Norðurslóð - 13.12.1983, Page 16
Sendum starfsfólki okkar
öllu og viðskiptavinum
bestu jólakveðjur og
þökkum vel unnin störf
á árinu, sem er að líða.
Oskum Dalvíkingum/
Svarfdcelingum
hagsœldar á árinu 1984.
Framhald af baksíðu.
Hvernig hefur svo æfin verið?
Er þetta búið að vera vel
heppnað ferðalag hérna á milli
bæjanna í dalnum í 90 ár? Já,
svo sannarlega, segir Soffía,
það hefur verið ágætt og ánægju
legt í alla staði. Ekki segist hún
þurfa að kvarta undan örlögun-
um. Hún eignaðist góða
foreldra, gott heimili og systkini,
góðan eiginmann, góð börn og
tengdabörn. Og ofan á öll þessi
gæði.ágæta heilsu, og ég bæti
við, góða skapsmuni og bjart-
sýna trú á lífið og tilveruna.
Ég veit að þetta er allt satt, en
samt er rétt að taka sérstaklega
út úr það, sem hún segir um
eiginmanninn. Hjónabandið var
ósköp gott, segir hún. Rifust þið
aldrei? Nei, það gerðum við
áreiðanlega aldrei. Aldrei
styggðaryrði, sem á milli ykkar
fór? Nei, ekki minnist ég þess.
„Blessaður vertu“ segir þá
tengdadóttirin, „þau voru alltaf
eins og nýtrúlofaðar manneskj-
ur“. Og þá þarf einskis framar
að spyrja.
Þarna situr hún með prjónana
sína hýr og brosandi og sátt við
allt og alla. Það er vandalaust
að sjá, að þessi kona nýtur góðs
atlætis hjá fólkinu sínu og henni
líður vel. Það er sannarlega gott
og uppörvandi að sjá og tala við
svona fólk eins og hana Soffíu á
Urðum, svona gamla en samt
svo glaða og hressa.
Ég ók úr hlaði á Urðum eftir
skemmtilega heimsókn og áður
en ég vissi af var ég farinn að
raula með sjálfum mér ljóðið
hans Steingríms, Haustkvöld,
þar sem m.a. segir:
Elli, þú ert ekki þung
anda guði kærum.
Fögur sál er ávalt ung
undir silfurhærum.
H.E.Þ.
KAUPFELAG
EYFIRÐINGA
Utíbú á Dalvík - Stofnað 1920
Allt í jólabaksturinn. - Fjölbreytt úrval af
góðum og ódýrum ávöxtum. - Kerti, Konfekt.
JÓLATILBOÐ:
Grænmeti frá K. Jónssyni.
Ardmona blandaðir ávextír, heil dós kr. 66.20.
Ardmona perur, heil dós kr. 48,50.
Ardmona Two Fruit, heil dós kr. 56,90.
Allt svínakjöt með 15% afslætti.
London Lamb með 25% afslættí meðan birgðir endast.
Kaupfélagið sendir starfsfólki, félögum og öðrum viðskiptavinum bestu jóla- og nýárskveðjur með
þökk fyrir samstarfið á árinu.
16 - NORÐURSLÓÐ