Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1983, Page 13

Norðurslóð - 13.12.1983, Page 13
Ingvar Gíslason alþm. mín af Kristjáni Eldjárn Kjmni Mér hefur auðnast sú lífsreynsla að kynnast fólki af ýmsum stigum og úr ýmsum áttum. Þar á meðal hef ég átt þess kost að vera samvistum með mörgum svokölluðum fyrirmönnum landsins, kjörnum þjóðfulltrú- um, flokksforingjum, félags- málafrömuðum, forystumönn- um á sviði lista- og menningar- mála og hvers kyns frægðar- mönnum. Gjarna skiptir í tvö horn um það, hvernig um slíka menn er talað, hvaða orð fer af þeim. Sumir menn verða miklir í augum almennings, þeir eru taldir öðrum fremri að viti eða dugnaði, ellegar fórnfýsi og ósérplægni eða öðrum loflegum eigindum og mannspörtum. En svo eru aðrir sem hjúpaðir eru þögn þegar best lætur og látnir gleymast, en annars sallaðir niður, ef á þá er minnst. Þetta leyndarmál um lofstír sumra og ófrægingu annarra er torráðin gáta, en reynsla mín er sú, að menn rísi misvel undir því lofi, sem á þá er hlaðið, og margur má þola ófrægingu að ósekju. Einn er sá maður, sem mér finnst síst oflofaður, heldur eigi þá aðdáun skilið, sem hann hefur notið lífs og liðinn. Það er Kristján Eldjárn. Hann var mikil prýði síns embættis og ágætur maður í samstarfi og viðkynningu. Kynni okkar Kristjáns voru reyndar ekki svo náin, að ég geti státað af neinni trúnaðarvináttu við hann. Svo var alls ekki. Fundum okkar bar þó oft saman. Ég átti nokkrum sinnum við hann mikilvæg erindi og samskipti um þau, sem hlaut að auka traust mitt á honum og vekja mér virðingarhug í hans garð. Meðan ég var ráðherra kom fyrir að ég leitaði til hans um ráðgjöf og upplýsingar, sem komu mér ætíð vel. En samskipti mín við Kristján Eldjárn hófust löngu áður en hann varð forseti íslands. Minnisstætt er mér meira en 30 ára gamalt atvik, sem tengist minningu minni um Kristján Eldjárn og er glöggt dæmi í hug mínum um það, hversu mann- gerðir eru margvíslegar og menn mismunandi og þó einkum hvernig menn halda sjálfum sér fram og hversu mikið þeim finnst til um sjálfa sig og liggja ekki á því. Haustið 1951 var ég nemandi í Háskóla íslands og var þá valinn af stúdentaráði til þess að gegna formennsku í ritnefnd 1. desember blaðs stúdenta. Ákveðið var fyrirfram að helga blaðið handritamálinu, kröf- unni um það að Danir skiluðu íslendingum fornum handritum íslenskum, sem geymd voru í dönskum söfnum. Dr. Alexander Jóhannesson var í þá tíð rektor háskólans, og ræddi ritnefndin við hann um væntanlegt efni blaðsins. Þótti ekki annað hæfa en að stúdentar hefðu samráð við yfirstjórn háskólans um útgáfu blaðsins, ekki síst þegar svo stóð á um efni þess sem raun bar vitni. Urðu ritnefndarmenn sammála um að leita fyrst og fremst til íslenskra bókmennta- fræðinga og sagnfræðinga, og lá þá beinast við að finna þá meðal háskólakennara ogstarfs- manna annarra þjóðmenningar- stofnana. Sjálfsagt þótti að fara þess á leit við þjóðminjavörð, Kristján Eldjárn, að hann ritaði í blaðið, og fleiri komu þar við sögu. Gekk undirbúningur útgáfunnar snurðulaust. En þá kom babb í bátinn. „Prófessor Alexander“ (eins og þá var sagt) mæltist til þess að tveir kunnir menn utan háskólans yrðu sérstaklega beðnir um greinar í hátíðar- blaðið. Annar var Gísli Sveins- son fyrrv. sýslumaður, alþingis- forseti og sendiherra í Noregi (með meiru), þá laus úr öllum embættum og kominn á eftir- laun. Hinn var Guðbrandur Jónsson, prófessor að nafnbót og þýskur doktor, bókavörður að atvinnu. Enga meinbugi sáum við ritnefndarmenn á þessum höfundum. Fór svo að rektor tók að sér að sjá um að grein Guðbrands bærist í tæka tíð, en samkvæmt eigin ósk Gísla Sveinssonar skyldi ég ganga á fund hans sem for- maður ritnefndar að ræða hlut hans að efni blaðsins. Gísli bjó þá á Hótel Borg, og þangað heimsótti ég hann. Var honum umhugað að skrifa í blaðið, en gerði mér jafnframt ljóst að sig skipti máli hvar greininni yrði valinn staður í blaðinu. Mæltist hann til þess að grein sín yrði næstfremst í blaðinu, „næst á Ingvar Gíslason. eftir grein rektors“, eins og hann orðaði það. Reyndar hafði greinaröðin ekki verið ákveðin ennþá, en þegar til kastanna kom var farið að ósk hans. Annars féll mér ekki verr við Gísla en svo að ég studdi hann heils hugar í forsetakosningum árið eftir og gekk þar heldur betur gegn ríkjandi tísku, því fylgi hans gat varla minna verið. En nú víkur sögunni að heiðursprófessornum, dr. Guð- brandi, og hans málum. Þegar það fréttist í prófessora- hópinn í háskólanum, að dr. Guðbrandur ætti að fá inni í stúdentablaðinu, varð þar uppi fótur og fit. Töldu ýmsir það firn mikil að „slíkur maður“ hefði rúm undir sama þaki og ófalsaðir doktorar og alvöru- prófessorar. Kom þar, að hótanir fóru að berast ritnefnd- inni um að menn tækju greinar sínar aftur, ef skrif Guðbrands Jónssonar yrðu birt í blaðinu. Ekkert vissu þessir menn þó hvað í grein hans myndi standa. Mér var sagt að dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, sá ljúflingur sem hann var, hafi látið mikið í þessu máli, reyndar meira en ég varð vitni að. Svo mikið er víst að honum fannst sér misboðið. Átti ég tal um þetta við rektor. Sá hann ekki aðra leið en að Guðbrandur yrði fenginn til þess að draga sig í hlé sem greinarhöfundur og vildi að ég gengist fyrir því. Hitti ég Brand á heimili hans í húsi við Klapparstíg í Reykja- vík. Kom ég þangað um átta- leytið að kvöldlagi, en fór þaðan ekki fyrr en líða tók að miðnætti. Var það skemmtileg kvöldstund og bar margt á góma. Guð- brandur kvaðst vilja gera það fyrir mig að draga sig út úr þessu safni stórmenna andans og fræðanna og kvaðst gera það þykkjulaust. Var ég honum þakklátur og harla feginn erind- islokum, en hafði þó ekkert út á það að setja að hann skrifaði í blaðið. Hefur mér verið hlýtt til Guðbrands síðan. Er ekki að orðlengja það að blaðið kom út á réttum tíma _og þótti hið myndarlegasta. Áhyggjum var af okkur létt ritnefndarmönnum og sæmd háskólans borgið. En einn varságreinarhöfund- ur, sem lét sér fátt um finnast þetta uppistand allt. Það var Kristján Eldjárn. Þótt ég hafi ekki enn greint frá því, fór samt svo að ég barði upp á hjá honum á skrifstofu hans í Þjóðminja- safni um leið og ég fékk pata af andspyrnu prófessoranna gegn Guðbrandi Jónssyni. Vildi ég vita hug hans í þessu máli og einnig hvort hann gerði nokkra kröfu til þess að grein hans yrði valinn einhver sérstakurstaður í blaðinu. Kristján brosti góðlát- lega að þessu og sagði: „Ég læt mig engu varða, hverjir skrifa í þetta blað, og þú mátt raða greininni minni, hvar sem þú vilt, aftast ef það getur bjargað einhverju.“ Mörgum árum síðar átti ég annað erindi við Kristján Eldjárn sýnu mikilvægara, enda komu fleiri við það mál. Þegar líða tók á árið 1967 fóru menn að giska á, að Ásgeir Ásgeirsson myndi ekki bjóða sig fram til forsetaembættis að nýju, en fjórða kjörtímabili hans átti að ljúka 1. ágúst 1968. í áramótaræðu sinni á nýársdag 1968 tilkynnti Ásgeir ákvörðun sína um að hann yrði ekki í kjöri. Var þá ljóst að finna yrði eftirmann hans. Stóð ekki á að sú leit yrði hafin. Upp úr áramótum urðu menn varir við hreyfingu um aðstuðla að því að Gunnar Thoroddsen sendiherra í Danmörku yrði í kjöri til forsetaembættis. Varð sú hreyfing fljótt útbreidd um landið og þýsna áberandi. Sem við var að búast átti Gunnar víða fylgi að fagna, enda munu ílestir, sem til hans þekktu, hafa treyst honum til að gegna forsetastörfum með prýði og þurfti síst flokksmenn hans tii að viðurkenna það. Það gerðu fleiri. Ég kunni vel að meta hæfileika Gunnars Thoroddsens, menntun hans oggáfur, oghefði talið hann sóma sér með ágæt- um í forsetastóli. En málið var ekki svona einfalt fyrir mér og ýmsum öðrum. Áð mínum dómi hefði það orðið hnekkir fyrir forsetaembættið, ef ekki hefðu farið fram kosningar milli tveggja eða fleiri frambjóð- enda á þeim tímamótum, sem nú voru runnin upp. Ég ákvað því að beitast fyrir því í minn hóp og fyrir mitt leyti að leitað yrði til einhvers hæfi- leikamanns til þess að bjóða sig fram gegn GunnariThoroddsen. Er ekki að orðlengja það, að hugur minn staðnæmdist við Kristján Eldjárn, enda vissi ég að margir höfðu nefnt hans nafn. Átti hann þá þegar mikinn hljómgrunn meðal þeirra, sem töldu nauðsynlegt að kosmngar ættu sér stað, en ekki settist nýr forseti sjálfkj örinn í forseta- stól. Ekki er fyrir það að synja að stjórnmál dagsins hafi haft sín áhrif i þessu sambandi, a.m.k. á þá, sem lifðu og hrærðust í pólitík. Sjálfstæðis- flokkurinn, flokkur Gunnars Thoroddsens og langstærsti stjórnmálaflokkur landsins, hafði ráðið mestu um land- stjórnina síðustu 8-9 ár, en Framsóknarflokkurinn, sem einnig var öflugur flokkur, hafði jafnlengi verið í stjórnar- andstöðu. Ég neita því ekki að mér og fleirum fannst það hafa svip af uppgjöf fyrir „við- reisnar“-fylkingunni að láta eins og forsetakosningar kæmu okkur ekkert við, eða að við hlytum að styðja með þögninni frambjóðanda, sem okkur þótti kominn beint úr liði andstæð- inganna. Forsetakosningar komu til umræðu í þingflokki mínum, þegar fundir hófust þar að nýju eftir jólaleyfi síðla í janúar. Þá kom í ljós að þingmenn höfðu ekki bundist einum né neinum í framboðsmálum, og eftir ýtar- leg samráð urðu menn á eitt sáttir um, að nauðsynlegt væri að finna annan frambjóðanda en GunnarThoroddsen. Nokkur nöfn voru nefnd í því sambandi, en óhætt að fullyrða að þar bar hæst nafn Kristjáns Eldjárns, og þegar fundi lauk kom naumast annar maður til greina. Ég Iét mig þetta mál miklu skipta, og var til þess mælst í fundarlokin að ég ræddi við Kristján og segði honum hug manna í þing- flokknum. Mér var það ljúft, en taldi þó að fleiri yrðu til að koma, enda myndi Kristján ekki svo óðfús í þetta embætti að ekki yrði að fylgja vel eftir áskorun á hann í þessu efni. Ég heimsótti Kristján á skrif- stofu hans í Þjóðminjasafni. Þar var allt með svipuðum um- merkjum eins og þegar ég kom þangað mörgum árum áður í erindum stúdentablaðsins. Og húsráðandi hafði ekkert breyst, ekki einu sinni elst svo heitið gæti. Komst ég íljótlega að því að fleiri höfðu sótt hann heim sömu erinda. Kristjáni kom málaleitan mín því ekkert á óvart. Hér var komin af stað víðtæk framboðshreyfing. Eftir- leikinn þekkja allir. Forsetaembætti gegndi Kristján Eldjárn með myndar- brag í 12 ár. Fylgdi honum virðuleiki, sem var svo persónu- legur og einkennandi fyrir hann að ólíklegt er að aðrir geti leikið slíkt eftir honum. Kom þar margt til, alþýðleg fyrirmennska eins og hún gerist best meðal íslenskra bænda og eðlislæg háttvísi, sem alls staðar á við, hvort sem er í háum konungs- sölum eða lágreistum híbýlum hversdagsmannsins. Ekki leikur á tveim tungum að siðfágun hafði Kristján haft með sér úr Svarfaðardal. En styrkur hans á forsetastóli var þó öllu öðru fremur orðsnilld hans og rit- leikni. Með þessum guðsgáfum sínum lyfti hann forsetaembætt- inu til virðingar ofar virðingum. Kristján Eldjárn gerði hverja ræðu, hvért ávarp, að listaverki vegna fágaðs forms, mikils efnis, skýrleika í frásögn, vand- aðs orðfæris og afbragðs flutnings. Framhald ú bls. 15 Kristjárn Eldjárn, þjóðminjavörður. NORÐURSLÓÐ - 13

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.