Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Side 9

Norðurslóð - 13.12.1983, Side 9
Sigluvíkur-J ónas Barnakennari í Svarfaðardal fyrir 100 árum síðan I sálnaregistri Vallasóknar á áratugnum 1880-90 er greint frá stétt eða stöðu manna á heimil- unum eins og ætlast var til af prestunum. Það er fremur til- breytingarlítil lesning, það eru bændur og skyldulið þeirra, húsmenn, vinnumenn og konur og niðursetningar, þetta sama upp aftur og aftur. En svo er þar fyrir utan einn maður, sem er titlaður kennari og er talinn til heimilis á Ytra-Hvarfi. Maður- inn hét Jónas Jónsson. Arftaki hans hér í sveitinni, Björn Þórleifsson skólastjóri á Húsabakka, tók saman með- fylgjandi þátt um Jónas fyrir jólablað Norðurslóðar. Ég kveð þig Svarfaðardalur í ágúst 1884 birtist grein í Norðanfara á Akureyri undir yfirskriftinni KVEÐJA. Undir greinina ritar Jónas Jónsson, en hann titlar sig barnakennara. í greininni tjáir hann lesendum að hann ætli nú að flytja héðan til Ameríku, til ástkærra skyld- menna sinna og yina, sem ætli að taka við sér og gera sér æfi- kvöldið svo blítt og rólegt sem auðið er. í seinni hluta greinarinnar segir höfundurinn orðrétt: Ég kveð þig Svarfaðardalur! sveitin mín fornfræga og tignarlega, með hinum risavöxnu fjalla- tindum þínum er minna á forn- aldarfrægð, frelsið og mann- dáðina. Hjá þér og börnum þínum hef ég dvalið hátt á annan tug ára, hjá þér hef ég liðið súrt og sætt, er ég hirði ei hér að nafngreina; hjá þér hef ég af alvöru leitast við að sá Guðkynjuðu menntafræi í hjörtu hinna ungu óspilltu sálna, en af því ég hefi því miður oft orðið var við þyrna innanum sem vilja spretta með og kæfa hitt niður, sem mest eru áhrif af spilltum aldaranda, þá hef ég þá von til Guðs, að áminningum mínum muni þó ekki að öllu gleymt verða og þess vil ég biðja Guð af hjarta. Jónas lýkur kveðjuorðum sínum með óskum um að allir þeir, sem tilsagnar hafa notið hjá honum, taki framförum í öllu góðu og verði nytsamir borgarar í mannfélaginu og sannir hjálparmenn hinnar að- þrengdu gömlu fósturjarðar. Hver var þessi Jónas? Jónas fæddist í Sigluvík á Svalbarðsströnd 11. okt. 1828. Foreldrar hans voru J,ón Þórarinsson bóndi í Sigluvík óg kona hans Guðrún Þórarins- dóttir. Jónas átti til Svarf- dælinga að telja. Faðir hans var sonur Þórarins Sigfússonar sem var prestur á Tjörn 1807-1814 og Soffíu Halldórsdóttur konu hans. Guðrún móðuramma Jónasar vardóttir Jóns Sigurðs- sonar sem bjó á Urðum 1781- Sigluvíkur-Jónas. 1821 og áður á Böggvisstöðum, og fyrri konu hans Þóreyjar. Jónas var bóndi á Veigastöð- um í Svalbarðsstrandarhreppi árin 1854-56 og að Þórustöðum í Kaupangssveit árið 1856-57. Þá gerðist hann bóndi og síðar húsmaður í Sigluvík 1857-62. Jónas var sagður lítill búmaður, en bóka og fræðimaður. Hann safnaði gömlum sögnum og var ágætur skrifari. Hann þótti gott skáld og orti töluvert eins og önnur alþýðuskáld við ýmisleg tækifæri. Björn Þórleifsson. Það sem bersýnilega hefur ráðið lífshlaupi Jónasar eftir að ■ hann gafst upp á búskap, var að honum lét vel að segja börnum til. Hann brá því til þess ráðs, að taka að sér kennslu barna víðs vegar um Eyjafjörð. Hann var talinn góður sundmaður og kenndi mörgum sund. Gamlar sagnir Á uppvaxtarárum Jónasar var í Sigluvík niðurseta, Guðrún að nafni. Hún var dóttir Þorgeirs Stefánssonar, sem kallaður var Galdra-Geiri og vakti upp Þorgeirsbola. Jónas lagði sig eftir að safna sögum eftir Guðrúnu og eru einhverjar þeirra til á prenti. Eitt vor í kring um 1840 voru Jónas og Guðrún að bera afrak af einu túninu og lá hjá þeim hundur, sem sleikti sólskinið. Kerling nam allt í einu staðar, starði út með landinu, greip síðan hundinn og hóf hann á loft. Sveiflaði hún hundinum síðan mörgum sinnum upp og niður á móti norðri og tautaði eitthvað um „bölvaða Gríms- eyinga“. Voru það síst fagrar fyrirbænir er hrutu af vörum kerlingar. Jónas varð hissa á þessum aðförum kerlingarinnar og spurði hana, hvers vegna hún léti svona. Kerling svaraði því til að fylgjur Grímseyinga væru að koma. Faðir hennar heitinn hefði stundum átt í brösum við þá, svo hún þekkti svo sem fylgjurnar þeirra. Þegarádaginn leið sást til báts sem sigldi inn með landi, rétt við túnfótinn í Sigluvík. Voru þar Grímseying- ar á leið í kaupstað. Alþýðuskáldið Jónas orti margt og mikið, bæði ljóð og fjölda af lausavísum. Ekki er neitt gefið út af kveðskap hans, en kvæði Jónasar, ritgerðir og þýðingar eru til í eiginhandarriti hans í Landsbókasafninu. Eru það þykkar bækur, alls 1260 blað- síður. Sést af því að hann hefur stundað ritstörfin mikið, enda var um hann sagt að hann væri betur að sér í ýmsum alþýðleg- um fróðleik en títt var um almúgamenn. Er Jónas var ungur í föður- húsum orti hann bæjavísur. í þeim er þessi vísa um hann sjálfan: Járnafestir jafnlyndur, Jónas Sigluvíkur, ■þar við flesta þægð'bindur, það er hans besti mannkostur. í þessari vísu kennir hann sig við Sigluvík, en jafnan síðar var hann kenndur við fæðingarstað sinn og nefndur Sigluvíkur- Jónas. Meðal þess sem Jónas orti voru hestavísur. Má sem dæmi um þær taka: Ei hjá þjóðum indæli annað fann ég meira, en ríða góðum gæðingi græna slóð á vordegi. Hopaði fet í framlögum folinn þolinri hvergi, líkt og hetja í hólmgöngum, hót ei lét af kostunum. Ekki er vitað hvaða nautnir hafa verið að freista hans þegar hann kvað eftirfarandi vísu: J Rammt er að líða fýsna flog • á fleyi geðshræringa, bágt er að skríða um skerjavog skyldu og tilfinninga. En í næstu vísu er dapurlegur tónn: Er mér horfin auðnu sól undir bakka kífsins, þar sem forðum fékk ég skjól í fellibyljum lífsins. Kennsla í Svarfaðardal Talið er að leið Sigluvíkur- Jónasar hafi legið í Svarfaðar- dalinn í kring um 1870. Trúlega hefur hann átt hér skyldmenni, sem hafa verið honum innan handar við að útvega nemendur. Heimildir geta hvergi um á hvaða bæjum hann hefurkennt, en líkast til hefur hann farið á milli bæja og kennt víða. Gestur Vilhjálmsson, fyrrum bóndi í Bakkagerðum, sagði að Jónas hefði kennt Kristínu móður sinni, er hún var telpa heima á Jarðbrú. Sagði Gestur að hún hefði talað um hann sem góðan kennara. Gestursagðist líka vita til að Jónas hefði verið í Brekku og þá hefði Margrét kona hans verið með honum. Þá bjó í Brekku Sveinbjörn Halldórs- son, bróðir séra Zophoniasar í Viðvík. Sveinbjörn var járn- smiður góður, en Gestur sagðist hafa heyrt að hann hefði verið eitthvað veill á geði og Margrét kona Jónasar hafi sinnt honum í þeim veikindum. Stundum átti hún til að hátta sig hjá Sveinbirni á kvöldin, trúlega til að hafa hann rólegan. Kannski hefur hún líka haft gaman af því sjálf, sagði Gestur. En þá á hún eitt sinn að hafa sagt við mann sinn. „Þúertekki hræddur um mig Jónas?“ E.t.v. hefur Jónas ekki talið sig þurfa að vera það, því Margrét var 18 árum eldri en Sveinbjörn. Gestur minntist þess, að árið 1879 var starfræktur skóli að Ytra-Hvarfi með einhverjum styrk frá hreppnum. Sigluvíicur- Jónas kenndi þar, enda var hann þar heimilisfastur um árabil. Að öðru leyti er erfitt að tiltaka þá staði, sem hann hefur verið á, en elstu Svarfdæling- arnir telja að hann hafi verið að Hamri og fleiri bæjum á utan- verðum Austurkjálka og á Upsum og fleiri bæjum á Upsa- strönd. Til Ameríku Árið 1884 var Margrét kona Jónasar dáin. Hann ákvað þá að flytjast til Ameríku og eyða ævikvöldinu þar hjá ættingjum sínum. Síðla það ár fer hann af stað vestur um haf, en skrifar áður kveðjugreinina, sem minnst er á í upphafi. í Sögu íslendinga í Norður Dakota er minnst á Jónas nokkrum orðum, en flest virðist rangt sem um hann er sagt þar, nema að hann hafi komið og farið aftur. Jónas dvaldi í Ontariofylki og Norður-Dakota til ársins 1890, en þá varð heimþráin svo sterk, að hún dró hann heim í móðurskaut Fjalla- konunnar, þar sem hann vildi „sofna síðasta blund og síðasta stríðið heyja.“ Þegar Jónas kom aftur frá Ameríku, lagði hann leið sína í Svarfaðardal á ný og var við kennslu hér fram að alda- mótum. Síðustu árin Börn þeirra Sigluvíkur-Jónasar og Margrétar voru: Þórarinn Fœkka tekur fisk í sjó, fátt um stóra drœtti. . . Eyjafjarðar byggðin breið býr sig undir jólin . . . Við ís og bjarta elda skírð var œltarsveilin prúða. Hún enn er söm í sólardýrð og sveipuð mjallarskrúða, með fjöllin mánaskini skyggð í skrúða minninganna. Hún laðar hugann, Ljótólfsbyggð og landnám Grundarmanna. Jónas f. 1854, Sigfús Júlíus f. 1855 og Margrét Ingibjörg f. 1856. Þórarinn sonur Jónasar var bóndi á Brekku í Svarfaðar- dal 1877-78. Síðar bjó hann á Æsustöðum í Eyjafirði. Börn hans tóku sér ættarnafnið Þór. Meðal þeirra var Vilhjálmur, sem var kaupfélagsstjóri KEA og framkvæmdastjóri SÍS. Árið 1902 brá hann búi og settist að á Akureyri. Hjá honum dvaldi Jónas síðustu ár ævi sinnar. Á síðustu árum sínum kvað Jónas: Mér er orðin hvíldin kær, komið er nóg af hinu, alltaf færist nær og nær náðartakmarkinu. Sigluvíkur-Jónas lást 15. febrúar árið 1907. í Norðra birtist tilkynning um lát hans og því Iofað að minningarorð muni birtast um hann síðar. Þau minningarorð munu ekki hafa birst enn. Norðurslóð er besta blað, búin góðum kostum . . . Um þínar byggðir - þína jörð, um þína farsœld alla, þar hollar vœtlir haldi vörð við hástól þinna fjalla. Þœr blessi sérhvern bœ og höld, svo blómgist sveitin fríða. Með ásýnd þinni íslands skjöld um aldir skalt þú prýða. I gögnum skjalasafnsins á Dalvík eru þessar vel gerðu vísur á blaði merktar stöfunum J.A. Ætli höfundurinn sé ekki Jóhannes Arngrímsson. Vill einhver gera athugasemd? Heimildir: Ólafur Þ. Kristjánsson - Kennaratal á íslandi 1958. Bókaútgáfan Þjóðsaga - Amma 1961. Stefán Aðalsteinsson - Svarfdælingar, seinna bindi 1978. Thorstína S. Jackson - Saga íslendinga í N. Dakota 1926. Bókaútgáfan Þjóðsaga - Gríma hin nýja 3. og 5. bindi 1946-1965. Norðanfari 1884. Munnlegar heimildir: Gestur Vilhjálmsson, frá Bakkagerði. ------------------------------------------------------------ Ljóðagetraun Norðurslóðar '83 .. . 1. Hverju svaraði mærin? 2. Hverju hefur seggurinn svinni glatað og hve lengi? 3. Hvar er í heimi hœli tryggt? 4. Hver snýr undan og sofnar? 5. Hver hefur drjúgast drukkið íslands blóð? 6. Hverju huldist dagur? 7. Hvað sœmir vel að sjáist kringum fjárhúsið? 8. Hverju vildi ég geta vafið að hjarta þínu? 9. Hvar beið ég þín undir björkunum? 10. Hver sefur á hverjum bœ? 11. Hvað ber þíns heimalands mót? 12. Hvernig fœðist nágranni dauðans? 13. Hver mœlti að ég skyldi kaupa fley og fagrar árar? 14. / hverju glitra þang og skeljar? 15. Hver er mesti gœðagammur? 16. Hvern þvinga ég kring um Strútinn? 17. Hver er algrœnn á eyðisöndum? . 18. Hverju velkja straumar og votir vindar til og frá? 19. Hvað œtla hinir sér leyfist? 20. Hvers vegna er hugurinn nú ei heima? 21. Hverjum sór ég ungur eiða? 22. Hverjir þuldu Ijóð meðan öxin buldi? 23. Hvar liggur lítil rúst? 24. Fyrir hvað hafa skatnar oft þegið angur og mein? 25. Hvað blasti við allt um kring? Eins og áður veitir Norðurslóð verðlaun fyrir bestu lausnir, ein fyrir Ljóðagetraun, önnur fyrir krossgátu og hin þriðju fyrir bestu botna. Skjaldborgarútgáfan gefur verðlaunabækur. Góða skemmtun. ________________________________________________________ Hér eru 3 fyrripartar að vísu. Er nokkur, sem treystir sér til að botna? Ástaróður til Svarfaðardals NORÐURSLÓÐ - 9

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.