Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Qupperneq 5

Norðurslóð - 13.12.1983, Qupperneq 5
Þættir úr Svarfdælasögu III Árni Hjartarson tók saman Sigrún Eldjárn gerði myndirnar Tók annar í hár henni, en annar hafði svipu í hendi. Yngveldur fagurkinn Ásgeirs- dóttir frá Brekku var kona fríð sýnum, greind og stórlynd en samt mun engin kona í saman- lögðum íslendingasögunum hafa mátt þola hvílíkt harðræði sem hún. Sem betur fer mun saga hennar ekki vera almennt dæmi um kvennakúgun í Svarfaðardal. Yngveldur varð nauðug viljug leiksoppur í smásmugilegri valda- streitt karlanna í dalnum. Ljótójfur goði gerði hana unga að fryllu sinni, berserkurinn og illmennið Klaufi rændi henni svo og kvæntist sárnauðugri, síðar var hún gift Skíða þræli Ljót- ólfs, manni langt fyrir neðan hennar virðingu en þyngstur varð henni þó i skauti Karl ungi, eða hinn ómálgi, sonur Karls rauða. Karl vó syni hennar þrjá og kallaði föðurhefndir, þótt þeir hefðu hvergi komið nærri vígi Karls rauða, heldur var það Ljótólfur sem þar stóð að baki. en Yngveldar var enn óbugað þrátt fyrir sonarmissinn og þótt Skíði væri flúinn til Irlands. Karl var þá ekki stærri í sniðum en svo, að hann sættist við erfðafjandmann sinn Ljótólf goða til að geta snúið sér alfarið að persónulegu stríði sínu gegn konunni. Karl selur Yngveldi Þá reið Karl vestur til Skaga- fjarðar og keypti skip i Kolbeins- árósi að þeim manni, er Bárður hét, og gerði félag við Bárð og réðst til skips, þegar hann var búinn. Hann lét fara með sér Yngveldi fagurkinn, og gerði hann það til skapraunar við hana, en eigi fyrir ræktar sakir. Þeir halda til Danmerkur og koma þar síð um haustið. Og er þeir hafa skamma stund þar verið, koma tveir menn af landi ofan, miklir og illilegir, og er þeir koma í kaupstefnu, spurðu þeir, hvort nokkur maður hefði ambátt að selja þeim. Karl spurði, hvað þeir mundu við gefa. „Það, sem vill,“ segja þeir. Karl sagði: „A ég ambátt, og mun ykkur dýr þykja, og eigi veit ég, hvort þið getið þjáð hana, því að hún er óvön verknaði.“ Þeir segjast mundu það ábyrgjast, - „og met þú hana,“ sögðu þeir. Karl sagði: „Hún skal vera fyrir þrjú hundruð silfurs." „Þess þyrfti," sögðu þeir, „að hún ynni mikið og vel, svo dýr sem hún er, og viljum við sjá hana.“ Kárl gengur á skip út og bregður sverði og spyr Yngvildi, hvort fullt væri skarð í vör Skíða. Hún sagði það aldrei jafnfagurt verið hafa sem nú. „Þá skaltu ganga á land með mér,“ sagði hann og tók í hönd henni og leiðir hana og sýnir þeim ambáttina. Þeir kváðust enga ambátt jafnfagra séð hafa. Þeir töldu honum nú silfrið. Karl mælti: „Það vil ég skilja að kaupa hana þvílíku verði, ef mér sýnist.“ Þeir sögðu: „Ekki muntu í raun koma um það, og er það líkara, að vér sjáumst aldrei.“ Síðan gengu þeir á land, en hún sperrtist við, og tók annar í hár henni og leiddi hana, en annar hafði svipu i hendi og keyrði hana. Karl kaupir Yngveldi Síðan fer Karl í víking suður um Evrópu, er að í tvö ár og þénar vel. Þá heldur hann til Danmerk- ur á ný, kaupir sér skip og tygjar sig til íslandsferðar. Og er hann var mjög búinn, sér hann, hvar tveir menn ganga og leiddu konu í millum sín; þar kennir hann kaupnauta sína og Yngvildi, og hékk annar trefill fyrir, en annar á bak. Þeir sögðu Karli: „Hér förum við með ambátt þá, er þú seldir okkur, og höfum við engu kaupi verr keypt; við börðum hana aldrei svo, að hún vilji vinna fyrir okkur, og viljum við nú gjarna selja þér hana aftur.“ Karl sagði: „Ég vil og nú kaupa hana.“ Hann taldi nú jafnmikið silfur sem þeir fengu honum. Hann leiddi hana til skips og lét gera henni laug og klæddi hana góðum klæðum og gerði hana svo sæla sem þá, er hún var sælust. Eftir það heldur hann til Islands og kemur skipi sínu í Svarfaðardalsárós og færir varnað sinn til Ufsa. Bú hans hafði þar staðið, meðan hann var utan. Urðu menn fegnir mjög hans heimkomu. Þá er hann hafði heima verið um stund, gengur Kann til Yngvildar og bregður sverði því, sem hann hafði vegið með sonu hennar, og mælti: „Hvort er fagurt skarð í vör Skíða?“ Hún kvað það aldrei jafn- fagurt verið hafa. Yngveldur bugast Nú situr Karl á búum sínum um veturinn en um vorið tekur hann að ókyrrast því enn gengur Yngveldur um með reist höfuð. Hann lætur því búa skip sitt. En er hann var búinn, leiddi hann Yngvildi fagurkinn til skips með sér, og voru skaps- munir hennar hinir sömu. Karl hélt í haf, og gaf vel byri, og tóku Þrándheim; var Karl þar um veturinn. En um vorið hélt hann til Svíþjóðar, og er hann kom í einn kaupstað, kemur maður af landi ofan, mikill og illilegur, og falar ambátt, ef nokkur væri föl. . . . . og brennir hann til ösku. Karl segir: „Ég hef að selja, og mun þér dýr þykja, eða hvað heitir þú?“ „Rauður heiti ég,“ sagði hann, „og mettu ambáttina.“ Karl svarar: „Fyrir sex hundruð silfurs," - og þessu kaupa þeir. „Þykir mér því betur,“ segir Karl, „sem þú gerir hana vesalli.“ Síðan gengur Rauður á land upp með hana, en Karl fer í kaupferðir til ýmissa landa og var þrjá vetur í þessari iðn. Karl var um vetur í Noregi og fór um vorið í kaupstefnu þangað, sem Haleyri heitir. Og einhvern dag gengur maður af landi ofan og leiðir eftir sér konu svo nakta, að aldrei beið á henni ríðandi ræksn; hún var alblóðug öll. Karl spurði, með hvað hann færi. „Þetta er ambátt ill og aum, er ég keypti hinn fyrri dag. En þessi ambátt fer mjög að kaup- um, og þykist sá betur hafa, er lausa lætur, en hinn, er við tekur, og vildi ég gjarna selja hana.“ Karl mælti: „Hvað heitir þú?“ „Ég heiti Brynjólfur." „Þú munt gera ambáttina ódýra,“ sagði Karl. Brynjólfur sagði: „Eigi nenni ég að selja hana með afföllum, heldur mun ég kvelja hana til dauða.“ Karl kaupir nú ambáttina og telur Brynjólfi sex hundruð silfurs, en Karl leiðir hana til skips, og var þar Yngvildur fagurkinn. Hún lagði þá hendur um háls Karli og grét, en það hafði Karl aldrei áður séð, að henni hefði nokkurs fengið, hvað sem að henni hafði borizt. Karl lætur gera henni laug og fá henni góð klæði. Þágekk Karl til tals við hana og brá sverði því, er hann hafði vegið með sonu hennar, og spurði, hvort fullt væri skarð í vör Skíða. Hún sagði það aldrei fullt mundu verða. Karl sagði: „Þá mun ég af leggja héðan í frá, og svo mundi ég gert hafa, ef þú hefðir þetta fyrr mælt. Skal ég nú færa þig Skíða, bónda þínum, því að ég veit nú, hvar hann er niður korninn." Sögulok Örlög Yngveldar eftir þetta eru nokkuð á huldu en sumir segja að hún hafi tortímt sér af óyndi. Ljótólfur bjó að Hofi, þar til er hann lézt, og fannst hann í óþokkadæl nokkurri á ofan- verðum vellinum, og stóð í gegnum hann saxið, er gert var úr sverði Atlanaut, er Klaufi hafði átt og Ljótólfur fékk eftir bardaga þeirra Karls hins rauða. Ljótólfur var færður suður og ofan á völlinn. Yfirgangur Klaufa gerðist svo mikill, að hann meiddi bæði menn og fénað. Karli þóttu mikil mein á um Klaufa, frænda sinn, er hann gekk aftur. Karl fór til haugs hans og lét grafa hann upp; var hann þá enn ófúinn. Hann lét gera bál mikið á steini þeim, sem er fyrir ofan garð að Klaufabrekku, og brennir hann til ösku. Karl lét gera blýstokk og koma í öskunni og rekur á tvo járnhanka; síðan sökkvir hann stokknum í hver þann, sem er fyrir sunnan garð á Klaufabrekku. Steinn sá, er Klaufi var brenndur á, sprakk sundur í tvo hluti, og varðaldrei mein að honum Klaufa síðan. Karl bjó í Uppsum yms hann hrökklaðist út í Ólafsfjörð undan ofríki Valla-Ljóts. Hann settist að á Karlsstöðum og varð ellidauður þar. Lýkur svo þáttum um Svarf- dæla sögu. NORÐURSLÓÐ - 5 aldrei beið á henni ríðandi ræksn.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.