Norðurslóð - 13.12.1983, Blaðsíða 22
Svarfdælsk byggð & bær
SKIRN.
Þann 3. des. var skírður Víðir Örn sonur Ómars Arnar Arn-
björnssonar og Lilju Friðriksdóttur, Ægisgötu 3, Dalvík.
Sigtýr. Júlíus.
DÁNARFREGNIR.
Mánudaginn 28. nóv. lést á heimili sínu Karlsrauðatorgi 20 á
Dalvík Sigtýr Ármann Sigurðsson, fyrrv. kaupmaður. Sigtýr
varfæddurað Hólum i Hjaltadal 5. okt. árið 1906. Foreldrar
hans voru Sigurður Jónsson og Sigfríður Sigurðardóttir frá
Sælu. Hann ólst að mestu upp með foreldrum sínum, en þau
dvöldust á ýmsum stöðum svo sem Skagafirði, Siglufirði,
Hrísey og loks hér á Dalvík. Hann gekk i barnaskóla og
unglingaskóla á Siglufirði. Þá fór hann á námskeið á Akur-
eyri bæði í siglingafræði og vélgæslu. Hann stundaði m.a. sjó
hér frá Dalvík og þá ýmist sem vélstjóri eða formaður og gerði
út trillubát héðan. Síðan fékkst hann við verslunarstörf og
hafði verslun í nokkur ár. Þá var hann einnig bílstjóri hér.
Þann 25. des. árið 1936 kvæntist hann Kristínu Stefánsdóttur
frá Gröf í Vallasókn. Þau eignuðust 2 sonu, Sigurð Arnar og
Sævar, sem báðir eru nú búsettir á Akureyri, kvæntir fjöl-
skyldumenn. Sigtýr var maður vel gefinn og vel lesinn og
fróður um marga hluti. Hann var listfengur, góður leikari og
leikstjóri og lagði mikið til þeirra mála. Hann var ljóðelskur
og allvel hagmæltur. Sigtýr var hinn mætasti maður og var
sæti hans vel skipað. Bróðir hans var Páll Steindór rithöf-
undur. Útför Sigtýs var gerð frá Dalvíkurkirkju 3. þ.m.
St.Sn.
Þann 25. nóvember andaðist í Reykjavík Júlíus JónHalldórs-
son, fyrrv. sjómaður, fisksali o.fl. Hann fæddist í Brekku-
koti hér í sveit 2. sept. árið 1911, sonur hjónanna Guðrúnar
Júlíusdóttur frá Syðra-Garðshorni og Halldórs Sigfússonar
frá Grund. Frá 8 ára aldri ólst hann upp á Dalvík (í húsinu
Grund). Hann stundaði sjó sem vélstjóri frá Dalvík og síðar á
Akureyri. Um 1960 flutti hann suður þarsem hann stundaði
fiskverkun og verslun og lagði á margt gjörva hönd.
Hann kvæntist Kristínu Sigmarsdóttur ættaðri frá Aust-
Qörðum 1932. Börn þeirra eru Eðvarð, Brynjar og Hildur, og
eru afkomendur Júlíusar orðnir margir í 3 ættliði.
Júlíus tók mikinn þátt í félagsstarfi Svarfdælinga í Reykja-
vík og nágrenni og hélt órofa tryggð við uppruna sinn og
heimabyggð.
(Sjá þáttinn Heiman ég fór í Norðurslóð í júní 1982.)
. . . og sveifla rokk með kvikum fæti“ Ljósm.: Hailgrimur Einarsson.
ELSTI BORGARINN
SOFFÍA Á URÐUM
/ heiðardalnum er heimbyggð
mínjþar hef ég lifað glaðar
stundir.
Hún sat á bekk í Urðabað-
stofunni þegar ég gekk í bæinn
2. des. Hún sat álút yfir prjóna-
skapnum. „Já, þetta á nú að
vera á hana Lilju litlu í Klaufra-
koti (dóttur-dóttur-dóttur
mína.)“
Það er hún Soffía á Urðum,
sem þetta mælir, 92 ára gömul
kona, elsti borgarinn í
Svarfaðardalshreppi. Það er
gaman að hitta þessa konu og
tala við hana svona glaða og
brosandi og Ijómandi af ánægju
og innri friði, eða þannig verkar
hún á mig.
Soffía fæddist 18. júlí 1891,6.
barn hjónanna í Göngustaða-
koti Jónínu Jónsdóttur frá
Göngustöðum og Jóhannesar
Sigurðssonar frá Auðnum. Börn
þeirra hjóna urðu alls 9, synirnir
Jón og Sigurður og dæturnar
Þuríður, Sigríður, Snjólaug,
Anna, Soffía, Sólveig og Stein-
unn.
Heyrt hef ég menn segja að sá
mikli ættbogi, sem kominn er út
af þeim hjónum Jónínu og Jóni,
sem lengst bjuggu á Hærings-
stöðum, sésvarfdælskasturallra
Svarfdælinga. Sjálf voru þau
hreinræktaðir Svarfdælingar og
segja má að börn þeirra öll
giftust Svarfdælingum og
byggju innan héraðs og eiga hér
urmul afkomenda.
Sú saga er sögð, að þegar
yngsta dóttirin, Steinunn, giftist
manni sínum Árna Valdemars-
syni, hafi presturinn sr. Stefán
Kristinsson átt að segja: „Jæja,
þá getur nú Jóhannes minn á
Hringsstöðum ekki hjálpað upp
á fleiri unga menn hér í
sveitinni.
En nú eru þessi systkini dáin
fyrir nokkru - öll nema Soffía.
Það er þess virði að kynnast
henni svolítið og hnýsast eftir
æfiferli hennar. Og það er
heldur engin fyrirstaða með
það, hún svarar öllum spurn-
ingum greiðlega og af mesta
lítillæti. Það kemur í ljós að hún
hefur ekki beinlínis gert víðreist
um dagana eins og sagt er. Og
svona liggur slóðin sem hér skal
greina.
6 bœir í dalnum.
Á Göngustöðumfæddist hún.
Barn að aldri fór hún í dvöl út í
Auðnir til frænda sinna þar. 12
ára gömul fór hún svo yfir í
Hæringsstaði til foreldra sinna,
sem þangaðfluttu 1903. Þarátti
hún svo heima til þess að hún
var 24 ára gömul og giftist
Hallgrími Einarssyni frá Koti.
Athöfnin fór fram í Urðakirkju
6. júní 1915. Sr. Kristján
Eldjárn á Tjörn gaf brúðhjónin
saman. Og það var nú ekki
mikið tilstand. En mamma gaf
samt gott kaffi, þegar heim
kom.
Svo fóru ungu hjónin að búa
á Þorsteinsstöðum strax um
haustið og bjuggu þar í 11 ár.
Þar voru nú heldur smá og
fátækleg húsakynni. Baðstofan
var svo mjó að ef setið var á
rúmunum báðumegin var ekki
hægt að hafa rokk á milli. En
einhvern veginn baslaðist það
nú allt saman áfram og lífíð
gekk sinn gang án stórra
sviptinga. Börnin komu í heim-
inn, Lilja 1916, Jónína 1919 og
Einar 1921. Svo voru fóstur-
drengir þeir bræðurnir Friðrik
og Jón Sigurðssynir (síðar í
Hánefsstöðum og Kambi á
Dalvík). Sömuleiðis Jóhann
Sigurðsson frá Göngustöðum,
sem var hjá þeim fjöldamörg ár.
Þetta urðu sem sagt 11 ár þar
Soffía og Hallgrímur.
til nýi eigandi Þorsteinsstaða,
Tryggvi Halldórsson, þurfti á
jörðinni að halda og hóf þar
búskap 1926. Þá fluttu Hall-
grímur og fjölskylda út í Klaufa-
brekknakot (sem þá og jafnvel
enn er stytt svo skemmtilega í
Klaufrakot). Þar voru þau
leigjendur Gunnlaugs Jóns-
sonar, sem átti jörðina. Land-
skuld (jarðarleiga) var 6 dilkar
árlega. Og þeir voru nú ekki
valdir af verri endanum hjá
honum Hallgrimi, því hann var
nú svoleiðis maður, sem ekki
vildi láta standa upp á sig í
viðskiptum.
Þetta var nú blómaskeið
búskapar þeirra Hallgríms og
Soffíu, 20 ársamfleytt. Reyndar
var kotið skelfing rýrt og hreint
útilokað að hafa sæmilegt bú
þarna. En þó, 3-4 kýr og 50-60
ær, þessu var hægt að fleyta með
sæmilegu móti og af þessu varð
að lifa. Og það tókst líka bara
ágætlega, því Hallgrímur kunni
að fara vel með skepnur og hafa
af þeim nytjar og Soffía kunni
að fara vel með takmörkuð efni
til heimilishalds. Og börnin
voru dugleg og vinnusöm, þegar
þau komu til, svo alít blessaðist
vel. Það er hægt að bjargast við
smátt, þegar fólk er nægjusamt
að eðlisfari og samtaka um að
fara vel með hlutina. Og þannig
var Klaufrakotsfjölskyldan.
Svo festu börnin ráð sitt og
fóru að búa þarna á bæjunum.
Lilja heima í Klaufrakoti,
Jónína á Klaufabrekkum og
Eirtar á Urðum. Þá fluttu gömlu
hjónin, sem reyndar voru nú
ekki svo gömul, úteftir til þeirra
hjóna Einars og Guðlaugar.
Hallgrímur andaðist 1966, en
hér situr Soffía enn og prjónar
sokk á barna-barna-barn.
/ fjallasalnum.
Þetta er þá í fáum dráttum
rösklega 90 ára ferill Soffíu á
Urðum. Hann hefur allur orðið
innan umgerðar hinna háu og
ægifögru fjalla, sem umlykja
byggð fram-Svarfaðardals. Alla
æfi hefur hún haft fyrir augun-
um þessi tignarlegu fjöll,
Kerlingu, Hæringsstaðahyrnu,
Skeiðsfjall, Vífílsfjall, Hnjóta-
fjall, Skjöld, Gimbrarhnjúk,
Áuðnasýlingu, Urðafjall svo
nokkur séu nefnd. Álla æfi
hefur Heljardalsheiðin blasað
við henni í vestrinu ef litið var
uppeftir dalnum og Rimarnar ef
litið var niðureftir. Hvergi virð-
ist fær smuga út úr þessum dal,
fjöll, fjöll á alla vegu. En
kunnugir vita samt að það er
fær leið niður úr og meginbyggð
Svarfaðardals opnast skyndi-
lega, þegar komið er dálítið út í
Urðaengið. Þarna hefur Soffía
lifað lífi sínu bæði vel og lengi.
Og hefur hún þá aldrei farið
út úr fæðingarsveit sinni? Jú,
það fór þó aldrei svo. Hún hefur
farið alla leið vestur á Sauðár-
krók í vesturátt og til Mývatns-
sveitar í austurátt. En til Húsa-
víkur? Nei, ekki svo langt
austur, bara Mývatnssveit. Hún
fór nú yfir Heljardalsheiði vestur
í Kolbeinsdal og Hjaltadal,
þegar hún var ung og ógefin í
föðurgarði. M.a.s. bæði að
sumar- og vetrarlagi. Og síðar,
þegar hún hafði eignast
skagfirska tengdadóttur, fór
hún nokkrum sinnum á bil
vestur í Hofsós og þar um kring.
Framhald á bls. 16.