Norðurslóð - 13.12.1983, Side 18
Dagur á geitabúi
„Komdu, komdu kiðlingur..
Einn þeirra útlendu vinnumanna,
sem eru við landbúnaðarstörf •
hér í Svarfaðardal heitir Berit
Nikolaisen og er frá Tromsfylki
í Norður-Noregi. Hún er vetrar-
stúlka í Hofsárkoti.
I heimahéraði hennar er
einna mest geitarækt í Noregi.
Mjólkin fer í samlagið í Finns-
nesi þar sem framleiddir eru
hinir alkunnu, brúnu geitaostar,
þeir bestu í heimi.
Norðurslóð bað Berit að
segja lesendum frá daglegu lífi á
geitahúi og hér kemur frá-
sögnin:
Ég var afleysari og fór þess
vegna ein í fjósið þennan
morgun . . Ég hafði verið eina
viku á bænum og átti eftir að
vera þar í nokkra daga áður en
ég færi á næsta stað.
Um leið og ég opnaði dyrnar
á geitahúsinu byrjuðu geiturnar
að brækja (jarma), en ég fór
fyrst inn í mjólkurhúsið og
undirbjó allt undir mjaltirnar.
Þetta var nýbyggt og nýtísku-
legt hús og rúmaði 60 geitur.
Skepnurnar voru í lausagöngu á
járnrimlagólfi og taðkjallari
undir. Að sjálfsögðu var þar
einnig rörmjaltakerfi.
Fyrst var að gefa kraftfóðrið.
Bóndinn hafði ekki enn komið
sér upp fóðursílói, svo að ég
fyllti tvær fötur af fóðri úr
sekkjum og bar inn. Þetta var í
ágúst og geiturnar voru komnar
yfir hámjólkurskeiðið og þurftu
því ekki svo mikið fóður. Á
þessum bæ var öllum skepnun-
um gefið jafnmikið magn, hvort
sem þær mjólkuðu meira eða
minna nema þeim sem voru
geldar. En ég hef verið á bæjum
þar sem þær voru litmerktar, til
þess að hægt væri að gefa kraft-
fóðrið nákvæmar. Meðalnyt
geita fyrir allt landið er ca. 550
kg. yfir árið.
Geiturnar hoppuðu strax upp
á „pallinn“ (sjá mynd) þegar ég
kom í dyrnar og ég batt fastár 10
geitur í senn um leið og ég gaf
mélið. Kið og hafrar, sem voru í
eldra húsi fengu líka smábragð.
Síðan byrjuðu mjaltirnar.
Þar sem geitur þurfa ekki undir-
búningstíma til að mjólkin komi
niður, eins og kýr þurfa, fór ég
fyrst til og þvoðijDeim öllum um
júgur og spena. Eg brúkaði bara
hendurnar og skolaði með
grænsápuvatni. Það voru notuð
4 mjaltatæki þannig að 2 og 2
voru samtengd á einn sogskipti.
En ég notaði bara 3 því annars
hefði ég sprengt mig á hlaupum
ef eitthvert þeirra hefði ekki átt
að totta þurrt júgur. Mjaltirnar
gengu vel en mér varð á að
hugsa: Ég vildi óska að menn
fyndu upp betri mjaltavélar
fyrir geitur eða þá ræktuðu þær
með lengri fætur, því það ersvo
þröngt um júgrið. Ein geit var
einspena og önnur var með
júgurbólgu, svo ég handmjólk-
aði hana og setti í hana
penesillínsprautu.
Annars höfðu menn sloppið
blessunarlega við sjúkdóma
á þessum bæ. Það eina var
kýlapest. Margar af geitunum
höfðu kýli um allan skrokkinn.
Það sakar ekkert gagnvart
mjólkurframleiðslunni en ekki
er það huggulegt þegar kýlin
springa og gröftur klístrast
alstaðar. Og það getur verið
hættulegt ef kýlið vex inn á við
t.d. við vélindað.
Þegar ég hafði lokið mjöltum
þvoði ég upp mjaltatækin og
hitaði upp dálítinn mjólkur-
sopa handa kiðling, sem hafði
fæðst fyrir nokkrum dögum.
Flestar geitur bera í febrúar/
mars, svo þetta var sann-
kallaður sumrungur. Öllum
hafurkiðum er slátrað strax eftir
fæðingu. Þeir eru svo sein-
vaxta að það þykir ekki borga
sig að ala þá upp, enda þótt kjöt
af unggeitum sé ágætt.
Berit Nikolaisen.
Að loknum uppþvotti fór ég
út að sækja dálítið af grasi
handa höfrunum, en það hafði
ég slegið með orfi og ljá daginn
áður. Hinum skepnunum hleypti
ég út. Ég fylgdi þeim eftir langa
leið uppeftir brekkunum eftir
götu sem lá að hagagirðingunni.
Ég lét hliðið standa opið, svo
þær gætu komið heim af sjálfs-
dáðum. Það var brött, frjósöm
skógarhlíð uppeftir fjallinu, þar
sem þær fengu að fita sig.
Tankbíllinn kom jafnskjótt
sem ég kom til baka, svo ég beið
þangað til hann var farinn og
skolaði tankinn áður en ég fór
inn í morgunmat.
Öll geitamjólk er notuð í osta-
gerð eins og er, en það er reynt
að finna önnur not fyrir hana
t.d.júgúrt, því ostamarkaðurinn
er mettaður og það er of-
framleiðsla á geitamjólk.
Eftir morgunmat fór ég aftur
út, sópaði upp í geitahúsinu,
þvoði tankinn og sló meira gras
handa höfrunum. En nú var
bóndinn kominn og byrjaðurað
slá grænfóðurakur til votheys-
gerðar og kom með fyrsta
hlassið. Hann sturtaði því á
steypt plan útifyrir geitahúsinu
og ég mokaði því inn á
færiband. Bandið Hutti fóðrið
upp í annan votheysturninn þar
sem kona bóndans tók á móti og
dreifði því jafnt yfir. Aðal-
heyskapurinn var reyndar um
garð genginn. Þarna var næst-
um allt fóður látið í turnana
nema það sem slegið var í allra
bröttustu brekkunum, það sem
ekki var mögulegt að brúka
sláttukónginn. Þar var þurrkað
á hesjum. En í ár hafði verið svo
votviðrasamt að flestar hesjurn-
ar stóðu enn fullar. Það varð
bara að vona að það þornaði
upp áður en grasið rotnaði í
hesjunum.
Korn til þroskunar er ógerlegt
að rækta svo norðarlega í
Noregi.
Þetta grænfóður var slegið
sem ábót í votheysturninn eftir
að fóðurmassinn hafði sigið
undan vatns- eða grjótpressu. Á
veturna var þarna notað raftalía
og krabbi til þess að ná fóðrinu
upp úr turninum. Á eftir var því
svo ekið inn til skepnanna á
hjólbörum. Turnarnir voru vel
einangraðir til þess að sleppa
við frostvandamálið.
Við héldum áfram allan dag-
inn við innkeyrsluna með hléi
fyrir miðdegisverð og stuttan
kaffitíma.
Það byrjaði að hellirigna um
5-leytið og auk þess var kalt í
veðri, svo geiturnar komu niður
klukkutíma fyrr en þær voru
vanar. Þeim geðjast ekki að
vondu veðri, það kemur fljótt í
ljós á nytinni. Við létum þær inn
strax en biðum með að stía
kiðunum frá mæðrum sínum
þangað til við fórum í húsin um
6-leytið. Meðan ég mjólkaði
stakk bóndinn gat á nokkur
pestarkýli, svo að gröfturinn
klístraðist ekki um allt og
smitaði önnur dýr.
Síðast af öllu smurðum við
júgur geitanna með spenafeiti
áður en þær voru leystar og
þeim sleppt inn í krærnar til
næsta morguns.
Og nú var vinnudagurinn á
enda og ég labbaði heim í kvöld-
matinn þreytt og glöð eftir vel
unnin störf. Ég raulaði fyrir
munni mér þessa kunnu barna-
gælu
Blámann, Blámann bukken min
tenk pá vesle gutten din.
Björnen med sin lodne feld
kan dig taka seint í kveld.
Fyrir um ári hófum við undirritaðir söfnun til kaupa á flygli. Leitað
var til fjölmargra aðila. Söfnunin gekk mjög vel og okkur hvarvetna
vel tekið.
Flygillinn er staðsettur í Víkurröst tilbúinn til notkunar fyrir þá
sem áhuga hafa. Öll gjöld hafa verið greidd og meira að segja til
nokkrar krónur í sjóði.
Við viljum færa öllum sem studdu okkur á einn eða annan hátt
bestu þakkir og gerðu þennan langþráða draum að veruleika.
GJAFIR OG FRAMLÖG:
Samkór Dalvíkur
Snorri Sigfússon
Hjónin á Syðra-Hvarfi
Kvenfclagið Vaka Dalvík
Sinawik klúbbur Dalvík
Kvcnfélagið Tilraun Svarfaðardal
Jóhann G. Sigurðsson
Hcstamannafclagið Hringur
Þorgils og Olga, Sökku
Gunnar Jónsson Björk
Stefán Hallgrímsson Hafnarf.
Halla og Zophonías
N.N.
Menningarsj. KEA
Norðurslóð
Colin P. Wirr
Gcstur Hjörleifsson
Kristján Hjartarson
Anna Snorradóttir
Karlakór Dalvíkur
Lilja Tryggvadóttir
Lionsklúbbur Dalvíkur
Sparisj. Svarfdæla
Bliki h.f.
Jón Jónsson Dalbæ
U.M.F. Þorsteinn Svörfuður
Ræktunarsamband Svarfdæla
Guðlaug Antonsdóttir
Hjónin í Syðra-Holti
Leikfélag Dalvíkur
Edda ögmundsdóttir R.vík
Samtök Svarfdælinga R.vík
Elín Sigurjónsdóttir
Verkalýðsfélagið Eining
Kirkjukór Svarfdæla
Helgi Indriðason
Hafliði Ólafsson
Sindri Már Heimisson
Samtals söfnuðust kr. 119.449,82.
Flygillinn, tryggingar, flutningskostnaður,
stilling o.fl. kostaði samtals kr. 110.626.32.
Eftirstöðvar kr. 8.823.50 á reikningi í Sparisj.
Svarfdæla Flygilsjóði Tónlistarfélags Dal-
víkur.
f.h. Tónlistarfélags Dalvíkur.
Friðrik Friðriksson.
Guðmundur I. Jónatansson.
Heimir Kristinsson.
Jóhann Daníelsson.
18 - NORÐURSLÓÐ
Dalvíkingar -
Svarfdælir-
Dalvíkingar
Höfum opnað rafverkstæði að Mímisvegi 16, Dalvík
Við önnumst:
Raflagnir
Heimilistækjaviðgerðir
Rafmótoravindingar
Lagnir og viðgerðir í skipum og bátum.
Efnissölu.
RAFVÉLAR SF.
Mímisvegi 16 - sími 61187
Sigmar Sævaldsson rafvélavirki
og löggiltur rafvirkjam.
Einar Jón Sigmarsson
rafeindavirkjanemi.