 Dalvík, sími 61218 Jónas Hallgrímsson, Bjarkar- braut 1, Dalvík, sími 61116 IV. Samkórinn og barnakórinn syngja útifyrir skólanum, stjórnandi Colin P.Virr. Æskan syngur 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.