Norðurslóð - 13.12.1983, Blaðsíða 7
Eldhuginn írá Böggvisstöðum
Aldarminning Guðjóns Baldvinssonar eftir Gunnar Stéfánss
Gunnar Stefánsson.
I sumar var öld liðin frá fæðingu
Guðjóns Baldvinssonar frá
Böggvisstöðum. Mér finnst til-
hlýðilegt að Norðurslóð minnist
þessa merka sveitunga, sem
hefur orðið mörgum minnis-
stæður og orkaði óvenjusterkt á
hugi þeirra sem kynntust
honum. Um það eru nægar
heimildir því víða hefur Guðjóns
verið getið á prenti. Meðal vina
hans voru líka ýmsir sem síðar
urðu forustumenn í þjóðlífinu,
stjórnmálaleiðtogar og mennta-
fröinuðir.
Ég heyrði snemma sagt frá
Guðjóni Baldvinssyni, enda
skyldfólk hans fjölmennt á
Dalvík og í Svarfaðardal. Hann
var sagður hafa verið mikill
gáfumaður sem féll frá ungur,
áður en hann hafði í raun hafið
ævistarf sitt og neytt hæfileika
sinna að nokkru ráði. Seinna
kynntist ég Jónasi Jónssyni frá
Hriflu lítið eitt, undir ævilok
hans. Jónas nefndi oft Guðjón
Baldvinsson við mig og fór ekki
dult með að hann taldi Guðjón
einn sinn mesta velgjörðamann,
og kem ég að því síðar.
Nokkrum árum eftir lát Jónasar
tók ég að kynna mér feril
Guðjóns betur og setti þásaman
útvarpsþátt um hann. Ég var
svo heppinn að geta rætt við
frænda hans og sveitunga vorn,
Snorra Sigfússon sem þá var
kominn yfir nírætt. Snorri rakti
fyrir mér kynni þeirra og minni-
lega samræðu eina sumarnótt á
Böggvisstöðum árið 1909.
Éftir þetta hefur Guðjóns
verið minnst skilmerkilega í
Sögu Dalvíkur eftir Kristmund
Bjarnason. í öðru bindi er kafli
um Guðjón og málfundafélagið
Ölduna, og í kafla um Land-
námshátíð Svarfdæla 1910 er
tekin upp ræða sú sem hann
sendi heim og lesin var á hátíð-
inni. Allt gefur þetta nokkra
mynd af Guðjóni og hlýt ég að
mestu að láta mér nægja að vísa
til þess hér. í þetta sinn langar
mig aðeins að rekja í stuttu máli
hinn skamma æviferil Guðjóns
og tilgreina dæmi um áhrif hans
sem náðu „langt út fyrir raðir
svarfdælskra æskumanna", eins
og Kristmundur Bjarnason
kemst að orði. Tengslin við
sveitina hljóta að vera okkur
ríkust í huga, en þeim hefur
Kristmundur gert góð skil.
Guðjón Baldvinsson fæddist
á Böggvisstöðum 1. júlí 1883,
yngstur barna Baldvins Þor-
valdssonar og Þóru Sigurðar-
dóttur. Hann var heilsuveill frá
upphafi, hafði meðfæddan
hjartagalla. Það eitt hindraði að
hann legði fyrir sig erfiðisvinnu,
og með því að gáfur hans voru
snemma augljósar lá beint við
að hann gengi menntaveg. En
átthögunum var hann jafnan
tengdur, eins og glögglega
kemur í ljós í hátíðarræðunni
1910. Þar minnist hann æsku-
daga í sveitinni og er bjart yfir
þeim minningum öllum. Þarna
er að finna þessa eftirminnilegu
mynd úr fjörunni:
„Hérna stóð ég á sandinum
þegar ég var barn, og horfði
hugfanginn á ölduganginn.
Þannig var það eitt haustið,
þegar ég var eitthvað 8 eða 10
ára. Ég átti að gera eitthvað að
fiskifangi á kambinum. Það var
mjög mikið brim, svp mér varð
starsýnt á öldurnar. Ég gleymdi
mér alveg og virti fyrir mér
ólögin, hvernig þau smá espuð-
ust og ýfðust, eftir því sem nær
dró landi; hvernig öldufaldurinn
hvelfdist og skall, hvítfyssandi
og ólgandi, en æðarkollan stakk
sér í skyndi undir hálffallinn
ölduskaflinn. Mér er sem ég
heyri ennþá orgið í útsoginu,
þegar mölin úr kambinum
seyðist út í ólguna. Það er eins
og hrygluhljóð og feigðarviti í
brimniðinum. Það er eins og
særinn verði að tröllaukinni
ófreskju sem ætli að gleypa allt í
sig með gínandi hvofti.
Þá var kallað til mín í
háðslegum rómi: „Þú ert þó
ekki að glápa á brinfið,
drengur.“ Ég leit ekki við. Ég
vissi samt vel hver kallaði. Það
var ein vinnukonan hjá okkur.
Ég þekkti róminn. Ég lét sem ég
hefði ekki heyrt til hennar og
svaraði engu. En ykkur að segja
hálfskammaðist ég mín svona
með sjálfum mér, því ég hafði
verið að horfa á brimið. Nú sá ég
að það hlyti að vara aulalegt.
Það gerði enginn maður.“
Þetta var sýnishorn af því hve
vel Guðjón ritaði, afburðaljóst
og sniðfast. En í þessari ræðu les
hann sveitungunum óspart pist-
ilinn, álasar þeim fyrir ónóga
menningarviðleitni, hvetur þá
til að rækta sveitina og planta
þar skógi, lesa góðar bækur og
hafa augun opin fyrir almennum
framfaramálum. Svona var
andinn á þessum árum: Ung-
mennafélag Svarfdæla var
stofnað einmitt um þetta leyti að
forgöngu Snorra Sigfússonar.
Um margt leit Guðjón raunar
öðrum augum á hlutina en ung-
mennafélagarnir eins og Snorri
lýsti fyrir mér og kemur reyndar
farm í minningum hans
Guðjón Baldvinsson settist í
Lærða skólann í Reykjavík 1901
og hóf nám í öðrum bekk.
Skólabróðir hans og vinur,
Böggvisstaðir snemma á öldinni.
Sigurður Nordal, lýsir honum
svo í minningargrein í Rétti
1917: „Hann var ör í lund oggat
verið uppstökkur, en var heitasti
og einlægasti vinur vina sinna.
Tilfinningar hans komu fram í
öllum skoðunum hans á skóla-
málum og landsmálum. Frelsi
og sjálfstæði voru hugsjónir sem
snemma heilluðu hug hans, og
hann var alltaf að finna yst á
vinstra fylkingararmi.“
Guðjón lauk stúdentsprófi
vorið 1905 og hélt sama haust til
Kaupmannahafnar og hóf að
lesa norræna málfræði. Hugur
hans hneigðist þó æ meira að
sálarfræði og heimspeki. Jafn-
framt sneri hann sér að þjóð-
félagsmálum af brennandi
áhuga. Heilsa hans var jafnan
tæp og framtíðarhorfurnar allt
annað en bjartar. En það bugaði
hann ekki, heldur hvatti hann til
að láta til sín taka áður en um
seinan yrði. „Ég hef oft óskað
þess að ég geti sagt eða gert
eitthvað gott og farið svo veg
allrar veraldar,“ sagði hann í
bréfl til vinar síns.
A Hafnarárunum kynntist
Guðjón ýmsum Islendingum
sem þar dvöldust samtíða
honum. Meðal þeirra voru tveir
upprennandi stjórnmálamenn,
Olafur Friðriksson og Jónas
Jónsson. Ólaf fræddi hann um
sósíalisma fyrstur manna, að
sögn Ólafs sjálfs, en sem kunn-
ugt er gerðist hann seinna einn
áhrifamesti málflytjandi þeirrar
stefnu á Islandi. Guðjón örvaði
einnig - kveikti jafnvel - sjórn-
málaáhuga Jónasar frá Hriflu.
Hann hafði mikið álit á Jónasi
og „sannaði aðdáun sína með
þeim velgjörningi sem átti eftir
að móta allan æviferil hans“,
eins og segir í æviágripi Jónasar
frá Hriflu eftir Jónas Kristjáns-
son. Þetta var í því fólgið að
Guðjón gekk ótilkvaddur á
fund forustumanna íslenskra
fræðslumála, Jóns Þórarinsson-
ar fræðslumálastjóra og
Magnúsar Helgasonar skóla-
stjóra Kennaraskólans oghvatti
þá til að styðja Jónas til náms og
embættis. Upp úr þessu varð
Jónas kennari við Kennara-
skólann og varð það upphaf
áhrifa hans í fræðslu- og félags-
málum.
Guðjón Baldvinsson hvarffrá
námi í Kaupmannahöfn. Honum
fannst ævitími sinn of dýrmætur
til að eyða honum á þeirri leið „í
prófs- og embættisáttina".
Hann ákvað að „verða alþýðu-
kennari heima á Fróni,“ eins og
hann segir í bréfi til vinar sins.
Vorið 1908 kom hann heim og
var þá um misserisskeið á
Böggvisstöðum við tæpa heilsu.
Eftir nýárið 1909 kenndi hann
nokkra mánuði við Gagnfræða-
skólann á Akureyri. Varð hann
ýmsum nemendum sínum þar
ógleymanlegur svo sem lesa má í
riti Sigurðar Guðmundssonar,
Norðlenski skólinn. Um vorið fór
Guðjón aftur heim í Svarfaðar-
dal. Veturinn áður hafði hann
reynt að koma á fót unglinga-
skóla í sveitinni, en það fór út
um þúfur vegna taugaveiki-
faraldurs. En sumarið eftir tók
hann upp þráðinn og lýsir því
svo í bréfi til Sigurðar Nordals,
rituðu á Böggvisstöðum í júlí
1909:
„Ég hef nokkurs konar
sunnudagaskóla, nokkrum
krökkum til gagns og gleði hér í
sumar. Þau eru skammt á veg
komin, aumingjarnir, eins og
ég, og eiga langa leið fyrir
höndum upp á hæðir hinnar
æðri menningar. Sumir vilja
geysast og þeysa á undan og
kæra sig kollótta um þá sem
dragast afur úr, en mér þykir
hitt fallegra, að við látum eitt
yfir okkur öll ganga og hjálpum
hVert öðru.“
Síðsumars 1909 fór Guðjón
utan og dvaldist erlendis um árs
skeið. Hann ferðaðist bá nokk-
Guðjón Baldvinsson.
uð, um Noreg, Þýskaland og
Svíþjóð. Um veturinn var hann í
Kaupmannahöfn. Þá umgekkst
hann nokkuð Islendinga, en
íslenska stúdenta minna en
áður. Sneri hann sér í stað þess
að „aðlþýðufólki“, iðnaðar-
mönnum og öðrum slíkum þar
sem boðskapur hans féll í betri
jarðveg. I þessari Hafnarvist
kynntust þeir Guðjón og Gunn-
ar Gunnarsson og hefur Gunnar
lýst honum í lokabindi Fjall-
kirkjunnar undir nafninu
Baldvin Arnason. Að kunnugra
sögn er sú lýsing raunsönn. Þar
koma þjóðfélagsskoðanir Guð-
jóns fram, einnig persónugerðin
sjálf, örlyndi hans og réttlætis-
kennd, og sú ríka alvara sem
setti svip á framkomu hans alla
og olli því, að sögn Sigurðar
Guðmundssonar, að mörgum
þótti hann enginn skemmti-
maður.
Haustið 1910 kom Guðjón
heim og hafði nú ráðist kennari
við barna- og unglingaskólann á
Isafirði. Heilsa hans var nú að
þrotum komin, en áhuginn hinn
sami. Hann reyndi að koma á
nýjum kennsluaðferðum: keypti
sér t.d. hljóðrita með enskum
námstextum. Einnig stofnaði
hann sjóð við skólann til að
kaupa bækur og kennsluáhöld.
Um vorið 1911 var þrek
Guðjóns þrotið. Hann andaðist
á sjúkrahúsinu á ísafirði 10.
júní, og skorti þá þrjár vikur til
að ná tuttugu og átta ára aldri.
Hann var greftraður í kirkju-
garði kaupstaðarins. Vinir hans
reistu stein á leiðinu og á hann er
greypt lágmynd af Guðjóni sem
Ríkharður Jónsson gerði, einn
vina hans frá Kaupmannahöfn,
og var þetta fyrsta lágmyndin
frá hendi Ríkharðs.
Guðjón Baldvinsson varð öll-
um harmdauði. Ingibjörg
Benediktsdóttir, einn nemenda
hans frá Akureyri, orti um hann
erfiljóð og birti í Akureyrar-
blaðinu Norðurlandi. Þar standa
þessi erindi:
Gegnum störf hans, stærri og smærri,
stefnu, rök og mál,
hverja línu er lét hann birtast
lýsti viðkvæm sál.
Næmt hann fann hver ytri áhrif,
allt eins köld sem hlý,
tryggan hug og hreinan þráði
hverju brjósti í.
Júnísól að sævaröldum
sígur hlý og skær,
á þinn legstað aftangeislum
undurmildum slær.
En í tímans árdagsroða
eins og ljósblik sést
allt það sem þú áttir fegurst,
ástfólgnast og best.
Auðvitað er ekki svo að skilja
að öllum hafi fallið málflutning-
ur Guðjóns Baldvinssonar í
geð. Hann var ákafur, oft
ejnsýnn, jafnvel ofstækisfullur.
Ymsum fannst hann óraunsær í
meira lagi, „undarlegaóglöggur
á raunveruleik lífsins,“ eins og
Sigurður Guðmundsson kemst
að orði. En góðvild hans og
skarpar gáfur dró enginn í efa.
Hann ýtti við mönnum, kveikti í
þeim, glæddi áhuga og skilning
margra sem auðnaðist lengri
starfsdagur en hann til að
hrinda hugsjónamálum sínum í
framkvæmd. Og við Svarfdæl-
ingar megum gjarnan minnast
þessa sonar sveitarinnar sem
svo eftirminnilega sannaði orð
Jónasar um langlífið sem er
„lífsnautnin frjóa, alefling
andans og athöfn þörf.“ Þessi
skammlífi eldhugi og vökumað-
ur skipar vissulega sitt rúm í
sögu þeirrar félagslegu vakn-
ingar sem hófst á Islandi á
morgni aldarinnar.
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem glöddu
mig á 70 ára afmæli minu 12. nóvember með
heimsóknum, gjöfum, skeytum og upp-
hringingum.
Gleðileg jól og gott komandi ár.
Lifið heil.
Kristín Stefánsdóttir, Karlsrauðat. 22, Dalvík.
Þökkum afalhug alla þá samúð og vinsemd,
er okkur var auðsýnd við andlát og útför
Sigtýs Sigurðssonar, Karlsrauðatorgi 22,
Dalvík.
Kristín Stefánsdóttir
Arnar Sigtýsson Málfríður Torfadóttir
Sævar Sigtýsson Sigríður Torfadóttir
og barnabörn.
NORÐURSLÓÐ - 7